Brynjólfur vekur umtal: „Þessi maður skilur um hvað fótbolti er“ Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 12:00 Brynjólfur Andersen Willumsson í leiknum við HK á fimmtudaginn. VÍSIR/DANÍEL Brynjólfur Andersen Willumsson hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki en einnig vakið hrifningu vegna framgöngu sinnar það sem af er leiktíð með Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Blikar verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir taka á móti ÍA í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brynjólfur tekur þá út leikbann vegna fjögurra áminninga á leiktíðinni og mætir því ekki til leiks með nýja klippingu eins og í leikjum sumarsins hingað til. Hann hafði látið skrifa „bla, bla, bla“ á kollinn á sér fyrir leikinn við HK síðasta fimmtudag, sem HK vann 1-0. „Ég veit ekki hverjum nákvæmlega hann var að svara með greiðslunni, en talandi um karakter þá var þessi heldur betur að reyna í leiknum. Hann fór ekki í felur. Hann vill fá boltann í hvert einasta skipti og ef það var einhver að fara að jafna þennan leik þá hélt ég að hann myndi gera það eða búa það til,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að Brynjólfi. „Ég á að vera hérna fyrir fólkið“ „Það er erfitt stundum að átta sig á því í hvaða stöðu hann er. Hann leitar svolítið út vinstra megin þegar það fer að líða á leikina, en hann er með mjög frjálsa rullu í liðinu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Þorkell Máni Pétursson segir Brynjólf alvöru skemmtikraft og fagnar því að fá svo litríkan mann í deildina: „Það deilir enginn um það að þetta er karakter. Þetta er skemmtileg týpa og ég elska þetta með hárið, og að vera alltaf tilbúinn að mæta og svara í viðtölum. Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum, sem segir mér að þessi maður skilur um hvað fótbolti er; „Ég er skemmtikraftur. Ég á að vera hérna fyrir fólkið og hafa gaman af því.“ Fólkið er að lesa viðtölin við Brynjólf, fólk er að borga sig inn og fylgjast með því hvað stendur næst á hárinu á honum. Þessi maður er bara snillingur,“ sagði Máni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Brynjólfur er skemmtikraftur Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Brynjólfur Andersen Willumsson hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki en einnig vakið hrifningu vegna framgöngu sinnar það sem af er leiktíð með Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Blikar verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir taka á móti ÍA í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brynjólfur tekur þá út leikbann vegna fjögurra áminninga á leiktíðinni og mætir því ekki til leiks með nýja klippingu eins og í leikjum sumarsins hingað til. Hann hafði látið skrifa „bla, bla, bla“ á kollinn á sér fyrir leikinn við HK síðasta fimmtudag, sem HK vann 1-0. „Ég veit ekki hverjum nákvæmlega hann var að svara með greiðslunni, en talandi um karakter þá var þessi heldur betur að reyna í leiknum. Hann fór ekki í felur. Hann vill fá boltann í hvert einasta skipti og ef það var einhver að fara að jafna þennan leik þá hélt ég að hann myndi gera það eða búa það til,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að Brynjólfi. „Ég á að vera hérna fyrir fólkið“ „Það er erfitt stundum að átta sig á því í hvaða stöðu hann er. Hann leitar svolítið út vinstra megin þegar það fer að líða á leikina, en hann er með mjög frjálsa rullu í liðinu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Þorkell Máni Pétursson segir Brynjólf alvöru skemmtikraft og fagnar því að fá svo litríkan mann í deildina: „Það deilir enginn um það að þetta er karakter. Þetta er skemmtileg týpa og ég elska þetta með hárið, og að vera alltaf tilbúinn að mæta og svara í viðtölum. Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum, sem segir mér að þessi maður skilur um hvað fótbolti er; „Ég er skemmtikraftur. Ég á að vera hérna fyrir fólkið og hafa gaman af því.“ Fólkið er að lesa viðtölin við Brynjólf, fólk er að borga sig inn og fylgjast með því hvað stendur næst á hárinu á honum. Þessi maður er bara snillingur,“ sagði Máni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Brynjólfur er skemmtikraftur
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30
Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40