Tekur að hvessa annað kvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 07:18 Veðrið í dag á að vera alveg bærilegt, hægur vindur og stöku skúrir. Vísir/Vilhelm Veðurstofan segir að frá og með aðfaranótt föstudags taki veður að versna, rétt fyrir mestu ferðahelgi ársins. „Það væri ansi gott að skoða veðurspár vel áður en haldið er af stað í ferðalög um verslunarmannahelgina,“ segir veðurfræðingur. Veðrið í dag og á morgun verður þolanlegt. Hæg breytileg átt í og stöku skúrir, en súld eða rigning framan af vestanlands. Veðurstofan segir að það muni þó létta dálítið til fyrir norðan þegar líður á daginn. Svipaða sögu sé jafnframt að segja af veðri morgundagsins. Það muni þó hvessa úr austri þegar líður á kvöldið, vindhraðinn verði á bilinu 8 til 13 m/s við næstum alla suðurströndina og einnig á annnesjum fyrir norðan. „Síðan fer að rigna aðfaranótt föstudagsins og hvessir enn frekar,“ segir veðurfræðingur. Vindhraðinn gæti þannig verið kominn yfir 20 m/s með suðurströndinni strax á föstudagsmorgun. Hviður geti náð allt að 25 m/s undir Eyjafjöllum og 35 m/s í Öræfum. Þá megi einnig gera ráð fyrir dálitlum norðaustanstreng á heiðum á leiðinni norður. „Norðlæg eða breytileg átt um helgina, þó ekki hæg, með áframhaldandi úrkomu í öllum landshlutum, þó helst hvað minnst á Norðausturlandi,“ segir veðurfræðingurinn áður en hann hvetur fólk til að huga vel að veðurspám fyrir helgina. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, en bætir smám saman í vind síðdegis, 8-13 syðst og á annesjum NA-til. Skýjað með köflum en þurrt að kalla og hiti 10 til 18 stig, en svalara í þokulofti við NA- og A-ströndina. Hvessir enn frekar um kvöldið og fer að rigna SA-til um nóttina. Á föstudag: Austlæg átt 5-13 m/s, en 10-18 við SA-ströndina framan af degi, og rigning um allt land, talsverð SA-til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á S-lands. Á laugardag: Norðaustan kaldi eða strekkingur NV-til, annars hægari átt vindur, en víða strekkingur við A-ströndina. Rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig, svalast NV-til. Á sunnudag: Norðan 8-15 vestast, en suðaustan 5-10 NA-til, en annars hægari breytileg átt. Rigning norðvestanlands, en annars lítilsháttar úrkoma. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðan gola eða stinningskladi, en dálítið hvassari á annnesjum vestanlands. Skýjað og dálítil rigning um mest allt norðanvert landið, en annars skýjað með köflum og skúrir. Hiti 7 til 15 stig, svalast við N- og A-ströndina. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og rigningu norðanlands, dálitlar skúrir suðaustantil, en bjart veður á Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Veðurstofan segir að frá og með aðfaranótt föstudags taki veður að versna, rétt fyrir mestu ferðahelgi ársins. „Það væri ansi gott að skoða veðurspár vel áður en haldið er af stað í ferðalög um verslunarmannahelgina,“ segir veðurfræðingur. Veðrið í dag og á morgun verður þolanlegt. Hæg breytileg átt í og stöku skúrir, en súld eða rigning framan af vestanlands. Veðurstofan segir að það muni þó létta dálítið til fyrir norðan þegar líður á daginn. Svipaða sögu sé jafnframt að segja af veðri morgundagsins. Það muni þó hvessa úr austri þegar líður á kvöldið, vindhraðinn verði á bilinu 8 til 13 m/s við næstum alla suðurströndina og einnig á annnesjum fyrir norðan. „Síðan fer að rigna aðfaranótt föstudagsins og hvessir enn frekar,“ segir veðurfræðingur. Vindhraðinn gæti þannig verið kominn yfir 20 m/s með suðurströndinni strax á föstudagsmorgun. Hviður geti náð allt að 25 m/s undir Eyjafjöllum og 35 m/s í Öræfum. Þá megi einnig gera ráð fyrir dálitlum norðaustanstreng á heiðum á leiðinni norður. „Norðlæg eða breytileg átt um helgina, þó ekki hæg, með áframhaldandi úrkomu í öllum landshlutum, þó helst hvað minnst á Norðausturlandi,“ segir veðurfræðingurinn áður en hann hvetur fólk til að huga vel að veðurspám fyrir helgina. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, en bætir smám saman í vind síðdegis, 8-13 syðst og á annesjum NA-til. Skýjað með köflum en þurrt að kalla og hiti 10 til 18 stig, en svalara í þokulofti við NA- og A-ströndina. Hvessir enn frekar um kvöldið og fer að rigna SA-til um nóttina. Á föstudag: Austlæg átt 5-13 m/s, en 10-18 við SA-ströndina framan af degi, og rigning um allt land, talsverð SA-til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á S-lands. Á laugardag: Norðaustan kaldi eða strekkingur NV-til, annars hægari átt vindur, en víða strekkingur við A-ströndina. Rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig, svalast NV-til. Á sunnudag: Norðan 8-15 vestast, en suðaustan 5-10 NA-til, en annars hægari breytileg átt. Rigning norðvestanlands, en annars lítilsháttar úrkoma. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðan gola eða stinningskladi, en dálítið hvassari á annnesjum vestanlands. Skýjað og dálítil rigning um mest allt norðanvert landið, en annars skýjað með köflum og skúrir. Hiti 7 til 15 stig, svalast við N- og A-ströndina. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og rigningu norðanlands, dálitlar skúrir suðaustantil, en bjart veður á Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira