Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 15:56 Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, (t.h.) hefur lengi reitt sig á stuðning stjórnvalda í Kreml. Undanfarið hefur hann sakað ríkisstjórn Rússlands undir stjórn Vladímírs Pútín forseta (t.v.) um að ætla að innlima Hvíta-Rússland og heitið því að koma í veg fyrir þau áform. AP/Mikhail Klimentjev/Spútnik Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, fullyrðir að mennirnir séu starfsmenn rússnesks öryggisfyrirtækis sem hafi verið á leiðinni til ótilgreinds lands. Þeir hafi misst af tengiflugi til Istanbúl. Þeir hafi sért ekkert til saka unnið og hafi ekki haft neitt ólöglegt í fórum sínum. Súdönsk mynt fannst í fórum mannanna sem stjórnvöld í Minsk segja að frá rússnesku málaliðaleigunni Wagner. Hún tengist Jevgení Prigozhin, rússneskum auðkýfingi, sem var ákærður fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Wagner er talið hafa sent hundruð málaliða til Líbíu og Austur-Úkraínu. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands til 26, sem sætir nú töluverðri gagnrýni landa sinna í aðdraganda kosninga er talinn reyna að nýta sér handtöku rússnesku málaliðanna í pólitískum tilgangi. Forsetinn hefur lengi reitt sig á aðstoð Rússlands en undanfarið hefur hann streist á móti því að Rússar seilist til aukinna áhrifa í landinu. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, (f.m.) er eiginkona andófsmanns sem situr í fangelsi. Lögreglan sakar eiginmann hennar um að tengjast rússneskum meintum málaliðum sem voru handteknir í vikunni.AP/Sergei Grits Helstu keppinautum Lúkasjenkó hefur verið bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Annar þeirra var fangelsaður en hinn flúði til Rússlands með börnum sínum. Stjórnarandstaðan hefur því sameinast að baki Svetlönu Tikhanovskayu, eiginkonu fangelsaðs andófsmanns. Lögreglan tilkynnti í gær að hún tengdi meintu málaliðana frá Rússlandi við eiginmann Tikhanovskayu í rannsókn hennar á undirbúningi fyrir meintar „fjöldaóeirðir“, að sögn AP-fréttastofunnar. Tihanovskaya vísar ásökunum á bug og kallar þær „grófan tilbúning“. Ríkisstjórn Lúkasjenkó hefur verið sökuð um víðtæk mannréttindabrot. Þá segja gagnrýnendur forsetans að hann hafi brugðist í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum og efnahagslegum erfiðleikum sem fylgja honum. Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, fullyrðir að mennirnir séu starfsmenn rússnesks öryggisfyrirtækis sem hafi verið á leiðinni til ótilgreinds lands. Þeir hafi misst af tengiflugi til Istanbúl. Þeir hafi sért ekkert til saka unnið og hafi ekki haft neitt ólöglegt í fórum sínum. Súdönsk mynt fannst í fórum mannanna sem stjórnvöld í Minsk segja að frá rússnesku málaliðaleigunni Wagner. Hún tengist Jevgení Prigozhin, rússneskum auðkýfingi, sem var ákærður fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Wagner er talið hafa sent hundruð málaliða til Líbíu og Austur-Úkraínu. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands til 26, sem sætir nú töluverðri gagnrýni landa sinna í aðdraganda kosninga er talinn reyna að nýta sér handtöku rússnesku málaliðanna í pólitískum tilgangi. Forsetinn hefur lengi reitt sig á aðstoð Rússlands en undanfarið hefur hann streist á móti því að Rússar seilist til aukinna áhrifa í landinu. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, (f.m.) er eiginkona andófsmanns sem situr í fangelsi. Lögreglan sakar eiginmann hennar um að tengjast rússneskum meintum málaliðum sem voru handteknir í vikunni.AP/Sergei Grits Helstu keppinautum Lúkasjenkó hefur verið bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Annar þeirra var fangelsaður en hinn flúði til Rússlands með börnum sínum. Stjórnarandstaðan hefur því sameinast að baki Svetlönu Tikhanovskayu, eiginkonu fangelsaðs andófsmanns. Lögreglan tilkynnti í gær að hún tengdi meintu málaliðana frá Rússlandi við eiginmann Tikhanovskayu í rannsókn hennar á undirbúningi fyrir meintar „fjöldaóeirðir“, að sögn AP-fréttastofunnar. Tihanovskaya vísar ásökunum á bug og kallar þær „grófan tilbúning“. Ríkisstjórn Lúkasjenkó hefur verið sökuð um víðtæk mannréttindabrot. Þá segja gagnrýnendur forsetans að hann hafi brugðist í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum og efnahagslegum erfiðleikum sem fylgja honum.
Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06
Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58