Almenn ánægja ríkir um skertan opnunartíma skemmtistaða meðal gesta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2020 20:30 Almenn ánægja ríkir um skertan opnunartíma skemmtistaða meðal þeirra gesta sem sóttu næturlíf miðborgarinnar í gærkvöld. „Það var margt um manninn í miðborginni í gærkvöld þar sem fréttastofa var og spurði fólk hvað því þyki um skertan opnunartíma skemmtistaða.“ „Mér finnst þetta geggjað ég var að koma frá Danmörku en ég bý þar. Munurinn er sá að það er gott að fara snemma að sofa mér finnst þetta alveg frábært,“ sagði Karl Emil Karlsson. Karl Emil KarlssonSTÖÐ2 Jónas Jónasson var á sama máli. „Byrja snemma, snemma heim.“ Þannig þú ert ánægður með þetta fyrirkomulag? „Já mér finnst þetta ánægjulegt. Mér finnst algjör óþarfi að menn séu hérna til sex á morgnanna á einhverju djammi,“ sagði Jónas. „Algjörlega, það má kannski vera opið aðeins lengur en ég meina opna fyrr og loka fyrr - allir sáttir,“ sagði Tanja Rán Einarsdóttir. Tanja Rán EinarsdóttirSTÖÐ2 Breytir skertur opnunartími þínu mynstri í skemmtanalífinu? „Já maður fer fyrr að sofa, væntanlega. Betra fyrir heilsuna. Við ættum að halda þessu áfram mér finnst þetta frábært,“ sagði Karl Emil. Einhverjir væru þó til í að vera aðeins lengur úti á lífinu. „Það mætti vera opið svona einn til tveimur tímum lengur,“ sagði María. Kristján Fannar Þorgrímsson kveðst sammála Maríu. „Bærinn mætti vera opinn til eitt að nóttu í minnsta lagi.“ „Nei ég myndi segja til svona tólf á miðnætti,“ sagði Ívar Skúli. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis og um mánaðarmótin verður skemmtistöðum því heimilt að hafa opið til klukkan 24 á kvöldin. Af öllum þeim sem fréttastofa ræddi við í gærkvöld var einungis einn sem vill lengja opnunartímann enn frekar. GAUTISTÖÐ2 „Ellefu eða fjögur, það er ekki eins og vírusinn mæti klukkan tólf á miðnætti,“ sagði Gauti. „Jæja nú er klukkan orðin 23 og mega skemmtistaðir því ekki vera lengur opnir í kvöld. Hér fyrir aftan mig sjáum við fólk tínast út í nóttina.“ Eftir að skemmtistaðir lokuðu bar á því að fólk hópaði sig saman á götum bæjarins og voru flestir í leit að eftirpartýi á meðan aðrir voru komnir með nóg af næturlífinu þetta kvöldið. „Ég ætla bara heim að sofa,“ sagði Tanja Rán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Almenn ánægja ríkir um skertan opnunartíma skemmtistaða meðal þeirra gesta sem sóttu næturlíf miðborgarinnar í gærkvöld. „Það var margt um manninn í miðborginni í gærkvöld þar sem fréttastofa var og spurði fólk hvað því þyki um skertan opnunartíma skemmtistaða.“ „Mér finnst þetta geggjað ég var að koma frá Danmörku en ég bý þar. Munurinn er sá að það er gott að fara snemma að sofa mér finnst þetta alveg frábært,“ sagði Karl Emil Karlsson. Karl Emil KarlssonSTÖÐ2 Jónas Jónasson var á sama máli. „Byrja snemma, snemma heim.“ Þannig þú ert ánægður með þetta fyrirkomulag? „Já mér finnst þetta ánægjulegt. Mér finnst algjör óþarfi að menn séu hérna til sex á morgnanna á einhverju djammi,“ sagði Jónas. „Algjörlega, það má kannski vera opið aðeins lengur en ég meina opna fyrr og loka fyrr - allir sáttir,“ sagði Tanja Rán Einarsdóttir. Tanja Rán EinarsdóttirSTÖÐ2 Breytir skertur opnunartími þínu mynstri í skemmtanalífinu? „Já maður fer fyrr að sofa, væntanlega. Betra fyrir heilsuna. Við ættum að halda þessu áfram mér finnst þetta frábært,“ sagði Karl Emil. Einhverjir væru þó til í að vera aðeins lengur úti á lífinu. „Það mætti vera opið svona einn til tveimur tímum lengur,“ sagði María. Kristján Fannar Þorgrímsson kveðst sammála Maríu. „Bærinn mætti vera opinn til eitt að nóttu í minnsta lagi.“ „Nei ég myndi segja til svona tólf á miðnætti,“ sagði Ívar Skúli. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnarlæknis og um mánaðarmótin verður skemmtistöðum því heimilt að hafa opið til klukkan 24 á kvöldin. Af öllum þeim sem fréttastofa ræddi við í gærkvöld var einungis einn sem vill lengja opnunartímann enn frekar. GAUTISTÖÐ2 „Ellefu eða fjögur, það er ekki eins og vírusinn mæti klukkan tólf á miðnætti,“ sagði Gauti. „Jæja nú er klukkan orðin 23 og mega skemmtistaðir því ekki vera lengur opnir í kvöld. Hér fyrir aftan mig sjáum við fólk tínast út í nóttina.“ Eftir að skemmtistaðir lokuðu bar á því að fólk hópaði sig saman á götum bæjarins og voru flestir í leit að eftirpartýi á meðan aðrir voru komnir með nóg af næturlífinu þetta kvöldið. „Ég ætla bara heim að sofa,“ sagði Tanja Rán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tengdar fréttir Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58 „Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Opið til miðnættis strax eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem lagt er til að afgreiðslutími vínveitinga- og skemmtistaða verði lengdur til miðnættis þriðjudaginn 4. ágúst. 21. júlí 2020 15:58
„Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. 10. júní 2020 20:29