Efnahagsbatinn kom seðlabankastjóra á óvart Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 25. júlí 2020 15:23 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagsbata Íslendinga eftir kórónuveirulægðina hafa verið meiri en hann gerði ráð fyrir. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagsbata Íslendinga eftir kórónuveirulægðina hafa verið meiri en hann gerði ráð fyrir. Of snemmt sé þó að segja til um framhaldið, mikið velti á árangri annarra þjóða í baráttunni við veiruna og þá ekki síst Bandaríkjanna, sem seðlabankastjóri segist hafa áhyggjur af. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3 prósent og hefur ekki mælst svo há síðan í september í fyrra. Verðbólgan hefur því stígið yfir markmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent en þrátt fyrir það telja greinendur að Seðlabankanum hafi gengið vel til að halda verðbólgu í skefjum síðastliðna mánuði þrátt fyrir mikla veikingu krónunnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að eftir efnahagsdýfuna í vor við upphaf faraldursins með fækkun ferðamanna, atvinnuleysi og minni eftirspurn hafi viðsnúningurinn verið hraðari en hann óraði fyrir. „Við gripum til ákveðna aðgerða núna í vor, lækkuðum vexti, jukum lausafé í umferð og þær aðgerðir eiga eftir að skila sér miklu betur en ég sjálfur hafði áætlað. Við erum að sjá innlenda eftirspurn taka við sér, Íslendingar eru að ferðast um landið og eyða peningum. Að einhverju leiti horfurnar bjartari en við gerðum ráð fyrir, þannig að þeta er í sjálfu sér bara jákvætt,“ segir Ásgeir. Hagfræðingar Íslandsbanka telja þannig að íslenskur markaður standi sterkum stoðum og virðist hafa getu til þess að standa af sér núverandi kreppu án langvinns samdráttar í alþjóðlegum samanburði. Seðlabankastjóri segir að til framtíðar velti einmitt margt á velgengni annarra þjóða í baráttunni við veiruna. „Það er svo mikið sem veltur á öðrum þjóðum. Við þurfum að geta flutt út vörurnar okkar og alþjóðleg viðskipti þurfa að fara aftur af stað en við vitum ekki hvað haustið ber í skauti sér. Ég hef miklar áhyggjur af Bandaríkjunum, hvað þeir hafa í raun misst mikla stjórn á faraldrinum þar og líka hvernig gengur í heiminum yfir höfuð, það veldur manni áhyggjum að faraldurinn sé ekki genginn yfir,“ segir Ásgeir. „Við munum áfram sjá einhver vandamál honum tengd sem gætu haft áhrif á okkur þegar haustið kemur. Hvað varðar okkar aðgerðir hér í landinu er árangurinn mun betri en við höfðum búist við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Bandaríkin Efnahagsmál Tengdar fréttir Undirliggjandi horfur krónunnar góðar Evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. 16. júlí 2020 18:30 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Stýrivextir lækkaðir um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1%. 20. maí 2020 08:55 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagsbata Íslendinga eftir kórónuveirulægðina hafa verið meiri en hann gerði ráð fyrir. Of snemmt sé þó að segja til um framhaldið, mikið velti á árangri annarra þjóða í baráttunni við veiruna og þá ekki síst Bandaríkjanna, sem seðlabankastjóri segist hafa áhyggjur af. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3 prósent og hefur ekki mælst svo há síðan í september í fyrra. Verðbólgan hefur því stígið yfir markmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent en þrátt fyrir það telja greinendur að Seðlabankanum hafi gengið vel til að halda verðbólgu í skefjum síðastliðna mánuði þrátt fyrir mikla veikingu krónunnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að eftir efnahagsdýfuna í vor við upphaf faraldursins með fækkun ferðamanna, atvinnuleysi og minni eftirspurn hafi viðsnúningurinn verið hraðari en hann óraði fyrir. „Við gripum til ákveðna aðgerða núna í vor, lækkuðum vexti, jukum lausafé í umferð og þær aðgerðir eiga eftir að skila sér miklu betur en ég sjálfur hafði áætlað. Við erum að sjá innlenda eftirspurn taka við sér, Íslendingar eru að ferðast um landið og eyða peningum. Að einhverju leiti horfurnar bjartari en við gerðum ráð fyrir, þannig að þeta er í sjálfu sér bara jákvætt,“ segir Ásgeir. Hagfræðingar Íslandsbanka telja þannig að íslenskur markaður standi sterkum stoðum og virðist hafa getu til þess að standa af sér núverandi kreppu án langvinns samdráttar í alþjóðlegum samanburði. Seðlabankastjóri segir að til framtíðar velti einmitt margt á velgengni annarra þjóða í baráttunni við veiruna. „Það er svo mikið sem veltur á öðrum þjóðum. Við þurfum að geta flutt út vörurnar okkar og alþjóðleg viðskipti þurfa að fara aftur af stað en við vitum ekki hvað haustið ber í skauti sér. Ég hef miklar áhyggjur af Bandaríkjunum, hvað þeir hafa í raun misst mikla stjórn á faraldrinum þar og líka hvernig gengur í heiminum yfir höfuð, það veldur manni áhyggjum að faraldurinn sé ekki genginn yfir,“ segir Ásgeir. „Við munum áfram sjá einhver vandamál honum tengd sem gætu haft áhrif á okkur þegar haustið kemur. Hvað varðar okkar aðgerðir hér í landinu er árangurinn mun betri en við höfðum búist við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Bandaríkin Efnahagsmál Tengdar fréttir Undirliggjandi horfur krónunnar góðar Evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. 16. júlí 2020 18:30 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Stýrivextir lækkaðir um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1%. 20. maí 2020 08:55 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Undirliggjandi horfur krónunnar góðar Evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. 16. júlí 2020 18:30
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50
Stýrivextir lækkaðir um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1%. 20. maí 2020 08:55