Forsetinn hvatti þjóðina til að forðast að „festast í þröngri rétthugsun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. ágúst 2020 20:30 Það voru færri viðstaddir embættistöku forseta Íslands í dag en venja er. Vísir/Einar Óvenju fámennt var við lágstemmda og hátíðlega athöfn á Alþingi í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands öðru sinni. Forsetinn bað þjóðina að halda áfram að meta víðsýni og frelsi og forðast að festast í þröngri rétthugsun í innsetningarræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson og Elisa Reid komu til athafnarinnar á elsta bíl í eigu embættisins, sem var forsetabíll Sveins Björnssonar í hans tíð í embætti. Athöfnin hófst með einsöng Estherar Taliu Casey á lagi og ljóði Bubba Morthens "Fallegur dagur," að ósk Guðna. Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar lýsti kjöri Guðna Th. Jóhannessonar, sem síðan skrifaði undir drengskaparheit að stjórnarskránni. Hertar sóttvarnarráðstafanir settu óhjákvæmilega svip sinn á athöfnina. Aðeins 29 boðsgestir voru viðstaddir og vel var gætt að því að tveggja metra reglan væri virt. Guðni undirstrikaði í ræðu sinni að það væri á Alþingi sem þungi hins pólitíska valds lægi en forseta væri þó ætlað hlutverk á sviði stjórnmálanna. Forsetinn ítrekaði að samstaða væri um að forseti hverju sinni væri sameiningartákn þjóðarinnar. Bölmóður ætti ekki heima á Bessastöðum en rangur póll væri tekinn í hæðina ef forseti teldi vænlegast stöðu sinnar vegna að segja ekkert sem gæti valdið deilum í samfélaginu. „Blessunarlega erum við ólík um margt. En saman metum við þó mikils víðsýni og mildi, fjölbreytni og frelsi. Höldum því áfram en forðumst um leið að festast í þröngri rétthugsun, verða ofur viðkvæm fyrir öndverðum skoðunum og hneykslast á hinu og þessu í kringum okkur,“ sagði Guðni meðal annars. Engin athöfn fór fram í dómkirkjunni líkt og venja er en þess í stað, bað Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands, forseta og þjóð blessunar við athöfnina í þinghúsinu. Það var svo engin önnur en Diddú sem söng þjóðsönginn við lok athafnarinnar. Þótt forsetahjónin hafi ekki stígið út á svalir þinghússins að athöfn lokinni líkt og venjan er hafði nokkur hópur fólks safnast saman á Austurvelli til að fylgjast með. „Mér er efst í huga þakklæti og auðmýkt. Ég tek nú við embætti forseta í annað sinn og einset mér að gegna þessi embætti eftir bestu getu og er þakklátur þjóð minni fyrir það traust sem mér hefur verið falið,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu að athöfninni lokinni. Viðtal við Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan. Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Óvenju fámennt var við lágstemmda og hátíðlega athöfn á Alþingi í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands öðru sinni. Forsetinn bað þjóðina að halda áfram að meta víðsýni og frelsi og forðast að festast í þröngri rétthugsun í innsetningarræðu sinni. Guðni Th. Jóhannesson og Elisa Reid komu til athafnarinnar á elsta bíl í eigu embættisins, sem var forsetabíll Sveins Björnssonar í hans tíð í embætti. Athöfnin hófst með einsöng Estherar Taliu Casey á lagi og ljóði Bubba Morthens "Fallegur dagur," að ósk Guðna. Þorgeir Örlygsson, forseti Hæstaréttar lýsti kjöri Guðna Th. Jóhannessonar, sem síðan skrifaði undir drengskaparheit að stjórnarskránni. Hertar sóttvarnarráðstafanir settu óhjákvæmilega svip sinn á athöfnina. Aðeins 29 boðsgestir voru viðstaddir og vel var gætt að því að tveggja metra reglan væri virt. Guðni undirstrikaði í ræðu sinni að það væri á Alþingi sem þungi hins pólitíska valds lægi en forseta væri þó ætlað hlutverk á sviði stjórnmálanna. Forsetinn ítrekaði að samstaða væri um að forseti hverju sinni væri sameiningartákn þjóðarinnar. Bölmóður ætti ekki heima á Bessastöðum en rangur póll væri tekinn í hæðina ef forseti teldi vænlegast stöðu sinnar vegna að segja ekkert sem gæti valdið deilum í samfélaginu. „Blessunarlega erum við ólík um margt. En saman metum við þó mikils víðsýni og mildi, fjölbreytni og frelsi. Höldum því áfram en forðumst um leið að festast í þröngri rétthugsun, verða ofur viðkvæm fyrir öndverðum skoðunum og hneykslast á hinu og þessu í kringum okkur,“ sagði Guðni meðal annars. Engin athöfn fór fram í dómkirkjunni líkt og venja er en þess í stað, bað Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands, forseta og þjóð blessunar við athöfnina í þinghúsinu. Það var svo engin önnur en Diddú sem söng þjóðsönginn við lok athafnarinnar. Þótt forsetahjónin hafi ekki stígið út á svalir þinghússins að athöfn lokinni líkt og venjan er hafði nokkur hópur fólks safnast saman á Austurvelli til að fylgjast með. „Mér er efst í huga þakklæti og auðmýkt. Ég tek nú við embætti forseta í annað sinn og einset mér að gegna þessi embætti eftir bestu getu og er þakklátur þjóð minni fyrir það traust sem mér hefur verið falið,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu að athöfninni lokinni. Viðtal við Guðna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Forseti Íslands Alþingi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira