Aukinn viðbúnaður hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2020 23:00 Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. Djúp og víðáttumikil lægð stjórnar veðrinu á landinu næstu daga. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt og verður blautt í öllum landshlutum um helgina. Mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum og má búast við auknu afrennsli í ám og lækjum á svæðinu. Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni og eru ferðamenn því beðnir um að sýna aðgát í fjalllendi og nágrenni árfarvega. Álíka rigningu er spáð á suðausturlandi þar sem vegir og slóðar geta orðið varhugaverðir. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris en búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, sem getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Verslunarmannahelgin er framundan og segir yfirlögregluþjónn almannavarna slæmt veður mögulega verða til þess að fólk verði minna á ferðalagi um helgina. Er það lán í óláni að veðurspáin sé slæm um helgina? „Öll viljum við gott veður en auðvitað verður þetta til þess að fólk hreyfir sig minna og það er það sem við höfum verið að tala fyrir en ég held að í þessu ástandi hefðum við öll viljað vera í sólinni,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar hjá ríkislögreglustjóra. Lögreglan er sé viðbúin því að hópamyndun eigi sér stað þrátt fyrir takmarkanir. „Það eru búin að vera mikil samskipti lögreglu við rekstraraðila tjaldsvæða um allt land. Þar eru menn búnir að setja þessar reglur í gang, þær tóku auðvitað gildi áðan og allt komið í gang varðandi það þannig við höfum ekkert stórar áhyggjur en við erum viðbúnir,“ sagði Víðir. Búist er sé við fjölda manns í Vestmannaeyjum um helgina. „Það er aukinn viðbúnaður hjá lögreglunni um allt land og meðal annars í Vestmannaeyjum. Þar eru menn undirbúnir undir það að þar verði fjöldi gesta á svæðinu þó svo að menn eigi ekki von á að samkomubannið verði brotið en það verður auðvitað mikið af fólki út um allt,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20 Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Aukinn viðbúnaður er hjá lögreglu um allt land um verslunarmannahelgina vegna samkomu takmarkana. Erfitt gæti reynst að elta góða veðrið á ferðalagi um helgina og ferðalangar hvattir til að kynna sér veðurspár áður en lagt er af stað. Djúp og víðáttumikil lægð stjórnar veðrinu á landinu næstu daga. Henni fylgir stíf austan- og norðaustanátt og verður blautt í öllum landshlutum um helgina. Mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum og má búast við auknu afrennsli í ám og lækjum á svæðinu. Aukin hætta er á skriðum og grjóthruni og eru ferðamenn því beðnir um að sýna aðgát í fjalllendi og nágrenni árfarvega. Álíka rigningu er spáð á suðausturlandi þar sem vegir og slóðar geta orðið varhugaverðir. Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris en búist er við snörpum vindhviðum við fjöll, sem getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki með aftanívagna. Verslunarmannahelgin er framundan og segir yfirlögregluþjónn almannavarna slæmt veður mögulega verða til þess að fólk verði minna á ferðalagi um helgina. Er það lán í óláni að veðurspáin sé slæm um helgina? „Öll viljum við gott veður en auðvitað verður þetta til þess að fólk hreyfir sig minna og það er það sem við höfum verið að tala fyrir en ég held að í þessu ástandi hefðum við öll viljað vera í sólinni,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar hjá ríkislögreglustjóra. Lögreglan er sé viðbúin því að hópamyndun eigi sér stað þrátt fyrir takmarkanir. „Það eru búin að vera mikil samskipti lögreglu við rekstraraðila tjaldsvæða um allt land. Þar eru menn búnir að setja þessar reglur í gang, þær tóku auðvitað gildi áðan og allt komið í gang varðandi það þannig við höfum ekkert stórar áhyggjur en við erum viðbúnir,“ sagði Víðir. Búist er sé við fjölda manns í Vestmannaeyjum um helgina. „Það er aukinn viðbúnaður hjá lögreglunni um allt land og meðal annars í Vestmannaeyjum. Þar eru menn undirbúnir undir það að þar verði fjöldi gesta á svæðinu þó svo að menn eigi ekki von á að samkomubannið verði brotið en það verður auðvitað mikið af fólki út um allt,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Lögreglan Tengdar fréttir Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20 Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti. 31. júlí 2020 19:20
Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. 31. júlí 2020 12:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent