Gengur um með tönnina hans Floyd Mayweather um hálsinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2020 13:00 Tönnin og svo mynd frá bardaga þeirra Floyd Mayweather Jr. og Marcos Maidana frá árinu 2014. Samsett mynd/Instgram&Getty/Ethan Miller Bandaríski hnefaleikamaðurinn Floyd Mayweather Jr. lagði boxhanskana á hilluna árið 2015 án þess að hafa tapað í hringnum og vann meðal annars alla 26 titilbardaga sína. Mayweather er því margfaldur heimsmeistari í sínum þyngdarflokki og bardagatölfræðin hans er 50-0. Floyd Mayweather vann sér líka inn gríðarlega mikinn pening á þessum sigursæla ferli hans og hann hefur líka verið óhræddur við að monta sig af tekjunum. Eitthvað af þessum peningum hefur þó farið í það að endurnýja eina af tönnunum hans ef marka má orð hnefaleikamannsins Marcos Maidana. Marcos Maidana vann nefnilega smá sigur í tapinu á móti Floyd Mayweather í hringnum fyrir sex árum síðan. Maidana sagði stoltur frá „minningargrip“ sínum frá bardaganum. "I did a terrific job. I did enough to win, but what can I say? The judges like a runner." ?? https://t.co/iWAxU7uxbi— SPORTbible (@sportbible) August 1, 2020 Marcos Maidana er 37 ára Argentínumaður sem náði á sínum tíma að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Hann mætti Floyd Mayweather tvisvar sinnum en tapaði í bæði skiptin. Kapparnir börðust í seinna skiptið í MGM Grand Arena í Las Vegas árið 2014. Floyd Mayweather náði að rota Maidana í hvorugt skiptið en vann báða bardagana á stigum. Maidana náði einum góðum króki í þriðju lotunni og það var ekki annað að sjá á endursýningunum en að Mayweather hafi þar misst eina tönn. Það fór ekki framhjá Marcos Maidana sem fann tönnina eftir bardagann og gengur nú með hana um hálsinn. Hann sagði frá þessu á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Það fylgir sögunni að Floyd Mayweather hafi neitað því eftir bardagann að hafa misst tönn við höggið og sagði líka að það hefði komið eftir að bjallan gall. „Nei hann sló ekki út neina tönn hjá mér. Alls ekki. Hann er sterkur strákur með góð högg en það er ekkert til í því að það vanti í mig eina tönn,“ var haft eftir Floyd Mayweather eftir bardagann. Marcos Maidana heldur aftur á móti öðru fram. View this post on Instagram Cuanto me dará el ratón Pérez ?@floydmayweather A post shared by Marcos "chino" Maidana (@chinomaidana.1) on Apr 10, 2020 at 12:14am PDT Box Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira
Bandaríski hnefaleikamaðurinn Floyd Mayweather Jr. lagði boxhanskana á hilluna árið 2015 án þess að hafa tapað í hringnum og vann meðal annars alla 26 titilbardaga sína. Mayweather er því margfaldur heimsmeistari í sínum þyngdarflokki og bardagatölfræðin hans er 50-0. Floyd Mayweather vann sér líka inn gríðarlega mikinn pening á þessum sigursæla ferli hans og hann hefur líka verið óhræddur við að monta sig af tekjunum. Eitthvað af þessum peningum hefur þó farið í það að endurnýja eina af tönnunum hans ef marka má orð hnefaleikamannsins Marcos Maidana. Marcos Maidana vann nefnilega smá sigur í tapinu á móti Floyd Mayweather í hringnum fyrir sex árum síðan. Maidana sagði stoltur frá „minningargrip“ sínum frá bardaganum. "I did a terrific job. I did enough to win, but what can I say? The judges like a runner." ?? https://t.co/iWAxU7uxbi— SPORTbible (@sportbible) August 1, 2020 Marcos Maidana er 37 ára Argentínumaður sem náði á sínum tíma að verða heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Hann mætti Floyd Mayweather tvisvar sinnum en tapaði í bæði skiptin. Kapparnir börðust í seinna skiptið í MGM Grand Arena í Las Vegas árið 2014. Floyd Mayweather náði að rota Maidana í hvorugt skiptið en vann báða bardagana á stigum. Maidana náði einum góðum króki í þriðju lotunni og það var ekki annað að sjá á endursýningunum en að Mayweather hafi þar misst eina tönn. Það fór ekki framhjá Marcos Maidana sem fann tönnina eftir bardagann og gengur nú með hana um hálsinn. Hann sagði frá þessu á Instagram síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Það fylgir sögunni að Floyd Mayweather hafi neitað því eftir bardagann að hafa misst tönn við höggið og sagði líka að það hefði komið eftir að bjallan gall. „Nei hann sló ekki út neina tönn hjá mér. Alls ekki. Hann er sterkur strákur með góð högg en það er ekkert til í því að það vanti í mig eina tönn,“ var haft eftir Floyd Mayweather eftir bardagann. Marcos Maidana heldur aftur á móti öðru fram. View this post on Instagram Cuanto me dará el ratón Pérez ?@floydmayweather A post shared by Marcos "chino" Maidana (@chinomaidana.1) on Apr 10, 2020 at 12:14am PDT
Box Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Fleiri fréttir Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Sjá meira