Hraðakstur Íslendinga stóraukist frá sama tímabili í fyrra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 11:18 Þung umferð hefur verið um umdæmið í vikunni og hafa hátt í hundrað verið kærðir fyrir hraðakstur síðastliðna viku. Vísir/Hugrún Hátt í hundrað ökumenn voru í liðinni viku kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Að sögn lögreglunnar voru 75 prósent þeirra íslenskir ríkisborgarar og segir lögreglan að „ekkert þýði að bera fyrir sig að erlendu ferðamennirnir séu til vandræða.“ Frá sama tíma í fyrra hafi svipaður fjöldi ökumanna verið kærður fyrir of hraðan akstur og þá hafi aðeins fjórðungur verið með íslenskt ríkisfang. „Ljóst er að við getum gert betur,“ skrifar lögreglan á Suðurlandi í tilkynningu. Tveir þeirra 97 ökumanna sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur voru mældir á 140 km/klst hraða eða meira á vegi með 90 km/klst hámarkshraða. Þá voru tveir ökumannanna ungir og fengu með brotunum punkta í ökuferlisskrá sem kom þeim í eða yfir fjóra punkta. Ökumennirnir ungu voru því settir í akstursbann og fá ekki að setjast aftur undir stýri fyrr en þeir hafa lokið námskeiði fyrir þá sem sæta akstursbanni. Þá voru þrír ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Töluverður erill var á tjaldsvæðum á suðurlandi og þurfti lögregla að hafa einhver afskipti af ungmennum á tjaldsvæði við Laugarvatn um liðna helgi. Þá þurfti lögregla að stilla til friðar vegna óspekta á tjaldsvæðinu á Höfn. Einhverjir gestir höfðu „sinnt fótboltaæfingum inni á milli tjalda í óþökk annarra tjaldbúa.“ Rúða var brotin í kennslustofu við Norðurhóla á Selfossi í liðinni viku og rúða hafði einnig verið brotin í Fjölheimum á Selfossi. Bæði málin eru óupplýst og eru þeir sem hafa upplýsingar um málin beðnir að hafa samband við lögreglu. Þá voru rúður brotnar í bíl á sumarbústaðasvæði við Laugarvatn á sunnudagsmorguninn. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og yfirheyrður um málsatvik en gat litlar skýringar gefið. Lögreglumál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Hátt í hundrað ökumenn voru í liðinni viku kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Að sögn lögreglunnar voru 75 prósent þeirra íslenskir ríkisborgarar og segir lögreglan að „ekkert þýði að bera fyrir sig að erlendu ferðamennirnir séu til vandræða.“ Frá sama tíma í fyrra hafi svipaður fjöldi ökumanna verið kærður fyrir of hraðan akstur og þá hafi aðeins fjórðungur verið með íslenskt ríkisfang. „Ljóst er að við getum gert betur,“ skrifar lögreglan á Suðurlandi í tilkynningu. Tveir þeirra 97 ökumanna sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur voru mældir á 140 km/klst hraða eða meira á vegi með 90 km/klst hámarkshraða. Þá voru tveir ökumannanna ungir og fengu með brotunum punkta í ökuferlisskrá sem kom þeim í eða yfir fjóra punkta. Ökumennirnir ungu voru því settir í akstursbann og fá ekki að setjast aftur undir stýri fyrr en þeir hafa lokið námskeiði fyrir þá sem sæta akstursbanni. Þá voru þrír ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Töluverður erill var á tjaldsvæðum á suðurlandi og þurfti lögregla að hafa einhver afskipti af ungmennum á tjaldsvæði við Laugarvatn um liðna helgi. Þá þurfti lögregla að stilla til friðar vegna óspekta á tjaldsvæðinu á Höfn. Einhverjir gestir höfðu „sinnt fótboltaæfingum inni á milli tjalda í óþökk annarra tjaldbúa.“ Rúða var brotin í kennslustofu við Norðurhóla á Selfossi í liðinni viku og rúða hafði einnig verið brotin í Fjölheimum á Selfossi. Bæði málin eru óupplýst og eru þeir sem hafa upplýsingar um málin beðnir að hafa samband við lögreglu. Þá voru rúður brotnar í bíl á sumarbústaðasvæði við Laugarvatn á sunnudagsmorguninn. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og yfirheyrður um málsatvik en gat litlar skýringar gefið.
Lögreglumál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira