44 fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafa endurgreitt Vinnumálastofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2020 14:52 Fyrirtækin hafa endurgreitt Vinnumálastofnun 210 milljónir króna. Vísir/Hanna Fjörutíu og fjögur fyrirtæki hafa endurgreitt Vinnumálastofnun fjármagn sem starfsmenn fyrirtækjanna fengu greitt úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Fjárhæðin nemur samtals um 210 milljónum króna. Ekki hefur verið greint frá því hvaða fyrirtæki um ræðir. Eftir að fyrirtæki voru gagnrýnd í vor fyrir að nýta sér hlutabótaleiðina þrátt fyrir að vera vel fjárhagslega stæð gáfu fjölmörg fyrirtæki það sjálf út að bæturnar yrðu endurgreiddar. Sum fyrirtækjanna sem gáfu þetta út voru þegar búin eða höfðu í hyggju að greiða hluthöfum sínum arð á árinu. Kjarninn greinir frá því í dag að fjörutíu og fjögur fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafi þegar greitt til baka þær fjárhæðir sem starfsmenn þeirra fengu úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VinnumálastofnunVísir/Egill Hún segir það ekki liggja fyrir hvort fleiri fyrirtæki muni endurgreiða Vinnumálastofnun líkt og fyrirtækin fjörutíu og fjögur. Þá hafi þau ekki verið krafin um endurgreiðslur enda séu engar heimildir fyrir því í lögum nema eitthvað sakhæft hafi átt sér stað. Það virðist þó ekki vera tilfellið. Þá liggi ekki fyrir hvort fleiri fyrirtæki ætli að endurgreiða bæturnar. Ríkisendurskoðun birti skýrslu í lok maí um hlutabótaleiðina og framkvæmd hennar og kom þar fram að ekki yrði séð af lögum um hlutabótaleiðina að ætlunin hafi verið að fyrirtæki í góðri fjárhagslegri stöðu myndu nýta sér leiðina. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í fréttum RÚV þann 8. maí síðastliðinn að ekki væri útilokað að farið yrði fram á að fyrirtæki endurgreiddu ríkinu ef í ljós kæmi að þau hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina án fullnægjandi skýringa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. 15. júlí 2020 13:27 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjörutíu og fjögur fyrirtæki hafa endurgreitt Vinnumálastofnun fjármagn sem starfsmenn fyrirtækjanna fengu greitt úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Fjárhæðin nemur samtals um 210 milljónum króna. Ekki hefur verið greint frá því hvaða fyrirtæki um ræðir. Eftir að fyrirtæki voru gagnrýnd í vor fyrir að nýta sér hlutabótaleiðina þrátt fyrir að vera vel fjárhagslega stæð gáfu fjölmörg fyrirtæki það sjálf út að bæturnar yrðu endurgreiddar. Sum fyrirtækjanna sem gáfu þetta út voru þegar búin eða höfðu í hyggju að greiða hluthöfum sínum arð á árinu. Kjarninn greinir frá því í dag að fjörutíu og fjögur fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina hafi þegar greitt til baka þær fjárhæðir sem starfsmenn þeirra fengu úr opinberum sjóðum eftir að starfshlutfall þeirra var skert. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Unnur Sverrisdóttir forstjóri VinnumálastofnunVísir/Egill Hún segir það ekki liggja fyrir hvort fleiri fyrirtæki muni endurgreiða Vinnumálastofnun líkt og fyrirtækin fjörutíu og fjögur. Þá hafi þau ekki verið krafin um endurgreiðslur enda séu engar heimildir fyrir því í lögum nema eitthvað sakhæft hafi átt sér stað. Það virðist þó ekki vera tilfellið. Þá liggi ekki fyrir hvort fleiri fyrirtæki ætli að endurgreiða bæturnar. Ríkisendurskoðun birti skýrslu í lok maí um hlutabótaleiðina og framkvæmd hennar og kom þar fram að ekki yrði séð af lögum um hlutabótaleiðina að ætlunin hafi verið að fyrirtæki í góðri fjárhagslegri stöðu myndu nýta sér leiðina. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í fréttum RÚV þann 8. maí síðastliðinn að ekki væri útilokað að farið yrði fram á að fyrirtæki endurgreiddu ríkinu ef í ljós kæmi að þau hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina án fullnægjandi skýringa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. 15. júlí 2020 13:27 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Meta þörfina á frekari efnahagsinnspýtingu vegna hertra aðgerða Ríkisstjórnin metur nú hvaða áhrif hertar sóttvarnareglur hafa á efnahagslífið og hvort að bregðast þurfi við þeim með frekari aðstoð við einstaklinga og atvinnulífið. 4. ágúst 2020 18:01
Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44
Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. 15. júlí 2020 13:27