Átján ára strákur deilir efsta sætinu á Íslandsmótinu í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2020 13:39 Tómas Eiríksson Hjaltested spilaði vel á fyrsta degi Íslandsmótsins og náði meðal annars fugli á þremur holum í röð. Mynd/GSÍ/Seth Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson eru efstir af þeim sem hafa lokið fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi nú klukkan hálf tvö. Tómas Eiríksson Hjaltested kemur úr Golfklúbbi Reykjavíkur og er nýorðinn átján ára gamall. Hann lék holurnar átján í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Tómas Eiríksson Hjaltested fékk þrjá af fjórum fuglum sínum á seinni níu en hann fékk þá fugl á 12., 13. og 14. holu. Besta skor það sem af er 1. keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi 2020 í karlaflokki. -3, Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, Aron Snær Júlíusson, GKG https://t.co/D9IP2YEXdm pic.twitter.com/mIVQ3lXYov— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 6, 2020 Hin 24 ára gamli Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar lék líka á þremur höggum undir pari og deilir með honum efsta sætinu. Aron Snær Júlíusson fékk meðal annars örn á tólftu holu en hann var með fjóra fugla og einn örn á hringnum. Aron Snær fékk aftur á móti tvöfaldan skolla á fimmtu og svo annan skolla á þeirri tíundu. Viktor Ingi Einarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur var kominn á fjögur högg undir par en tapaði tveimur höggum á lokaholunum. Rúnar Arnórsson kláraði líka á tveimur höggum undir pari eftir að hafa líka tapað tveimur höggum í blálokin á hringnum. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili kláraði á 71 höggi og er því tveimur höggum á eftir efstu mönnum. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tómas Eiríksson Hjaltested og Aron Snær Júlíusson eru efstir af þeim sem hafa lokið fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi nú klukkan hálf tvö. Tómas Eiríksson Hjaltested kemur úr Golfklúbbi Reykjavíkur og er nýorðinn átján ára gamall. Hann lék holurnar átján í dag á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Tómas Eiríksson Hjaltested fékk þrjá af fjórum fuglum sínum á seinni níu en hann fékk þá fugl á 12., 13. og 14. holu. Besta skor það sem af er 1. keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi 2020 í karlaflokki. -3, Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, Aron Snær Júlíusson, GKG https://t.co/D9IP2YEXdm pic.twitter.com/mIVQ3lXYov— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 6, 2020 Hin 24 ára gamli Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar lék líka á þremur höggum undir pari og deilir með honum efsta sætinu. Aron Snær Júlíusson fékk meðal annars örn á tólftu holu en hann var með fjóra fugla og einn örn á hringnum. Aron Snær fékk aftur á móti tvöfaldan skolla á fimmtu og svo annan skolla á þeirri tíundu. Viktor Ingi Einarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur var kominn á fjögur högg undir par en tapaði tveimur höggum á lokaholunum. Rúnar Arnórsson kláraði líka á tveimur höggum undir pari eftir að hafa líka tapað tveimur höggum í blálokin á hringnum. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili kláraði á 71 höggi og er því tveimur höggum á eftir efstu mönnum.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira