Hamilton marði sigur á sprungnu dekki | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 15:45 Hamilton hefði vart komist annan hring miðað við ástandið á bílnum er hann kom fyrstur í mark á Silverstone-brautinni í dag. Andrew Boyers/Getty Images Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar sem fór á Silverstone-brautinni í Englandi. Kom Hamilton í mark á sprungnu dekki. Það stefndi í þægilegan sigur hjá Mercedes en Lewis Hamilton og Valtteri Bottas voru með örugga forystu nær alla keppnina. Þegar tveir hringir voru eftir sprakk hins vegar dekk á bílnum hjá Bottas og á lokahring kappakstursins sprakk dekk á bíl Hamilton. A dramatic final minute at Silverstone, as @LewisHamilton and his Mercedes hold on for a famous victory! #BritishGP #F1 pic.twitter.com/CmD8hrz2Fw— Formula 1 (@F1) August 2, 2020 Það hleypti Max Verstappen hjá Red Bull í baráttuna um sigurinn en hann endaði í öðru sæti, aðeins fimm sekúndum á eftir Hamilton. Red Bull blóta eflaust því að hafa tekið þjónustustopp seint í keppninni til að reyna tryggja Vertappen fljótasta hring dagsins. Það gæti hafa kostað þá einn óvæntasta sigur síðari ári. Bottas náði sér aldrei á strik og endaði í 11. sæti sem þýðir að Hamilton er nú með 30 stiga forystu í keppni ökumanna. Charles Leclerc hjá Ferrari var svo þriðji yfir endalínuna í dag. Íþróttir Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar sem fór á Silverstone-brautinni í Englandi. Kom Hamilton í mark á sprungnu dekki. Það stefndi í þægilegan sigur hjá Mercedes en Lewis Hamilton og Valtteri Bottas voru með örugga forystu nær alla keppnina. Þegar tveir hringir voru eftir sprakk hins vegar dekk á bílnum hjá Bottas og á lokahring kappakstursins sprakk dekk á bíl Hamilton. A dramatic final minute at Silverstone, as @LewisHamilton and his Mercedes hold on for a famous victory! #BritishGP #F1 pic.twitter.com/CmD8hrz2Fw— Formula 1 (@F1) August 2, 2020 Það hleypti Max Verstappen hjá Red Bull í baráttuna um sigurinn en hann endaði í öðru sæti, aðeins fimm sekúndum á eftir Hamilton. Red Bull blóta eflaust því að hafa tekið þjónustustopp seint í keppninni til að reyna tryggja Vertappen fljótasta hring dagsins. Það gæti hafa kostað þá einn óvæntasta sigur síðari ári. Bottas náði sér aldrei á strik og endaði í 11. sæti sem þýðir að Hamilton er nú með 30 stiga forystu í keppni ökumanna. Charles Leclerc hjá Ferrari var svo þriðji yfir endalínuna í dag.
Íþróttir Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira