Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2020 23:51 Tugir eru dánir, þúsundir særðir og um 300 þúsund heimilislausir eða í verulega skemmdum húsum. Höfn borgarinnar er í rúst. AP/Bilal Hussein Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. Þetta segir heimildarmaður Reuters en í frétt fréttaveitunnar segir að ráðamennirnir hafi verið varaðir við hættunni rúmum tveimur vikum áður en vöruskemman, þar sem flugeldar voru einnig geymdir, sprakk í loft upp. Tugir eru dánir, þúsundir særðir og um 300 þúsund heimilislausir eða í verulega skemmdum húsum. Höfn borgarinnar er í rúst. Í opinberri rannsóknarskýrslu vegna sprengingarinnar er vísað í persónulegt bréf sem sent var til Michel Aoun, forseta, og Hassan Diab, forsætisráðherra, þann 20. júlí. Innihald bréfsins er ekki tekið fram en heimildarmaður Reuters er einn af þeim sem skrifuðu bréfið. „Það var hætta á því að ef efninu væri stolið, væri hægt að nota það til hryðjuverkaárásar,“ sagði heimildarmaðurinn ónefndi. Ammóníum nítrat er notað til að framleiða áburð og sprengiefni. „Ég varaði þá við því að þetta gæti rústað Beirút, ef þetta myndi springa.“ Fjölmiðlar ytra hafa sagt að eldur hafi kviknað út frá logsuðu. Eldurinn kviknaði í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir auk 2.750 tonna af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Því var komið fyrir í vöruskemmunni árið 2014 þegar það var tekið úr skipi sem að endingu var gert upptækt. Opinber gögn sýna að hafnarstarfsmenn reyndu ítrekað í gegnum árin að losna við efnið en því var ekki sinnt. Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur leyst upp ríkisstjórn sína og sagt af sér vegna málsins. Sjá einnig: Segir spillinguna stærri en ríkið Aoun forseti staðfest í síðustu viku að honum hefði verið sagt frá efninu. Hann hafi vitað að það væri hættulegt og sagði hann blaðamönnum að hann hefði skipað varnarráði Líbanon að „gera það sem þyrfti“. „Ég ber ekki ábyrgð!“ sagði forsetinn. „Ég veit ekki hvar því var komið fyrir og ég vissi ekki hve hættulegt þetta var. Ég hef ekki vald til að eiga við höfnina beint. Það er valdastigi og allir sem vissu hefðu átt að gera það sem þurfti.“ Skipið sökk í Beirút Efnið mun hafa verið flutt til Líbanon um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu. Í september 2013 lagði áhöfn skipsins af stað frá Georgíu með áðurnefndan farm. Um síðustu ferð skipsins var að ræða og var stefnt til Mósambík. Skipstjóranum var þó skipað að fara til Beirút og taka aukafarm. Skipstjóri Rhosus sagði blaðamönnum New York Times að nýi farmurinn hafi átt að enda í Jórdaníu og þannig hafi átt að safna peningum svo hægt væri að borga fyrir ferðina í gegnum Súesskurðinn. Embættismenn í Beirút kyrrsettu þó skipið og skipuðu áhöfninni að vera áfram um borð. Að endingu var farmurinn tekinn í land og áhöfninni sleppt árið 2014. Eigendur skipsins yfirgáfu það. Skipið sjálft var að endanum fært um nokkur hundruð metra. Árið 2018 sökk það við bryggju í Beirút, þar sem það liggur enn. Skammt frá vöruskemmunni sem sprakk í loft upp. The ammonium nitrate that blew up in Beirut was left by M/V RHOSUS, an ailing ship whose fate was unclear. Until now. @ckoettl found out that it sank in early 2018, and has been submerged a mere 1,500 feet away from the warehouse that exploded. Read/watch: https://t.co/MiVRu3g32k pic.twitter.com/pvt6CWlovf— Christiaan Triebert (@trbrtc) August 7, 2020 Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Tvö hundruð talin af eftir sprenginguna Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. 10. ágúst 2020 10:54 Hafa safnað 12 milljónum fyrir íbúa í Beirút Rauði Krossinn á Íslandi hefur safnað rúmlega tólf milljónum fyrir íbúa í Beirút vegna sprengingarinnar sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Upplýsingamálaráðherra Líbanon hefur sagt af sér og forsætisráðherrann vill boða til þingkosninga fyrr en áætlað var. 9. ágúst 2020 20:00 Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28 Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15 Alvarlegt ástand og reiði í Beirút innst 149 eru látnir en talið er að þeim muni fjölga þar sem margra er enn saknað. 7. ágúst 2020 15:35 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. Þetta segir heimildarmaður Reuters en í frétt fréttaveitunnar segir að ráðamennirnir hafi verið varaðir við hættunni rúmum tveimur vikum áður en vöruskemman, þar sem flugeldar voru einnig geymdir, sprakk í loft upp. Tugir eru dánir, þúsundir særðir og um 300 þúsund heimilislausir eða í verulega skemmdum húsum. Höfn borgarinnar er í rúst. Í opinberri rannsóknarskýrslu vegna sprengingarinnar er vísað í persónulegt bréf sem sent var til Michel Aoun, forseta, og Hassan Diab, forsætisráðherra, þann 20. júlí. Innihald bréfsins er ekki tekið fram en heimildarmaður Reuters er einn af þeim sem skrifuðu bréfið. „Það var hætta á því að ef efninu væri stolið, væri hægt að nota það til hryðjuverkaárásar,“ sagði heimildarmaðurinn ónefndi. Ammóníum nítrat er notað til að framleiða áburð og sprengiefni. „Ég varaði þá við því að þetta gæti rústað Beirút, ef þetta myndi springa.“ Fjölmiðlar ytra hafa sagt að eldur hafi kviknað út frá logsuðu. Eldurinn kviknaði í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir auk 2.750 tonna af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Því var komið fyrir í vöruskemmunni árið 2014 þegar það var tekið úr skipi sem að endingu var gert upptækt. Opinber gögn sýna að hafnarstarfsmenn reyndu ítrekað í gegnum árin að losna við efnið en því var ekki sinnt. Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur leyst upp ríkisstjórn sína og sagt af sér vegna málsins. Sjá einnig: Segir spillinguna stærri en ríkið Aoun forseti staðfest í síðustu viku að honum hefði verið sagt frá efninu. Hann hafi vitað að það væri hættulegt og sagði hann blaðamönnum að hann hefði skipað varnarráði Líbanon að „gera það sem þyrfti“. „Ég ber ekki ábyrgð!“ sagði forsetinn. „Ég veit ekki hvar því var komið fyrir og ég vissi ekki hve hættulegt þetta var. Ég hef ekki vald til að eiga við höfnina beint. Það er valdastigi og allir sem vissu hefðu átt að gera það sem þurfti.“ Skipið sökk í Beirút Efnið mun hafa verið flutt til Líbanon um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu. Í september 2013 lagði áhöfn skipsins af stað frá Georgíu með áðurnefndan farm. Um síðustu ferð skipsins var að ræða og var stefnt til Mósambík. Skipstjóranum var þó skipað að fara til Beirút og taka aukafarm. Skipstjóri Rhosus sagði blaðamönnum New York Times að nýi farmurinn hafi átt að enda í Jórdaníu og þannig hafi átt að safna peningum svo hægt væri að borga fyrir ferðina í gegnum Súesskurðinn. Embættismenn í Beirút kyrrsettu þó skipið og skipuðu áhöfninni að vera áfram um borð. Að endingu var farmurinn tekinn í land og áhöfninni sleppt árið 2014. Eigendur skipsins yfirgáfu það. Skipið sjálft var að endanum fært um nokkur hundruð metra. Árið 2018 sökk það við bryggju í Beirút, þar sem það liggur enn. Skammt frá vöruskemmunni sem sprakk í loft upp. The ammonium nitrate that blew up in Beirut was left by M/V RHOSUS, an ailing ship whose fate was unclear. Until now. @ckoettl found out that it sank in early 2018, and has been submerged a mere 1,500 feet away from the warehouse that exploded. Read/watch: https://t.co/MiVRu3g32k pic.twitter.com/pvt6CWlovf— Christiaan Triebert (@trbrtc) August 7, 2020
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Tvö hundruð talin af eftir sprenginguna Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. 10. ágúst 2020 10:54 Hafa safnað 12 milljónum fyrir íbúa í Beirút Rauði Krossinn á Íslandi hefur safnað rúmlega tólf milljónum fyrir íbúa í Beirút vegna sprengingarinnar sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Upplýsingamálaráðherra Líbanon hefur sagt af sér og forsætisráðherrann vill boða til þingkosninga fyrr en áætlað var. 9. ágúst 2020 20:00 Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28 Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15 Alvarlegt ástand og reiði í Beirút innst 149 eru látnir en talið er að þeim muni fjölga þar sem margra er enn saknað. 7. ágúst 2020 15:35 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
Tvö hundruð talin af eftir sprenginguna Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. 10. ágúst 2020 10:54
Hafa safnað 12 milljónum fyrir íbúa í Beirút Rauði Krossinn á Íslandi hefur safnað rúmlega tólf milljónum fyrir íbúa í Beirút vegna sprengingarinnar sem varð í borginni síðasta þriðjudag. Upplýsingamálaráðherra Líbanon hefur sagt af sér og forsætisráðherrann vill boða til þingkosninga fyrr en áætlað var. 9. ágúst 2020 20:00
Gígurinn í Beirút 43 metra djúpur Fjöldi leiðtoga ríkja heims munu í dag ræða saman á símafundi og skipuleggja fjársöfnun fyrir Líbani sem glíma nú við afleiðingar sprengingarinnar. 9. ágúst 2020 08:28
Beita táragasi gegn mótmælendum í Beirút Líbönsk óreirðalögregla hefur beitt táragasi á mótmælendur í höfuðborginni Beirút eftir að þeir reyndu að brjóta sér leið inn í þinghús landsins. 8. ágúst 2020 14:15
Alvarlegt ástand og reiði í Beirút innst 149 eru látnir en talið er að þeim muni fjölga þar sem margra er enn saknað. 7. ágúst 2020 15:35