Kylfa kraftakarlsins gaf sig á PGA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2020 11:30 Bryson DeChambeau með brotnu kylfuna. getty/Sean M. Haffey Bryson DeChambeau varð fyrir því óláni að brjóta kylfu á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi í gær. Eftir upphafshögg á sjöundu holu á TPC Harding vellinum í San Francisco studdi DeChambeau sig við kylfuna þegar hann beygði sig til að taka upp tí. DeChambeau hefur bætt á 20 kg á síðustu níu mánuðum og er nánast vaxinn eins og vaxtarræktarkappi. Það hefur skilað sér í lengri upphafshöggum. Kílóin sem DeChambeau hefur bætt á sig virtust hins vegar of mikið fyrir dræverinn hans sem gaf sig og hausinn datt af eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Braut kylfu á PGA-meistaramótinu Þar sem þetta var óhapp og DeChambeau braut kylfuna ekki í bræðiskasti fékk hann nýtt skaft sem hann setti hausinn á. Hann þurfti þó ekki á drævernum að halda fyrr en á níundu holu. Þar fékk hann einn af fimm fuglum sínum á fyrsta hringnum. Eftir fyrsta keppnisdaginn sagði DeChambeau að hann hefði notað dræverinn í rúmt ár áður en hann brotnaði. Hann sagðist þó alltaf vera varaskaft og hefði æft með það fyrr í vikunni. DeChambeau lék á 68 höggum í gær, eða á tveimur höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jason Day og Brendon Todd. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bryson DeChambeau varð fyrir því óláni að brjóta kylfu á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi í gær. Eftir upphafshögg á sjöundu holu á TPC Harding vellinum í San Francisco studdi DeChambeau sig við kylfuna þegar hann beygði sig til að taka upp tí. DeChambeau hefur bætt á 20 kg á síðustu níu mánuðum og er nánast vaxinn eins og vaxtarræktarkappi. Það hefur skilað sér í lengri upphafshöggum. Kílóin sem DeChambeau hefur bætt á sig virtust hins vegar of mikið fyrir dræverinn hans sem gaf sig og hausinn datt af eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Braut kylfu á PGA-meistaramótinu Þar sem þetta var óhapp og DeChambeau braut kylfuna ekki í bræðiskasti fékk hann nýtt skaft sem hann setti hausinn á. Hann þurfti þó ekki á drævernum að halda fyrr en á níundu holu. Þar fékk hann einn af fimm fuglum sínum á fyrsta hringnum. Eftir fyrsta keppnisdaginn sagði DeChambeau að hann hefði notað dræverinn í rúmt ár áður en hann brotnaði. Hann sagðist þó alltaf vera varaskaft og hefði æft með það fyrr í vikunni. DeChambeau lék á 68 höggum í gær, eða á tveimur höggum undir pari. Hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum, Jason Day og Brendon Todd. Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira