Hverjir væru markahæstir ef víti væru tekin út fyrir sviga? Ísak Hallmundarson skrifar 3. ágúst 2020 23:00 Jamie Vardy vann gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. getty/Rich Linley Það hefur oft verið rætt meðal sparkspekinga hvort mörk úr vítaspyrnum eigi að fá að telja í baráttunni um gullskóinn. Sú umræða er orðin háværari núna eftir að Ciro Immobile og Cristiano Ronaldo voru markahæstu menn í ítölsku úrvalsdeildinni, en þeir skoruðu úr þónokkrum vítaspyrnum. Ciro Immobile skoraði 14 mörk af vítapunktinum á nýliðnu tímabili af þeim 36 mörkum sem hann skoraði í ítölsku úrvalsdeildinni. Tólf mörk af 31 marki Cristiano Ronaldo í deildinni komu af vítapunktinum. Ef vítaspyrnur væru dregnar frá væri Francesco Caputo, leikmaður Sassuolo, næstmarkahæstur í ítölsku deildinni með 19 mörk ásamt Cristiano Ronaldo. Vefsíðan FootballCritic tekur saman lista yfir þá sem hefðu unnið gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár ef vítaspyrnur myndu ekki telja með. Jamie Vardy sem hreppti gullskóinn í ár með því að skora 23 mörk væri aðeins í 4. sæti ef eingöngu eru talin með mörk sem ekki eru skoruð af vítapunktinum. Danny Ings hefði verið markahæstur í ár með 21 mark, en hann skoraði aðeins eitt af vítapunktinum á nýafstaðinni leiktíð og var samtals með 22 mörk. Pierre-Emerick Aubameyang væri annar með 20 mörk, hann skoraði tvö af vítapunktinum og var því með 22 mörk í heild. Raheem Sterling hefði verið í þriðja sæti með 20 mörk en hann skoraði ekki eitt einasta mark úr víti á leiktíðinni. Jamie Vardy væri síðan í fjórða sæti með 19 mörk, fjögur af þeim 23 sem hann skoraði komu úr vítaspyrnum. Í fyrra hefði Sadio Mane hreppt gullskóinn, þá var hann með 22 mörk eins og Mohammed Salah, en Mane skoraði ekkert þeirra úr víti. Árið 2018 skoraði Salah hinsvegar 32 mörk og aðeins eitt þeirra úr víti og átti hann þann markakóngstitil fyllilega skilið. Ítalski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Það hefur oft verið rætt meðal sparkspekinga hvort mörk úr vítaspyrnum eigi að fá að telja í baráttunni um gullskóinn. Sú umræða er orðin háværari núna eftir að Ciro Immobile og Cristiano Ronaldo voru markahæstu menn í ítölsku úrvalsdeildinni, en þeir skoruðu úr þónokkrum vítaspyrnum. Ciro Immobile skoraði 14 mörk af vítapunktinum á nýliðnu tímabili af þeim 36 mörkum sem hann skoraði í ítölsku úrvalsdeildinni. Tólf mörk af 31 marki Cristiano Ronaldo í deildinni komu af vítapunktinum. Ef vítaspyrnur væru dregnar frá væri Francesco Caputo, leikmaður Sassuolo, næstmarkahæstur í ítölsku deildinni með 19 mörk ásamt Cristiano Ronaldo. Vefsíðan FootballCritic tekur saman lista yfir þá sem hefðu unnið gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár ef vítaspyrnur myndu ekki telja með. Jamie Vardy sem hreppti gullskóinn í ár með því að skora 23 mörk væri aðeins í 4. sæti ef eingöngu eru talin með mörk sem ekki eru skoruð af vítapunktinum. Danny Ings hefði verið markahæstur í ár með 21 mark, en hann skoraði aðeins eitt af vítapunktinum á nýafstaðinni leiktíð og var samtals með 22 mörk. Pierre-Emerick Aubameyang væri annar með 20 mörk, hann skoraði tvö af vítapunktinum og var því með 22 mörk í heild. Raheem Sterling hefði verið í þriðja sæti með 20 mörk en hann skoraði ekki eitt einasta mark úr víti á leiktíðinni. Jamie Vardy væri síðan í fjórða sæti með 19 mörk, fjögur af þeim 23 sem hann skoraði komu úr vítaspyrnum. Í fyrra hefði Sadio Mane hreppt gullskóinn, þá var hann með 22 mörk eins og Mohammed Salah, en Mane skoraði ekkert þeirra úr víti. Árið 2018 skoraði Salah hinsvegar 32 mörk og aðeins eitt þeirra úr víti og átti hann þann markakóngstitil fyllilega skilið.
Ítalski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira