„Af hverju mega vera 100 manna samkomur en það má ekki æfa fótbolta?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 09:50 Öllum fótboltaleikjum hefur verið frestað til 13. ágúst. Mögulega verður spilað án áhorfenda eftir það. Vísir/Bára Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sjá má alla umræðuna í spilaranum hér neðst í fréttinni. Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi opnaði umræðuna, varðandi ný viðmið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Samkvæmt þeim hefur sóttvarnarlæknir beðið öll lið sem æfa og keppa í íþróttum með snertingum að fresta æfingum til 13. ágúst hið minnsta. „Staðan er alvarlegri en menn fóru fyrst fram og boðuðu. Ég er enginn smitsjúkdómalæknir og veit ekki eitt né neitt um þetta en það voru margir sem vöruðu við því að þetta gæti farið svona þegar menn fóru að slaka á og fóru að leyfa allskyns hluti án eftirlits. Þetta er niðurstaðan hér í dag, það er búið að fresta öllu til 13. ágúst og það má ekki æfa,“ sagði Máni Pétursson. „Hvað finnst þér um það,“ skaut Henry Birgir inn í. „Ef það er nauðsynlegt að gera það þá verðum við að gera það,“ svaraði Máni um hæl áður en Henry Birgir greip orðið. „Af hverju mega vera 100 manna samkomur, það er 100 manna ball í kvöld en það má ekki æfa fótbolta?“ „Það mega vera 100 manna samkomur með tveggja metra millibili. Það er ekki að fara gerast í knattspyrnu,“ sagði Máni enn fremur. Þá tók Hjörvar Hafliðason til máls. „Það eru nokkrar rannsóknir frá Danmörku og Hollandi sem benda til þess að það sé nánast ómögulegt að smitast í boltaleik. Svo er margt skrítið í þessu, af hverju má yngra árið í 3. flokki [7. og 8. bekkur í grunnskóla] æfa en ekki eldra árið [9. og 10. bekkur í grunnskóla]. Af hverju er ekki bara spilað án áhorfenda, er það ekki einföld lausn?“ „Verðum við ekki bara að spila í nóvember,“ spurði Hjörvar einnig en Máni var ekki alveg tilbúinn að taka undir það. Síðan var rætt að skima alla leikmenn deildarinnar, sleppa áhorfendum og mögulega setja leikmenn í einhverskonar kúlu eins og er þekkt í NBA. Klippa: Umræða um Íslandsmótið Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira
Mikil umræða skapaðist í Mjólkurbikarmörkunum í gærkvöld þar sem farið var yfir alla leiki 16-liða úrslita, sem búnir eru. Einnig skapaðist mikil umræða í kringum frestun leikja og æfinga ásamt því hvernig skyldi tækla það sem eftir er af Íslandsmótinu í knattspyrnu. Sjá má alla umræðuna í spilaranum hér neðst í fréttinni. Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi opnaði umræðuna, varðandi ný viðmið Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Samkvæmt þeim hefur sóttvarnarlæknir beðið öll lið sem æfa og keppa í íþróttum með snertingum að fresta æfingum til 13. ágúst hið minnsta. „Staðan er alvarlegri en menn fóru fyrst fram og boðuðu. Ég er enginn smitsjúkdómalæknir og veit ekki eitt né neitt um þetta en það voru margir sem vöruðu við því að þetta gæti farið svona þegar menn fóru að slaka á og fóru að leyfa allskyns hluti án eftirlits. Þetta er niðurstaðan hér í dag, það er búið að fresta öllu til 13. ágúst og það má ekki æfa,“ sagði Máni Pétursson. „Hvað finnst þér um það,“ skaut Henry Birgir inn í. „Ef það er nauðsynlegt að gera það þá verðum við að gera það,“ svaraði Máni um hæl áður en Henry Birgir greip orðið. „Af hverju mega vera 100 manna samkomur, það er 100 manna ball í kvöld en það má ekki æfa fótbolta?“ „Það mega vera 100 manna samkomur með tveggja metra millibili. Það er ekki að fara gerast í knattspyrnu,“ sagði Máni enn fremur. Þá tók Hjörvar Hafliðason til máls. „Það eru nokkrar rannsóknir frá Danmörku og Hollandi sem benda til þess að það sé nánast ómögulegt að smitast í boltaleik. Svo er margt skrítið í þessu, af hverju má yngra árið í 3. flokki [7. og 8. bekkur í grunnskóla] æfa en ekki eldra árið [9. og 10. bekkur í grunnskóla]. Af hverju er ekki bara spilað án áhorfenda, er það ekki einföld lausn?“ „Verðum við ekki bara að spila í nóvember,“ spurði Hjörvar einnig en Máni var ekki alveg tilbúinn að taka undir það. Síðan var rætt að skima alla leikmenn deildarinnar, sleppa áhorfendum og mögulega setja leikmenn í einhverskonar kúlu eins og er þekkt í NBA. Klippa: Umræða um Íslandsmótið
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira