Til greina komi að herða tökin á landamærunum Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2020 18:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forsætisráðherra segir koma til greina að herða tökin á landamærunum. Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafi stjórnvöld unnið að sínum aðgerðum mjög þétt með sérfræðingum. „Þar voru tvö leiðarljós, sóttvarna- og heilbrigðissjónarmið og hins vegar að tryggja að halda samfélaginu sem mest gangandi. Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í heiminum í dag, því höfum við lagt höfuðáherslu á að við getum haldið samfélaginu sem mest gangandi. Ég hef átt fundi með sóttvarnayfirvöldum þar sem ég hef lagt áherslu á skólastarf, íþróttastarf, frístundastarf, menningarstarf. Það þýðir að við þurfum að skoða hvernig við getum best búið að málum þannig að það geti gengið eftir,“ segir Katrín. Hún segir landamærin koma þar til skoðunar og sóttvarnayfirvöld séu í þeirri vinnu að stilla upp þeim valkostum sem í boði eru. „Ég á von á við fáum slíkt yfirlit vonandi á morgun og þá getum við lagt mat á næstu skref,“ segir Katrín. Þannig að þetta er ekki einfalt val, þú getur ekki sagt hvort þú vilt herða tökin á landamærunum eða ekki? „Ég hef sagt að það komi til greina að herða tökin á landamærunum til að draga úr áhættu innanlands. Það er engin ein leið í því, það eru nokkrir valkostir um það hvernig er hægt að gera það. Hins vegar hefur sóttvarnalæknir sagt að í raun sé ekki hægt að koma í 100 prósent í veg fyrir að veiran komi til landsins. Það sé aldrei neinn valkostur í boði þar sem við getum algjörlega sleppt okkar einstaklingsbundnu sóttvörnum.“ Kári vill herða tökin til að bjarga skóla- og menningarstarfi Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í gær að stjórnmálamenn stæðu frammi fyrir tveimur valkostum. Annað hvort að halda fyrirkomulagi landamæraskimunarinnar óbreyttu og búa við hópsýkingar þar til bóluefni kemur á markað, eða að herða tökin á landamærunum og takast á við hrun í ferðaþjónustu. Kári sagði svarið einfalt ef að tryggja ætti að skólar og menningarlíf haldist með eðlilegum hætti, herða yrði tökin á landamærunum. Í ljósi þess að Katrín hefur lagt höfuðáherslu á að skólastarf, íþróttastarf, frístundastarf og menningarstarf haldist gangandi, blasir þá ekki svarið við miðað við orð Kára? „Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur sýnt okkur að hlutirnir eru ekki svarthvítir og eins og ég sagði á áðan þá er enginn valkostur sem býður upp á að við séum 100 prósent viss um að þurfa ekki að takast á við veiruna innanlands. En, við höfum lagt á það áherslu annars vegar að vera alltaf með heilbrigðis- og sóttvarnasjónarmið sem okkar fyrsta mál, og hins vegar að geta haldið samfélaginu gangandi. Þar skipta skólarnir, íþróttalífið og menningarlífið miklu máli. Þetta er hluti af því að halda samfélaginu gangandi.“ Uppfæra hagrænu greininguna Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknir kölluðu báðir eftir að unnin yrði hagræn greining á landamæraskimuninni. Katrín segir að áður en ráðist var í landamæraskimunina 15. júní hafi verið unnin hagrænan greining þar sem ábati og kostnaður landamæraskimunarinnar var áætlaður. Nú þegar reynsla er komin á landamæraskimunina er verið að uppfæra þessa hagrænu greiningu. „Nú er verið að fara yfir hvað gekk eftir og hvað ekki. Það er líka til skoðunar að kalla til utanaðkomandi aðila til að greina þessi hagrænu áhrif þannig að við fáum þetta samtal sem er svo mikilvægt. Við þurfum að halda þessari umræðu lifandi því þetta er ekki einföld spurning. Þarna takast á flóknir hagsmunir. En síðan er það líka hluti af okkar sjálfsmynd að greiða fyrir samgöngum um landamæri. Það er hluti af því sem við getum kallað eðlilegt samfélag. Það hefur líka verið hluti af þessari umræðu frá upphafi sem hefur kannski ekki komið nægilega vel fram,“ segir Katrín. Skoða frekari efnahagsaðgerðir Veitingamenn hafa kvartað undan því að lokunarstyrkir hafi ekki skilað þeim langt. Íhugar ríkisstjórnin frekari efnahagsaðgerðir? „Ég held reyndar að þær efnahagsaðgerðir sem við réðumst í tímabundið hafi skilað gríðarlegum árangri. Hlutastarfaleiðin skilaði kannski veigamesta aðgerðin. Lokunarstyrkir og stuðningslán skipta líka máli. En við munum fara í það að greina hvort þörf sé á frekari aðgerðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44 Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Forsætisráðherra segir koma til greina að herða tökin á landamærunum. Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafi stjórnvöld unnið að sínum aðgerðum mjög þétt með sérfræðingum. „Þar voru tvö leiðarljós, sóttvarna- og heilbrigðissjónarmið og hins vegar að tryggja að halda samfélaginu sem mest gangandi. Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í heiminum í dag, því höfum við lagt höfuðáherslu á að við getum haldið samfélaginu sem mest gangandi. Ég hef átt fundi með sóttvarnayfirvöldum þar sem ég hef lagt áherslu á skólastarf, íþróttastarf, frístundastarf, menningarstarf. Það þýðir að við þurfum að skoða hvernig við getum best búið að málum þannig að það geti gengið eftir,“ segir Katrín. Hún segir landamærin koma þar til skoðunar og sóttvarnayfirvöld séu í þeirri vinnu að stilla upp þeim valkostum sem í boði eru. „Ég á von á við fáum slíkt yfirlit vonandi á morgun og þá getum við lagt mat á næstu skref,“ segir Katrín. Þannig að þetta er ekki einfalt val, þú getur ekki sagt hvort þú vilt herða tökin á landamærunum eða ekki? „Ég hef sagt að það komi til greina að herða tökin á landamærunum til að draga úr áhættu innanlands. Það er engin ein leið í því, það eru nokkrir valkostir um það hvernig er hægt að gera það. Hins vegar hefur sóttvarnalæknir sagt að í raun sé ekki hægt að koma í 100 prósent í veg fyrir að veiran komi til landsins. Það sé aldrei neinn valkostur í boði þar sem við getum algjörlega sleppt okkar einstaklingsbundnu sóttvörnum.“ Kári vill herða tökin til að bjarga skóla- og menningarstarfi Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í gær að stjórnmálamenn stæðu frammi fyrir tveimur valkostum. Annað hvort að halda fyrirkomulagi landamæraskimunarinnar óbreyttu og búa við hópsýkingar þar til bóluefni kemur á markað, eða að herða tökin á landamærunum og takast á við hrun í ferðaþjónustu. Kári sagði svarið einfalt ef að tryggja ætti að skólar og menningarlíf haldist með eðlilegum hætti, herða yrði tökin á landamærunum. Í ljósi þess að Katrín hefur lagt höfuðáherslu á að skólastarf, íþróttastarf, frístundastarf og menningarstarf haldist gangandi, blasir þá ekki svarið við miðað við orð Kára? „Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur sýnt okkur að hlutirnir eru ekki svarthvítir og eins og ég sagði á áðan þá er enginn valkostur sem býður upp á að við séum 100 prósent viss um að þurfa ekki að takast á við veiruna innanlands. En, við höfum lagt á það áherslu annars vegar að vera alltaf með heilbrigðis- og sóttvarnasjónarmið sem okkar fyrsta mál, og hins vegar að geta haldið samfélaginu gangandi. Þar skipta skólarnir, íþróttalífið og menningarlífið miklu máli. Þetta er hluti af því að halda samfélaginu gangandi.“ Uppfæra hagrænu greininguna Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknir kölluðu báðir eftir að unnin yrði hagræn greining á landamæraskimuninni. Katrín segir að áður en ráðist var í landamæraskimunina 15. júní hafi verið unnin hagrænan greining þar sem ábati og kostnaður landamæraskimunarinnar var áætlaður. Nú þegar reynsla er komin á landamæraskimunina er verið að uppfæra þessa hagrænu greiningu. „Nú er verið að fara yfir hvað gekk eftir og hvað ekki. Það er líka til skoðunar að kalla til utanaðkomandi aðila til að greina þessi hagrænu áhrif þannig að við fáum þetta samtal sem er svo mikilvægt. Við þurfum að halda þessari umræðu lifandi því þetta er ekki einföld spurning. Þarna takast á flóknir hagsmunir. En síðan er það líka hluti af okkar sjálfsmynd að greiða fyrir samgöngum um landamæri. Það er hluti af því sem við getum kallað eðlilegt samfélag. Það hefur líka verið hluti af þessari umræðu frá upphafi sem hefur kannski ekki komið nægilega vel fram,“ segir Katrín. Skoða frekari efnahagsaðgerðir Veitingamenn hafa kvartað undan því að lokunarstyrkir hafi ekki skilað þeim langt. Íhugar ríkisstjórnin frekari efnahagsaðgerðir? „Ég held reyndar að þær efnahagsaðgerðir sem við réðumst í tímabundið hafi skilað gríðarlegum árangri. Hlutastarfaleiðin skilaði kannski veigamesta aðgerðin. Lokunarstyrkir og stuðningslán skipta líka máli. En við munum fara í það að greina hvort þörf sé á frekari aðgerðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44 Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Engin sérstök bjartsýni að reikna með bóluefni fyrir mitt næsta ár Orð Kára um að herða tökin á landamærum Íslands vegna baráttunnar við kórónuveirufaraldurinn hafa vakið mikla athygli. 9. ágúst 2020 18:44
Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53