Tap hjá Íslandsbanka upp á 131 milljón Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 10:36 Tap Íslandsbanka á fyrri helmingi ársins nam 131 milljón, en hagnaður annars ársfjórðungs nam 1,2 milljörðum. Vísir/Vilhelm Tap á rekstri Íslandsbanka nam 131 milljón króna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 4,7 milljarða króna hagnað á fyrri hluta síðasta árs. Hagnaður af rekstrinum á öðrum ársfjórðungi nam þó 1,2 milljörðum króna, samanborið við 2,1 milljarð króna fyrir annan fjórðung síðasta árs. Arðsemi eigin fjár var 2,8% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að tap fyrri helmings ársins skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 5,9 milljarða króna sem orsakist af áhrifum faraldurs kórónuveirunnar. Fjármagnsgjöld námu þá 1,9 milljörðum króna og er sagt að það megi að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum. Þá var arðsemi eigin fjár neikvæð um 0,1% á ársgrundvelli samanborið við jákvæða arðsemi eigin fjár um 5,4% á fyrri hluta síðasta árs. „Við sjáum ýmsar breytingar í hegðun og óskum okkar viðskiptavina og starfsfólks í kjölfar heimsfaraldursins. Heimsóknum í útibú hefur fækkað og notkun stafrænna lausna aukist mikið. Við kynntum til leiks fyrstu útgáfu af spjallmenninu Fróða, en hann leiðbeinir einstaklingum með bankaþjónustu á einfaldan hátt. Við ætlum jafnframt að nýta okkur þá reynslu sem fékkst af því að vinna heima og höfum því meðal annars sett af stað tilraunaverkefni þar sem hluti starfsfólks vinnur heima einn dag í viku,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á vef bankans. „Við munum halda áfram að styðja við viðskiptavini okkar í gegnum óvissutíma, með bjartsýni að leiðarljósi og kappkostum að veita þeim bestu bankaþjónustuna nú sem aldrei fyrr.“ Eiginfjárstaða Arion sögð sterk Í tilkynningu frá Arion banka, þar sem fjallað er um stöðu bankans eftir annan ársfjórðung, kemur fram að afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans hafi verið 4.958 milljónir og hafi aukist um 75% frá sama fjórðungi síðasta árs. Þá var arðsemi eigin fjár 10,5% á tímabilinu. Þá segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi numið 2.742 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 2,9%. Heildareignir bankans námu 1.182 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.182 milljörðum í árslok 2019. Í tilkynningunni segir að lausafé bankans hafi aukist þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu, bankinn gaf út skuldabréf undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og innlán jukust. Þá hækkuðu lán til viðskiptavina lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að afkoman sé góð og að markmiði um 10% arðsemi hafi verið náð. Það sé sérlega ánægjulegt í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu bankans, sem sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila. „Þrátt fyrir gott uppgjör á öðrum ársfjórðungi er mikilvægt að taka fram að enn er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans vegna Covid-19. Faraldurinn, þróun hans og áhrif á bæði innlent og alþjóðlegt efnahagslíf mun áfram setja mark sitt á starfsemina. Óvissan snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans. Verulega dró úr niðurfærslum útlána á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skapast getur þörf á frekari niðurfærslum á meðan við göngum í gegnum núverandi efnahagsörðugleika. Fjárhagslegur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mikill að bankinn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru uppi.“ Íslenskir bankar Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tap á rekstri Íslandsbanka nam 131 milljón króna á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 4,7 milljarða króna hagnað á fyrri hluta síðasta árs. Hagnaður af rekstrinum á öðrum ársfjórðungi nam þó 1,2 milljörðum króna, samanborið við 2,1 milljarð króna fyrir annan fjórðung síðasta árs. Arðsemi eigin fjár var 2,8% á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að tap fyrri helmings ársins skýrist aðallega af neikvæðri virðisbreytingu útlána að fjárhæð 5,9 milljarða króna sem orsakist af áhrifum faraldurs kórónuveirunnar. Fjármagnsgjöld námu þá 1,9 milljörðum króna og er sagt að það megi að mestu leyti rekja til óhagfelldra aðstæðna á mörkuðum. Þá var arðsemi eigin fjár neikvæð um 0,1% á ársgrundvelli samanborið við jákvæða arðsemi eigin fjár um 5,4% á fyrri hluta síðasta árs. „Við sjáum ýmsar breytingar í hegðun og óskum okkar viðskiptavina og starfsfólks í kjölfar heimsfaraldursins. Heimsóknum í útibú hefur fækkað og notkun stafrænna lausna aukist mikið. Við kynntum til leiks fyrstu útgáfu af spjallmenninu Fróða, en hann leiðbeinir einstaklingum með bankaþjónustu á einfaldan hátt. Við ætlum jafnframt að nýta okkur þá reynslu sem fékkst af því að vinna heima og höfum því meðal annars sett af stað tilraunaverkefni þar sem hluti starfsfólks vinnur heima einn dag í viku,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á vef bankans. „Við munum halda áfram að styðja við viðskiptavini okkar í gegnum óvissutíma, með bjartsýni að leiðarljósi og kappkostum að veita þeim bestu bankaþjónustuna nú sem aldrei fyrr.“ Eiginfjárstaða Arion sögð sterk Í tilkynningu frá Arion banka, þar sem fjallað er um stöðu bankans eftir annan ársfjórðung, kemur fram að afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans hafi verið 4.958 milljónir og hafi aukist um 75% frá sama fjórðungi síðasta árs. Þá var arðsemi eigin fjár 10,5% á tímabilinu. Þá segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi numið 2.742 milljónum króna og arðsemi eigin fjár 2,9%. Heildareignir bankans námu 1.182 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.182 milljörðum í árslok 2019. Í tilkynningunni segir að lausafé bankans hafi aukist þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu, bankinn gaf út skuldabréf undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og innlán jukust. Þá hækkuðu lán til viðskiptavina lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að afkoman sé góð og að markmiði um 10% arðsemi hafi verið náð. Það sé sérlega ánægjulegt í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu bankans, sem sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila. „Þrátt fyrir gott uppgjör á öðrum ársfjórðungi er mikilvægt að taka fram að enn er umtalsverð óvissa í starfsumhverfi bankans vegna Covid-19. Faraldurinn, þróun hans og áhrif á bæði innlent og alþjóðlegt efnahagslíf mun áfram setja mark sitt á starfsemina. Óvissan snýr fyrst og fremst að þróun eignasafns bankans. Verulega dró úr niðurfærslum útlána á öðrum ársfjórðungi frá þeim fyrsta en við verðum að hafa í huga að skapast getur þörf á frekari niðurfærslum á meðan við göngum í gegnum núverandi efnahagsörðugleika. Fjárhagslegur styrkur Arion banka hvað varðar eigið fé og lausafé er hins vegar það mikill að bankinn er í góðri stöðu til að takast á við þær aðstæður sem eru uppi.“
Íslenskir bankar Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira