Krefst afsagnar konungs vegna máls Jóhanns Karls Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2020 20:00 Leiðtogi Katalóníu krafðist þess í dag að konungur Spánar afsalaði sér krúnunni eftir að Jóhann Karl faðir hans og fyrrverandi konungur flúði land í gær grunaður um spillingu. Jóhann Karl var konungur Spánar frá 1975 til 2014, þegar hann steig til hliðar. Hann var á sínum tíma álitinn lýðræðishetja en hann tók við völdum af einræðisherranum Francisco Franco. Í upphafi valdatíðar sinnar kom konungurinn á lýðræðisumbótum í landinu. Þá spilaði hann einnig stórt hlutverk í að kveða niður valdarán francoista úr röðum hersins í febrúar 1981. Þegar hann steig til hliðar sem konungur missti hann friðhelgi sína. Hæstiréttur Spánar hóf rannsókn á meintri spillingu konungsins fyrrverandi fyrr á árinu og telur að konungurinn hafi þegið milljónir efra frá Abdúlla, fyrrverandi konungi Sádi-Arabíu. Jóhann Karl á svo að hafa lagt háar upphæðir inn á félaga sinn, að því er virðist til að fela peningana frá stjórnvöldum. Í gær sendi Jóhann Karl syni sínum, Filippusi sjötta konungi, bréf þar sem hann sagðist ætla að yfirgefa Spán. Spænskir miðlar sögðu í dag að Jóhann Karl væri kominn til Dóminíska lýðveldisins. Quim Torra, aðskilnaðarsinni og leiðtogi héraðsstjórnarinnar í Katalóníu, var harðorður um málið í dag. „Ég krefst þess að Filippus sjötti segi af sér svo spænskt samfélag geti grafið sig upp úr þessum pytti. Þess vegna hef ég beðið forseta katalónska þingsins um að boða til aukafundar um þessa krísu sem spænska krúnan hefur valdið.“ Spánn Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Leiðtogi Katalóníu krafðist þess í dag að konungur Spánar afsalaði sér krúnunni eftir að Jóhann Karl faðir hans og fyrrverandi konungur flúði land í gær grunaður um spillingu. Jóhann Karl var konungur Spánar frá 1975 til 2014, þegar hann steig til hliðar. Hann var á sínum tíma álitinn lýðræðishetja en hann tók við völdum af einræðisherranum Francisco Franco. Í upphafi valdatíðar sinnar kom konungurinn á lýðræðisumbótum í landinu. Þá spilaði hann einnig stórt hlutverk í að kveða niður valdarán francoista úr röðum hersins í febrúar 1981. Þegar hann steig til hliðar sem konungur missti hann friðhelgi sína. Hæstiréttur Spánar hóf rannsókn á meintri spillingu konungsins fyrrverandi fyrr á árinu og telur að konungurinn hafi þegið milljónir efra frá Abdúlla, fyrrverandi konungi Sádi-Arabíu. Jóhann Karl á svo að hafa lagt háar upphæðir inn á félaga sinn, að því er virðist til að fela peningana frá stjórnvöldum. Í gær sendi Jóhann Karl syni sínum, Filippusi sjötta konungi, bréf þar sem hann sagðist ætla að yfirgefa Spán. Spænskir miðlar sögðu í dag að Jóhann Karl væri kominn til Dóminíska lýðveldisins. Quim Torra, aðskilnaðarsinni og leiðtogi héraðsstjórnarinnar í Katalóníu, var harðorður um málið í dag. „Ég krefst þess að Filippus sjötti segi af sér svo spænskt samfélag geti grafið sig upp úr þessum pytti. Þess vegna hef ég beðið forseta katalónska þingsins um að boða til aukafundar um þessa krísu sem spænska krúnan hefur valdið.“
Spánn Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira