Ólafía Þórunn getur orðið Íslandsmeistari á vellinum þar sem hún byrjaði í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 12:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur keppt á Íslandi í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Myndir/seth/golf.is Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag keppni á sínu fyrsta Íslandsmóti í golfi í fjögur ár eða síðan að hún tryggði sig inn á bandarísku atvinnumótaröðina í golfi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik klukkan 15.50 og er í mjög öflugum ráshópi með Íslandsmeistara tveggja síðustu ára, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og svo Ragnhildi Kristinsdóttur sem hefur verið lengi í hópi bestu kvenkylfinga hér á landi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti síðast á Íslandsmótinu árið 2016 þegar það fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Hún varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn á ferlinum og sett mótsmet með því að spila hringina fjóra á ellefu höggum undir pari. Íslandsmótið í golfi fer að þessu sinni fram á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ og þó að Ólafía Þórunn sé í Golfklúbbi Reykjavíkur þá á hún sterkt tengsl við þennan völl. „Hér í Mosfellsbæ fékk ég góð hvatningu á sínum tíma til að halda áfram í golfi. Ég hlakka því til að spila á Íslandsmótinu á þessum velli þar sem að golfferill minn byrjaði á sínum tíma,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, í samtali við heimasíðu Golfsambands Íslands. Íslandsmót 2020: Hlakka til að keppa á vellinum þar sem að ferilinn byrjaði - Golfsamband Íslands https://t.co/FvcOUu7Tw8— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 5, 2020 Ólafía Þórunn er eini íslenski kylfingurinn sem hefur náð alla leið inn á bandarísku LPGA mótaröðina og hún er til alls likleg á sínum gamla heimavelli á Íslandsmótinu í golfi 2020. „Ég byrjaði í golfi hér hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Hér fékk ég góða hvatningu þegar ég var ekkert sérstaklega ánægð með árangurinn hjá mér. Keppnisskapið var til staðar á þeim tíma og það var ekkert gaman að vera ekki góð og ná árangri. Þriðjudagsmótaröð barna – og unglinga hafði góð áhrif á mig. Hér fékk ég mín fyrstu verðlaun í golfi og þau sem héldu utan um barna – og unglingastarfið gerðu allavega það rétta í stöðunnni hvað mig varðar. Ég hélt áfram eftir að hafa fengið verðlaun á þessum mótum,“ segir Ólafía Þórunn en hún hefur þrívegis sigrað á Íslandsmótinu í golfi, 2011, 2014 og 2016. Ólafía Þórunn segir að lokum að það verði skemmtilegt verkefni að glíma við Hlíðavöll án þess að vera með aðstoðarmann líkt og hefur tíðkast í keppnisgolfinu. „Vegna Covid-19 eru engir aðstoðarmenn leyfðir. Ég kvíði því ekki, þar sem ég hef alltaf tekið mínar ákvarðanir sjálf úti á velli, og ég er í það góðu líkamlegu ástandi að það verður ekkert mál að ýta kerrunni á undan sér. Vonandi verður veðrið bara skaplegt þannig að við getum notið þess að leika golf við þessar aðstæður,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Það má lesa allt viðtalið hér. Golf Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í dag keppni á sínu fyrsta Íslandsmóti í golfi í fjögur ár eða síðan að hún tryggði sig inn á bandarísku atvinnumótaröðina í golfi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik klukkan 15.50 og er í mjög öflugum ráshópi með Íslandsmeistara tveggja síðustu ára, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og svo Ragnhildi Kristinsdóttur sem hefur verið lengi í hópi bestu kvenkylfinga hér á landi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti síðast á Íslandsmótinu árið 2016 þegar það fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Hún varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn á ferlinum og sett mótsmet með því að spila hringina fjóra á ellefu höggum undir pari. Íslandsmótið í golfi fer að þessu sinni fram á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ og þó að Ólafía Þórunn sé í Golfklúbbi Reykjavíkur þá á hún sterkt tengsl við þennan völl. „Hér í Mosfellsbæ fékk ég góð hvatningu á sínum tíma til að halda áfram í golfi. Ég hlakka því til að spila á Íslandsmótinu á þessum velli þar sem að golfferill minn byrjaði á sínum tíma,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, í samtali við heimasíðu Golfsambands Íslands. Íslandsmót 2020: Hlakka til að keppa á vellinum þar sem að ferilinn byrjaði - Golfsamband Íslands https://t.co/FvcOUu7Tw8— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 5, 2020 Ólafía Þórunn er eini íslenski kylfingurinn sem hefur náð alla leið inn á bandarísku LPGA mótaröðina og hún er til alls likleg á sínum gamla heimavelli á Íslandsmótinu í golfi 2020. „Ég byrjaði í golfi hér hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Hér fékk ég góða hvatningu þegar ég var ekkert sérstaklega ánægð með árangurinn hjá mér. Keppnisskapið var til staðar á þeim tíma og það var ekkert gaman að vera ekki góð og ná árangri. Þriðjudagsmótaröð barna – og unglinga hafði góð áhrif á mig. Hér fékk ég mín fyrstu verðlaun í golfi og þau sem héldu utan um barna – og unglingastarfið gerðu allavega það rétta í stöðunnni hvað mig varðar. Ég hélt áfram eftir að hafa fengið verðlaun á þessum mótum,“ segir Ólafía Þórunn en hún hefur þrívegis sigrað á Íslandsmótinu í golfi, 2011, 2014 og 2016. Ólafía Þórunn segir að lokum að það verði skemmtilegt verkefni að glíma við Hlíðavöll án þess að vera með aðstoðarmann líkt og hefur tíðkast í keppnisgolfinu. „Vegna Covid-19 eru engir aðstoðarmenn leyfðir. Ég kvíði því ekki, þar sem ég hef alltaf tekið mínar ákvarðanir sjálf úti á velli, og ég er í það góðu líkamlegu ástandi að það verður ekkert mál að ýta kerrunni á undan sér. Vonandi verður veðrið bara skaplegt þannig að við getum notið þess að leika golf við þessar aðstæður,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Það má lesa allt viðtalið hér.
Golf Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira