Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 10:37 Yfirvöld í Taívan hafa að undanförnu varið miklu púðri í endurbætur á herafla eyríkisins. EPA/RITCHIE B. TONGO Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. Um er að ræða sérstaka eftirlitsdróna sem geta flogið allt að 11 þúsund kílómetra. Þetta kemur fram í frétt Reuters en ekki liggur fyrir hvort að drónarnir eigi að bera vopn og þing Bandaríkjanna þarf að samþykkja söluna. Slíkir drónar, sem kallast SeaGuardian, myndu gera hernaðaryfirvöldum í Taívan kleift að fylgjast mun betur með aðgerðum herafla Kína á svæðinu. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ákveðið að reyna að selja fleiri dróna og í gær lögðu þingmenn bæði Repúblikana- og Demókrataflokksins fram frumvarp um að eingöngu væri hægt að selja vopn til bandamanna Bandaríkjanna. Það yrðu ríki Atlantshafsbandalagsins, Ástralía, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Japan og Ísrael. Salan, ef af henni verður, mun án efa reita yfirvöld í Kína til reiði. Kínverjar gera tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, ítrekaði mótmæli ríkisins við vopnasölu Bandaríkjanna til Taívan. Hann sagði að Bandaríkin ættu að stöðva söluna svo hún skaðaði ekki samband ríkjanna. Í fyrra samþykktu Bandaríkin að selja 108 M1A2 Abrams skriðdreka til Taívan og and-skriðdreka og and-flugvélavopn. Einnig var samþykkt að 66 orrustuþotur til eyríkisins. Taívan Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54 Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00 Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. Um er að ræða sérstaka eftirlitsdróna sem geta flogið allt að 11 þúsund kílómetra. Þetta kemur fram í frétt Reuters en ekki liggur fyrir hvort að drónarnir eigi að bera vopn og þing Bandaríkjanna þarf að samþykkja söluna. Slíkir drónar, sem kallast SeaGuardian, myndu gera hernaðaryfirvöldum í Taívan kleift að fylgjast mun betur með aðgerðum herafla Kína á svæðinu. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ákveðið að reyna að selja fleiri dróna og í gær lögðu þingmenn bæði Repúblikana- og Demókrataflokksins fram frumvarp um að eingöngu væri hægt að selja vopn til bandamanna Bandaríkjanna. Það yrðu ríki Atlantshafsbandalagsins, Ástralía, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Japan og Ísrael. Salan, ef af henni verður, mun án efa reita yfirvöld í Kína til reiði. Kínverjar gera tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, ítrekaði mótmæli ríkisins við vopnasölu Bandaríkjanna til Taívan. Hann sagði að Bandaríkin ættu að stöðva söluna svo hún skaðaði ekki samband ríkjanna. Í fyrra samþykktu Bandaríkin að selja 108 M1A2 Abrams skriðdreka til Taívan og and-skriðdreka og and-flugvélavopn. Einnig var samþykkt að 66 orrustuþotur til eyríkisins.
Taívan Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54 Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00 Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54
Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00
Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41