Magnaðar endurkomur á síðustu leiktíð í Meistaradeildinni | Tekst Chelsea hið ótrúlega í kvöld? Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 10:45 Rashford fagnar eftir ævintýrið í París í fyrra. getty/Ian MacNicol Bayern Munchen og Chelsea mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld á heimavelli Bayern í Þýskalandi. Bayern er með 3-0 forystu eftir fyrri leikinn og eru flestir ef ekki allir búnir að bóka þá áfram í 8-liða úrslit. Það getur þó allt gerst í fótbolta og í tilefni dagsins er ekki úr vegi að rifja upp magnaðar endurkomur úr Meistaradeildinni frá því á síðustu leiktíð. Tottenham 3-3 Ajax Undanúrslitin í fyrra. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham í Lundúnum og versnaði staðan frekar fyrir Tottenham þegar Ajax var komið í 2-0 forystu í seinni leiknum og samanlagt 3-0. Þetta þýddi að Spurs þyrfti að skora þrjú mörk til að eiga einhvern möguleika á að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Lucas Moura var ekki á því að detta út úr keppninni á móti hollenska liðinu. Hann skoraði tvö mörk með fjögurrra mínútna millibili snemma í síðari hálfleik, á 55. og 59. mínútu. Staðan 2-2 sem þýddi að Tottenham þyrfti eitt mark í viðbót ef liðið héldi hreinu út leikinn. Allt leit út fyrir að Ajax væri að fara í úrslitaleikinn þegar venjulegur leiktími var liðinn, en á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði Lucas sigurmark Tottenham og fullkomnaði þrennu sína. Ótrúleg endurkoma og sennilega eftirminnilegasti leikur Lucas Moura á ferli hans. Liverpool 4-3 Barcelona Eftir að hafa steinlegið 3-0 á Camp Nou í fyrri undanúrslitaleiknum við Barcelona bjóst líklega enginn Liverpool maður við því að sjá liðið sitt lyfta Meistaradeildartitlinum í fyrra. Allt kom fyrir ekki. Divock Origi kom Liverpool yfir á Anfield snemma í fyrri hálfleik í seinni leiknum. Liverpool tókst þó ekki að finna netið aftur fyrr en í síðari hálfleik. Georginio Wijnaldum skoraði síðan tvö mörk með 122 sekúndna millibili í seinni hálfleik sem breytti öllu. Nú var staðan jöfn og eitt mark í viðbót þýddi að Liverpool væri á leið í úrslitaleikinn. Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í leiknum 4-0 og Liverpool vann einvígið samanlagt 4-3. Þeir fóru síðan og unnu Tottenham í úrslitaleiknum og tryggðu sér sinn fyrsta Meistaradeildartitil í fjórtán ár. Manchester United 3-3 PSG Man Utd tapaði fyrri leiknum á Old Trafford 0-2, sem var fyrsta tap Ole Gunnar Solskjær sem þjálfara Manchester United. Það þurfti því kraftaverk til að liðið myndi snúa taflinu við, en United þurfti að vinna með að minnsta kosti tveggja marka mun í París í seinni leiknum. Það byrjaði vel fyrir Rauðu djöflanna, Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á annarri mínútu leiksins. Hann bætti síðan við öðru marki í fyrri hálfleik áður en Parísarliðið minnkaði muninn. United þurfti því eitt mark til viðbótar og það kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar Marcus Rashford skoraði úr vítaspyrnu og tryggði United í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í fimm ár. Það er spurning hvort Chelsea nái að feta í spor þessara liða í kvöld og snúa taflinu við gegn Bayern. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:50 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Bayern Munchen og Chelsea mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld á heimavelli Bayern í Þýskalandi. Bayern er með 3-0 forystu eftir fyrri leikinn og eru flestir ef ekki allir búnir að bóka þá áfram í 8-liða úrslit. Það getur þó allt gerst í fótbolta og í tilefni dagsins er ekki úr vegi að rifja upp magnaðar endurkomur úr Meistaradeildinni frá því á síðustu leiktíð. Tottenham 3-3 Ajax Undanúrslitin í fyrra. Ajax vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli Tottenham í Lundúnum og versnaði staðan frekar fyrir Tottenham þegar Ajax var komið í 2-0 forystu í seinni leiknum og samanlagt 3-0. Þetta þýddi að Spurs þyrfti að skora þrjú mörk til að eiga einhvern möguleika á að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Lucas Moura var ekki á því að detta út úr keppninni á móti hollenska liðinu. Hann skoraði tvö mörk með fjögurrra mínútna millibili snemma í síðari hálfleik, á 55. og 59. mínútu. Staðan 2-2 sem þýddi að Tottenham þyrfti eitt mark í viðbót ef liðið héldi hreinu út leikinn. Allt leit út fyrir að Ajax væri að fara í úrslitaleikinn þegar venjulegur leiktími var liðinn, en á sjöttu mínútu uppbótartíma skoraði Lucas sigurmark Tottenham og fullkomnaði þrennu sína. Ótrúleg endurkoma og sennilega eftirminnilegasti leikur Lucas Moura á ferli hans. Liverpool 4-3 Barcelona Eftir að hafa steinlegið 3-0 á Camp Nou í fyrri undanúrslitaleiknum við Barcelona bjóst líklega enginn Liverpool maður við því að sjá liðið sitt lyfta Meistaradeildartitlinum í fyrra. Allt kom fyrir ekki. Divock Origi kom Liverpool yfir á Anfield snemma í fyrri hálfleik í seinni leiknum. Liverpool tókst þó ekki að finna netið aftur fyrr en í síðari hálfleik. Georginio Wijnaldum skoraði síðan tvö mörk með 122 sekúndna millibili í seinni hálfleik sem breytti öllu. Nú var staðan jöfn og eitt mark í viðbót þýddi að Liverpool væri á leið í úrslitaleikinn. Origi skoraði annað mark sitt og fjórða mark Liverpool tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur í leiknum 4-0 og Liverpool vann einvígið samanlagt 4-3. Þeir fóru síðan og unnu Tottenham í úrslitaleiknum og tryggðu sér sinn fyrsta Meistaradeildartitil í fjórtán ár. Manchester United 3-3 PSG Man Utd tapaði fyrri leiknum á Old Trafford 0-2, sem var fyrsta tap Ole Gunnar Solskjær sem þjálfara Manchester United. Það þurfti því kraftaverk til að liðið myndi snúa taflinu við, en United þurfti að vinna með að minnsta kosti tveggja marka mun í París í seinni leiknum. Það byrjaði vel fyrir Rauðu djöflanna, Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á annarri mínútu leiksins. Hann bætti síðan við öðru marki í fyrri hálfleik áður en Parísarliðið minnkaði muninn. United þurfti því eitt mark til viðbótar og það kom á fjórðu mínútu uppbótartíma, þegar Marcus Rashford skoraði úr vítaspyrnu og tryggði United í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í fimm ár. Það er spurning hvort Chelsea nái að feta í spor þessara liða í kvöld og snúa taflinu við gegn Bayern. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 18:50 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira