„Af hverju mega vera 100 manna samkomur en það má ekki æfa fótbolta?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 09:50 Öllum fótboltaleikjum hefur verið frestað til 13. ágúst. Mögulega verður spilað án áhorfenda eftir það. Vísir/Bára Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sjá má alla umræðuna í spilaranum hér neðst í fréttinni. Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi opnaði umræðuna, varðandi ný viðmið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Samkvæmt þeim hefur sóttvarnarlæknir beðið öll lið sem æfa og keppa í íþróttum með snertingum að fresta æfingum til 13. ágúst hið minnsta. „Staðan er alvarlegri en menn fóru fyrst fram og boðuðu. Ég er enginn smitsjúkdómalæknir og veit ekki eitt né neitt um þetta en það voru margir sem vöruðu við því að þetta gæti farið svona þegar menn fóru að slaka á og fóru að leyfa allskyns hluti án eftirlits. Þetta er niðurstaðan hér í dag, það er búið að fresta öllu til 13. ágúst og það má ekki æfa,“ sagði Máni Pétursson. „Hvað finnst þér um það,“ skaut Henry Birgir inn í. „Ef það er nauðsynlegt að gera það þá verðum við að gera það,“ svaraði Máni um hæl áður en Henry Birgir greip orðið. „Af hverju mega vera 100 manna samkomur, það er 100 manna ball í kvöld en það má ekki æfa fótbolta?“ „Það mega vera 100 manna samkomur með tveggja metra millibili. Það er ekki að fara gerast í knattspyrnu,“ sagði Máni enn fremur. Þá tók Hjörvar Hafliðason til máls. „Það eru nokkrar rannsóknir frá Danmörku og Hollandi sem benda til þess að það sé nánast ómögulegt að smitast í boltaleik. Svo er margt skrítið í þessu, af hverju má yngra árið í 3. flokki [7. og 8. bekkur í grunnskóla] æfa en ekki eldra árið [9. og 10. bekkur í grunnskóla]. Af hverju er ekki bara spilað án áhorfenda, er það ekki einföld lausn?“ „Verðum við ekki bara að spila í nóvember,“ spurði Hjörvar einnig en Máni var ekki alveg tilbúinn að taka undir það. Síðan var rætt að skima alla leikmenn deildarinnar, sleppa áhorfendum og mögulega setja leikmenn í einhverskonar kúlu eins og er þekkt í NBA. Klippa: Umræða um Íslandsmótið Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sjá má alla umræðuna í spilaranum hér neðst í fréttinni. Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi opnaði umræðuna, varðandi ný viðmið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Samkvæmt þeim hefur sóttvarnarlæknir beðið öll lið sem æfa og keppa í íþróttum með snertingum að fresta æfingum til 13. ágúst hið minnsta. „Staðan er alvarlegri en menn fóru fyrst fram og boðuðu. Ég er enginn smitsjúkdómalæknir og veit ekki eitt né neitt um þetta en það voru margir sem vöruðu við því að þetta gæti farið svona þegar menn fóru að slaka á og fóru að leyfa allskyns hluti án eftirlits. Þetta er niðurstaðan hér í dag, það er búið að fresta öllu til 13. ágúst og það má ekki æfa,“ sagði Máni Pétursson. „Hvað finnst þér um það,“ skaut Henry Birgir inn í. „Ef það er nauðsynlegt að gera það þá verðum við að gera það,“ svaraði Máni um hæl áður en Henry Birgir greip orðið. „Af hverju mega vera 100 manna samkomur, það er 100 manna ball í kvöld en það má ekki æfa fótbolta?“ „Það mega vera 100 manna samkomur með tveggja metra millibili. Það er ekki að fara gerast í knattspyrnu,“ sagði Máni enn fremur. Þá tók Hjörvar Hafliðason til máls. „Það eru nokkrar rannsóknir frá Danmörku og Hollandi sem benda til þess að það sé nánast ómögulegt að smitast í boltaleik. Svo er margt skrítið í þessu, af hverju má yngra árið í 3. flokki [7. og 8. bekkur í grunnskóla] æfa en ekki eldra árið [9. og 10. bekkur í grunnskóla]. Af hverju er ekki bara spilað án áhorfenda, er það ekki einföld lausn?“ „Verðum við ekki bara að spila í nóvember,“ spurði Hjörvar einnig en Máni var ekki alveg tilbúinn að taka undir það. Síðan var rætt að skima alla leikmenn deildarinnar, sleppa áhorfendum og mögulega setja leikmenn í einhverskonar kúlu eins og er þekkt í NBA. Klippa: Umræða um Íslandsmótið
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira