Tala látinna sögð þrefalt hærri en stjórnvöld halda fram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 09:02 Frá höfuðborg Írans, Teheran. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Tala þeirra sem látist hafa af völdum kórónuveirunnar í Íran er þrefalt hærri en opinberar tölur ríkisstjórnarinnar gefa til kynna. Þetta sýna tölur sem breska ríkisútvarpið fékk sendar frá ónanfgreindum heimildarmanni, en tekur þó trúanlegar. Samkvæmt fréttum BBC af málinu virðast innri gögn ríkisstjórnarinnar sýna að hátt í 42 þúsund manns hafi látist af völdum kórónuveirunnar fram að 20. júlí í Íran. Opinberar tölur á vegum heilbrigðisráðuneytisins í landinu segja hins vegar að rúmlega 14 þúsund hafi látist á sama tímabili. Þá segja opinberar tölur að tæplega 279 þúsund manns hafi smitast af veirunni, en óbirt gögn ríkisstjórnarinnar benda til þess að raunverulega talan sé yfir 450 þúsund manns. Eins og áður segir fékk breska ríkisútvarpið tölurnar sendar frá ónafngreindum heimildarmanni. Með tölunum fylgdu upplýsingar um sjúklinga, svo sem nöfn þeirra, aldur, kyn, einkenni og sá tími sem sjúklingar vörðu á spítala. Breska ríkisútvarpið segir ákveðin atriði á listanum stemma við upplýsingar sem það hafði fyrir um ákveðna kórónuveirusjúklinga í Íran, bæði lifandi og látna. Í gögnunum er einnig að finna upplýsingar um fyrsta dauðsfallið af völdum kórónuveirunnar í Íran. Samkvæmt þeim varð það 22. janúar á þessu ári, eða tæpum mánuði áður en yfirvöld skráðu fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í landinu, þann 19. febrúar. Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira
Tala þeirra sem látist hafa af völdum kórónuveirunnar í Íran er þrefalt hærri en opinberar tölur ríkisstjórnarinnar gefa til kynna. Þetta sýna tölur sem breska ríkisútvarpið fékk sendar frá ónanfgreindum heimildarmanni, en tekur þó trúanlegar. Samkvæmt fréttum BBC af málinu virðast innri gögn ríkisstjórnarinnar sýna að hátt í 42 þúsund manns hafi látist af völdum kórónuveirunnar fram að 20. júlí í Íran. Opinberar tölur á vegum heilbrigðisráðuneytisins í landinu segja hins vegar að rúmlega 14 þúsund hafi látist á sama tímabili. Þá segja opinberar tölur að tæplega 279 þúsund manns hafi smitast af veirunni, en óbirt gögn ríkisstjórnarinnar benda til þess að raunverulega talan sé yfir 450 þúsund manns. Eins og áður segir fékk breska ríkisútvarpið tölurnar sendar frá ónafngreindum heimildarmanni. Með tölunum fylgdu upplýsingar um sjúklinga, svo sem nöfn þeirra, aldur, kyn, einkenni og sá tími sem sjúklingar vörðu á spítala. Breska ríkisútvarpið segir ákveðin atriði á listanum stemma við upplýsingar sem það hafði fyrir um ákveðna kórónuveirusjúklinga í Íran, bæði lifandi og látna. Í gögnunum er einnig að finna upplýsingar um fyrsta dauðsfallið af völdum kórónuveirunnar í Íran. Samkvæmt þeim varð það 22. janúar á þessu ári, eða tæpum mánuði áður en yfirvöld skráðu fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í landinu, þann 19. febrúar.
Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira