Stjarnan fær mann sem að hafnaði Barcelona til að spila fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 19:30 Gunnar Hrafn Pálsson og Adam Thorstensen eru komnir í Stjörnuna þar sem Patrekur Jóhannesson er þjálfari. samsett mynd/@stjarnan handbolti Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við tvo efnilega leikmenn sem leikið hafa saman upp öll yngri landslið Íslands. Þetta eru þeir Gunnar Hrafn Pálsson og Adam Thorstensen, sem báðir eru fæddir árið 2002 og bætast nú í leikmannahóp Patreks Jóhannessonar sem tók við Stjörnunni í sumar. Gunnar Hrafn, sem er miðjumaður og skytta, er sonur Páls Þórólfssonar sem var á sínum tíma samherji Patreks hjá Essen í Þýskalandi. Gunnar Hrafn er uppalinn í Gróttu og lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki 15 ára. Bróðir hans, Aron Dagur, lék með Stjörnunni áður en hann fór til Alingsås í Svíþóð í fyrra. Í fréttatilkynningu Stjörnunnar segir að Adam, sem er markmaður, hafi boðist að fara til reynslu hjá spænska stórliðinu Barcelona árið 2018. Adam hafði þá staðið sig vel með ungmennalandsliði Íslands, en hann kaus að hafna boðinu til að spila fótbolta. Adam er uppalinn ÍR-ingur en er nú kominn til Stjörnunnar í handboltanum og skipti yfir í Víking R. í fótboltanum síðasta vetur, þar sem hann lék með 2. flokki félagsins. Miðað við tilkynningu Stjörnunnar hefur Adam nú ákveðið að einbeita sér að handboltanum. „Við hjá Stjörnunni erum mjög spennt að fá ungan og jafn hæfileikaríkan markmann og Adam. Það verður frábært að fylgja honum næstu árin og þróa hans hæfileika,“ segir Stephen Nielsen markmannsþjálfari Stjörnunnar. Brynjar Darri Baldursson og Sigurður Dan Óskarsson munu ásamt Adam leysa markmannsstöðuna hjá Stjörnunni í vetur. Í vor gekk Stjarnan frá samkomulagi við markahæstu leikmenn KA og HK, þá Dag Gautason og Pétur Árna Hauksson, sem munu spila með liðinu í vetur. Hafþór Már Vignisson, sem var næstmarkahæstur hjá ÍR á síðustu leiktíð, er einnig kominn í Garðabæinn. Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Tengdar fréttir Handboltinn snýr aftur tíunda september - Patrekur byrjar gegn Íslandsmeisturunum sínum Það verða stórleikir á dagskrá þegar Íslandsmótið í handbolta hefst í september en HSÍ hefur birt leikjadagskrá fyrir tímabilið. 23. júní 2020 16:45 Patrekur hefur sett upp þriggja ára áætlun til að koma Stjörnunni í hæstu hæðir Nýráðinn þjálfari Stjörnunnar er með þriggja ára áætlun til að gera Stjörnuna samkeppnishæfa á toppi Olís deildarinnar í handbolta. 17. maí 2020 14:15 Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samið við tvo efnilega leikmenn sem leikið hafa saman upp öll yngri landslið Íslands. Þetta eru þeir Gunnar Hrafn Pálsson og Adam Thorstensen, sem báðir eru fæddir árið 2002 og bætast nú í leikmannahóp Patreks Jóhannessonar sem tók við Stjörnunni í sumar. Gunnar Hrafn, sem er miðjumaður og skytta, er sonur Páls Þórólfssonar sem var á sínum tíma samherji Patreks hjá Essen í Þýskalandi. Gunnar Hrafn er uppalinn í Gróttu og lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki 15 ára. Bróðir hans, Aron Dagur, lék með Stjörnunni áður en hann fór til Alingsås í Svíþóð í fyrra. Í fréttatilkynningu Stjörnunnar segir að Adam, sem er markmaður, hafi boðist að fara til reynslu hjá spænska stórliðinu Barcelona árið 2018. Adam hafði þá staðið sig vel með ungmennalandsliði Íslands, en hann kaus að hafna boðinu til að spila fótbolta. Adam er uppalinn ÍR-ingur en er nú kominn til Stjörnunnar í handboltanum og skipti yfir í Víking R. í fótboltanum síðasta vetur, þar sem hann lék með 2. flokki félagsins. Miðað við tilkynningu Stjörnunnar hefur Adam nú ákveðið að einbeita sér að handboltanum. „Við hjá Stjörnunni erum mjög spennt að fá ungan og jafn hæfileikaríkan markmann og Adam. Það verður frábært að fylgja honum næstu árin og þróa hans hæfileika,“ segir Stephen Nielsen markmannsþjálfari Stjörnunnar. Brynjar Darri Baldursson og Sigurður Dan Óskarsson munu ásamt Adam leysa markmannsstöðuna hjá Stjörnunni í vetur. Í vor gekk Stjarnan frá samkomulagi við markahæstu leikmenn KA og HK, þá Dag Gautason og Pétur Árna Hauksson, sem munu spila með liðinu í vetur. Hafþór Már Vignisson, sem var næstmarkahæstur hjá ÍR á síðustu leiktíð, er einnig kominn í Garðabæinn.
Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Tengdar fréttir Handboltinn snýr aftur tíunda september - Patrekur byrjar gegn Íslandsmeisturunum sínum Það verða stórleikir á dagskrá þegar Íslandsmótið í handbolta hefst í september en HSÍ hefur birt leikjadagskrá fyrir tímabilið. 23. júní 2020 16:45 Patrekur hefur sett upp þriggja ára áætlun til að koma Stjörnunni í hæstu hæðir Nýráðinn þjálfari Stjörnunnar er með þriggja ára áætlun til að gera Stjörnuna samkeppnishæfa á toppi Olís deildarinnar í handbolta. 17. maí 2020 14:15 Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Handboltinn snýr aftur tíunda september - Patrekur byrjar gegn Íslandsmeisturunum sínum Það verða stórleikir á dagskrá þegar Íslandsmótið í handbolta hefst í september en HSÍ hefur birt leikjadagskrá fyrir tímabilið. 23. júní 2020 16:45
Patrekur hefur sett upp þriggja ára áætlun til að koma Stjörnunni í hæstu hæðir Nýráðinn þjálfari Stjörnunnar er með þriggja ára áætlun til að gera Stjörnuna samkeppnishæfa á toppi Olís deildarinnar í handbolta. 17. maí 2020 14:15
Patrekur vill akademíu í samstarfi við körfuna Patrekur Jóhannesson, sem tekur við handboltaliði karla hjá Stjörnunni 1. júní, vill að farin verði sama leið í Garðabæ og á Selfossi með því að koma á fót handboltaakademíu. 15. maí 2020 18:00
Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30