Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 19:38 Meint verðlaunafé sem Rússar eiga að hafa heitið talibönum fyrir að drepa bandaríska hermenn kom til tals í símtali Mike Pompeo (t.h.) og Sergei Lavrov (t.v.) í júlí. Vísir/EPA Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. Það gerði Pompeo þrátt fyrir að Donald Trump forseti haldi því fram að enginn fótur sé fyrir fréttum af verðlaunafénu. Bandaríska leyniþjónustan telur vísbendingar um að rússneska leyniþjónustan hafi heitið, og í sumum tilfellum greitt, vígamönnum talibana verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska og aðra vestræna hermenn í Afganistan. Þegar New York Times greindi frá því í júní kom fram að upplýsingar um mat leyniþjónustunnar hefði komið fram í daglegum leyniþjónustuskýrslum til Trump forseta. Hann hefur þvertekið fyrir það. Ítrekað hefur Trump gert lítið úr fréttunum af verðlaunafénu og fullyrt að þær væru „gabb“. Í viðtali við fréttamanna Axios sem var birt í vikunni sagðist Trump aldrei hafa rætt verðlaunaféð í samskiptum sínum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir að greint var frá tilvist þeirra í sumar. Hélt forsetinn því fram að „margir“, sem hann tilgreindi ekki frekar, segðu að fréttir af verðlaunafénu væru „fals“. Nú segir New York Times að Pompeo utanríkisráðherra hafi tekið verðlaunaféð upp í símtali við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir ræddu um mögulegan fund fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí. Pompeo hafi ekki talað beint um leynilegt verðlaunafé heldur gert Lavrov ljóst að Bandaríkjastjórn væri algerlega mótfallin greiðslum af því tagi. Fram að þessu hefur Pompeo forðast að svara beint spurningum um vitneskju leyniþjónustunnar um verðlaunaféð. New York Times segir að hann og ráðuneyti hans hafi gætt þess að opinbera ekki möguleg viðbrögð við aðgerðum Rússa, mögulega vegna þess að upplýsingarnar séu leynilegar en einnig hugsanlega til þess að forðast reiði Trump forseta. Rússland Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. júlí 2020 12:10 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. 10. júlí 2020 08:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. Það gerði Pompeo þrátt fyrir að Donald Trump forseti haldi því fram að enginn fótur sé fyrir fréttum af verðlaunafénu. Bandaríska leyniþjónustan telur vísbendingar um að rússneska leyniþjónustan hafi heitið, og í sumum tilfellum greitt, vígamönnum talibana verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska og aðra vestræna hermenn í Afganistan. Þegar New York Times greindi frá því í júní kom fram að upplýsingar um mat leyniþjónustunnar hefði komið fram í daglegum leyniþjónustuskýrslum til Trump forseta. Hann hefur þvertekið fyrir það. Ítrekað hefur Trump gert lítið úr fréttunum af verðlaunafénu og fullyrt að þær væru „gabb“. Í viðtali við fréttamanna Axios sem var birt í vikunni sagðist Trump aldrei hafa rætt verðlaunaféð í samskiptum sínum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir að greint var frá tilvist þeirra í sumar. Hélt forsetinn því fram að „margir“, sem hann tilgreindi ekki frekar, segðu að fréttir af verðlaunafénu væru „fals“. Nú segir New York Times að Pompeo utanríkisráðherra hafi tekið verðlaunaféð upp í símtali við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir ræddu um mögulegan fund fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí. Pompeo hafi ekki talað beint um leynilegt verðlaunafé heldur gert Lavrov ljóst að Bandaríkjastjórn væri algerlega mótfallin greiðslum af því tagi. Fram að þessu hefur Pompeo forðast að svara beint spurningum um vitneskju leyniþjónustunnar um verðlaunaféð. New York Times segir að hann og ráðuneyti hans hafi gætt þess að opinbera ekki möguleg viðbrögð við aðgerðum Rússa, mögulega vegna þess að upplýsingarnar séu leynilegar en einnig hugsanlega til þess að forðast reiði Trump forseta.
Rússland Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. júlí 2020 12:10 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. 10. júlí 2020 08:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18
Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. júlí 2020 12:10
Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26
Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. 10. júlí 2020 08:11
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04
Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47