Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 19:17 Kathie Klages baðst ekki beinlínis afsökunar á að hafa hylmt yfir brot Nassar en bað konur sem báru vitni um að hafa greint Klages frá ofbeldinu fyrir meira en tuttugu árum afsökunar ef þau samtöl hefðu raunverulega átt sér stað. Vísir/Getty Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. Tvær konur báru vitni fyrir dómi árið 2018 að þær hefðu sagt Kathie Klages, yfirfimleikaþjálfara Ríkisháskólans í Michigan, frá því að Nassar hefði misnotað þær kynferðislega árið 1997. Þær voru þá táningar. Önnur þeirra sagði að Klages hefði varað þær við alvarlegum afleiðingum ef þær kvörtuðu undan lækninum. Þegar rannsakendur í máli Nassar tóku skýrslu af Klages hafnaði hún því að hafa vitað af misnotkun Nassar á fimleikastúlkum og konum fyrir árið 2016 þegar fórnarlamb hans byrjuðu að greina frá ofbeldinu opinberlega. Hélt hún því fram fyrir dómi að hún myndi ekki eftir að hafa verið sagt frá misnotkuninni og að hún gengi til sálfræðings til að reyna að rifja samtölin upp. Klages var sakfelld fyrir meinsæri í febrúar og hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi. Hún verður þar að auki á skilorði í átján mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Nassar var dæmdur til 40 til 175 ára fangelsisvistar árið 2018 fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur og konur undir því yfirskyni að ofbeldið væri læknismeðferð. Yfirmaður Nassar hjá háskólanum, William Strampel, var dæmdur í fangelsi fyrir vanrækslu í starfi vegna þess að hann fylgdi ekki reglum háskólans þegar skjólstæðingur Nassar kvartaði undan kynferðislegri snertingu árið 2014. Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Biles vill að fimleikasamband Bandaríkjanna geri hið rétta í stöðunni Simone Biles, ein merkasta fimleikastjarna allra tíma, sendi bandaríska fimleikasambandinu kaldar kveðjur. Hún vill að sambandið rannsaki kynferðisbrot Larry Nassars, fyrrum læknis hjá sambandinu. 15. mars 2020 22:00 Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 31. janúar 2020 14:30 Háskóli fær metsekt vegna kynferðisbrota fimleikalæknisins Ríkisháskólinn í Michigan er talinn hafa brugðist nemendum sínum þegar hann aðhafðist ekkert þrátt fyrir áralangar kvartanir undan Larry Nassar og deildarforseta skólans. 5. september 2019 23:45 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. Tvær konur báru vitni fyrir dómi árið 2018 að þær hefðu sagt Kathie Klages, yfirfimleikaþjálfara Ríkisháskólans í Michigan, frá því að Nassar hefði misnotað þær kynferðislega árið 1997. Þær voru þá táningar. Önnur þeirra sagði að Klages hefði varað þær við alvarlegum afleiðingum ef þær kvörtuðu undan lækninum. Þegar rannsakendur í máli Nassar tóku skýrslu af Klages hafnaði hún því að hafa vitað af misnotkun Nassar á fimleikastúlkum og konum fyrir árið 2016 þegar fórnarlamb hans byrjuðu að greina frá ofbeldinu opinberlega. Hélt hún því fram fyrir dómi að hún myndi ekki eftir að hafa verið sagt frá misnotkuninni og að hún gengi til sálfræðings til að reyna að rifja samtölin upp. Klages var sakfelld fyrir meinsæri í febrúar og hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi. Hún verður þar að auki á skilorði í átján mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Nassar var dæmdur til 40 til 175 ára fangelsisvistar árið 2018 fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur og konur undir því yfirskyni að ofbeldið væri læknismeðferð. Yfirmaður Nassar hjá háskólanum, William Strampel, var dæmdur í fangelsi fyrir vanrækslu í starfi vegna þess að hann fylgdi ekki reglum háskólans þegar skjólstæðingur Nassar kvartaði undan kynferðislegri snertingu árið 2014.
Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Biles vill að fimleikasamband Bandaríkjanna geri hið rétta í stöðunni Simone Biles, ein merkasta fimleikastjarna allra tíma, sendi bandaríska fimleikasambandinu kaldar kveðjur. Hún vill að sambandið rannsaki kynferðisbrot Larry Nassars, fyrrum læknis hjá sambandinu. 15. mars 2020 22:00 Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 31. janúar 2020 14:30 Háskóli fær metsekt vegna kynferðisbrota fimleikalæknisins Ríkisháskólinn í Michigan er talinn hafa brugðist nemendum sínum þegar hann aðhafðist ekkert þrátt fyrir áralangar kvartanir undan Larry Nassar og deildarforseta skólans. 5. september 2019 23:45 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Biles vill að fimleikasamband Bandaríkjanna geri hið rétta í stöðunni Simone Biles, ein merkasta fimleikastjarna allra tíma, sendi bandaríska fimleikasambandinu kaldar kveðjur. Hún vill að sambandið rannsaki kynferðisbrot Larry Nassars, fyrrum læknis hjá sambandinu. 15. mars 2020 22:00
Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 31. janúar 2020 14:30
Háskóli fær metsekt vegna kynferðisbrota fimleikalæknisins Ríkisháskólinn í Michigan er talinn hafa brugðist nemendum sínum þegar hann aðhafðist ekkert þrátt fyrir áralangar kvartanir undan Larry Nassar og deildarforseta skólans. 5. september 2019 23:45