Körfubolti

Skelfi­leg hittni Lakers í tapi og Boston ekki skorað fleiri stig í 28 ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron og félagar í baráttunni í Disney World en úrslitakeppnin hefst þar 14. ágúst.
LeBron og félagar í baráttunni í Disney World en úrslitakeppnin hefst þar 14. ágúst. vísir/getty

Los Angeles Lakers, topplið vesturdeildarinnar, leiddi ekki í eina sekúndu í nótt er liðið tapaði 105-86 fyrir Oklahoma í Disney World.

LeBron James skoraði nítján stig og tók ellefu fráköst en Los Angeles hafði aldrei forystu í leiknum í nótt.

Það sem meira er, þá var skotnýting þeirra skelfileg fyrir utan þriggja stiga línuna. Þeir hittu einungis fimm þristum af þeim 37 sem þeir tóku.

Michael Porter Jr. var aftur funheitur í liði Denver en hann skoraði 30 stig annað leikinn í röð er liðið vann sex stiga sigur á San Antonio, 132-126.

Joel Embiid skoraði 30 stig og tók ellefu fráköst þegar Philadelphia vann níu stiga sigur á Washington, 107-98, og Boston hefur ekki skorað meira í 28 ár er þeir gerðu 149 stig gegn 115 stigum Brooklyn.

Öll úrslit næturinnar:

Memphis - Utah 115-124

Denver - San Antonio 132-126

Philadelphia - Washinghton 107-98

Oklahoma City - LA Lakers 105-86

Toronto - Orlando 109-99

Brooklyn - Boston 115-149

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×