Immobile jafnaði markamet Higuain og tryggði sér Gullskóinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 10:45 Immobile fagnar einu marka sinna á leiktíðinni. EPA-EFE/EMANUELE PENNACCHIO Ciro Immobile – framherji Lazio og ítalska landsliðsins – er markahæsti leikmaður Evrópu á leiktíðinni sem var að ljúka. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem markahæsti leikmaður álfunnar spilar ekki á Spáni. Hinn þrítugi Immobile var frábær í liði Lazio sem lengi vel var í toppbaráttu á Ítalíu. Fór það svo að Juventus vann sinn níunda meistaratitil í röð en Lazio fataðist flugið og endaði í 4. sæti, fimm stigum á eftir Juventus. Lazio tapaði 3-1 fyrir Napoli í lokaumferð deildarinnar sem fram fór í gær. Þar skoraði Immobile sitt 36. mark í deildinni og tryggði sér bæði markakóngstitilinn á Ítalíu sem og hinn eftirsótta Gullskó Evrópu. Einnig jafnaði hann markamet Serie A-deildarinnar en Gonzalo Higuain skoraði einnig 36 mörk tímabilið 2015-2016. The Golden Boot winners across Europe's top five leagues: J. Vardy (@LCFC) - 23 goals L. Messi (@FCBarcelona) - 25 C. Immobile (@OfficialSSLazio) - 36 R. Lewandowski (@FCBayern) - 34 K. Mbappe (@PSG_inside) - 18 pic.twitter.com/ATfXCEH4HJ— WhoScored.com (@WhoScored) August 2, 2020 Gullskórinn fær sá leikmaður sem skorar mest allra í álfunni – það er að segja í sterkustu deildunum. Íslenska deildin hefur til dæmis ekki sama vægi og sú enska eða þýska. Portúgalinn Cristiano Ronaldo var næst markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar í ár með 31 mark en hann hvíldi er Juventus tapaði fyrir Roma í lokaumferð deildarinnar. Titillinn þegar í höfn og hinn 35 ára gamli Ronaldo hefur viljað hvíla sig fyrir komandi átök í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo var þriðji markahæsti leikmaður Evrópu en Robert Lewandowski – framherji Bayern Munich og Póllands – var í öðru sæti. Immobile came out of nowhere pic.twitter.com/BeqHwKrLjv— B/R Football (@brfootball) July 30, 2020 Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem Gullskórinn endar ekki á Spáni. Þá var Cristiano Ronaldo – þáverandi leikmaður Manchester United – markahæsti leikmaður Evrópu. Síðan þá hefur Ronaldo þrisvar unnið Gullskóinn sem leikmaður Real Madrid. Lionel Messi hefur undanfarin þrjú ár verð markahæsti leikmaður álfunnar og árið þar á undan var Luis Suarez, samherji hans hjá Barcelona, markahæstur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Ciro Immobile – framherji Lazio og ítalska landsliðsins – er markahæsti leikmaður Evrópu á leiktíðinni sem var að ljúka. Er það í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem markahæsti leikmaður álfunnar spilar ekki á Spáni. Hinn þrítugi Immobile var frábær í liði Lazio sem lengi vel var í toppbaráttu á Ítalíu. Fór það svo að Juventus vann sinn níunda meistaratitil í röð en Lazio fataðist flugið og endaði í 4. sæti, fimm stigum á eftir Juventus. Lazio tapaði 3-1 fyrir Napoli í lokaumferð deildarinnar sem fram fór í gær. Þar skoraði Immobile sitt 36. mark í deildinni og tryggði sér bæði markakóngstitilinn á Ítalíu sem og hinn eftirsótta Gullskó Evrópu. Einnig jafnaði hann markamet Serie A-deildarinnar en Gonzalo Higuain skoraði einnig 36 mörk tímabilið 2015-2016. The Golden Boot winners across Europe's top five leagues: J. Vardy (@LCFC) - 23 goals L. Messi (@FCBarcelona) - 25 C. Immobile (@OfficialSSLazio) - 36 R. Lewandowski (@FCBayern) - 34 K. Mbappe (@PSG_inside) - 18 pic.twitter.com/ATfXCEH4HJ— WhoScored.com (@WhoScored) August 2, 2020 Gullskórinn fær sá leikmaður sem skorar mest allra í álfunni – það er að segja í sterkustu deildunum. Íslenska deildin hefur til dæmis ekki sama vægi og sú enska eða þýska. Portúgalinn Cristiano Ronaldo var næst markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar í ár með 31 mark en hann hvíldi er Juventus tapaði fyrir Roma í lokaumferð deildarinnar. Titillinn þegar í höfn og hinn 35 ára gamli Ronaldo hefur viljað hvíla sig fyrir komandi átök í Meistaradeild Evrópu. Ronaldo var þriðji markahæsti leikmaður Evrópu en Robert Lewandowski – framherji Bayern Munich og Póllands – var í öðru sæti. Immobile came out of nowhere pic.twitter.com/BeqHwKrLjv— B/R Football (@brfootball) July 30, 2020 Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2008 sem Gullskórinn endar ekki á Spáni. Þá var Cristiano Ronaldo – þáverandi leikmaður Manchester United – markahæsti leikmaður Evrópu. Síðan þá hefur Ronaldo þrisvar unnið Gullskóinn sem leikmaður Real Madrid. Lionel Messi hefur undanfarin þrjú ár verð markahæsti leikmaður álfunnar og árið þar á undan var Luis Suarez, samherji hans hjá Barcelona, markahæstur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira