Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 11:22 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg ef ná á utan um þessa aðra bylgju kórónuveirufaraldursins. Það hangi hins vegar fleira á spítunni. Vísir/Vilhelm Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein sem hann birti á Vísi. Greinin er svar við skrifum Ólafs Haukssonar almannatengils þar sem hann ýjar að því að Íslensk erfðagreining hafi stuðlað að því að kórónuveiran bærist til landsins. Það hafi fyrirtækið gert með því að hætta skimun á landamærunum með stuttum fyrirvara „og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur,“ skrifar Ólafur. Kári hafnar þessari söguskýringu í grein sinni og segir brotthvarf fyrirtækisins ekki hafa verið fyrirvaralaust. Íslensk erfðagreining hafi þannig séð alfarið um skimun á landamærunum í tvær vikur - „og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott,“ skrifar Kári. Þar að auki hafi fyrirtækið haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sýnum sem greinst hafa á landinu, getan til þess sé hvergi annars staðar en hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir umrædda raðgreiningu hafa verið nauðsynlega til þess að rekja smit. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga „Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu,“ skrifar Kári og vísar þar til þess afbrigðis veirunnar sem stjórnvöld glíma nú við. Eins og fram hefur komið á upplýsingafundum almannavarna að undanförnu þá hafi sýkingar síðustu daga sýnt fram á að tvær gerðir veirunnar hafi farið á flug hér á landi. Búið sé að ná tökum á annarri þeirra en önnur sé ennþá að skjóta upp kollinum. „Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun,“ skrifar Kári. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. Kári segir Íslenska erfðagreiningu því ekki hafa hætt skimun á landamærum fyrr en fyrirtækið var búið að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. „Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf.“ Grein Kára má nálgast í heild með því að smella hér. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Sjá meira
Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein sem hann birti á Vísi. Greinin er svar við skrifum Ólafs Haukssonar almannatengils þar sem hann ýjar að því að Íslensk erfðagreining hafi stuðlað að því að kórónuveiran bærist til landsins. Það hafi fyrirtækið gert með því að hætta skimun á landamærunum með stuttum fyrirvara „og þess vegna hafi orðið að hætta að skima eftir veirunni í þeim sem komu frá löndum sem töldust örugg og þess vegna hafi veiran komist inn í landið aftur,“ skrifar Ólafur. Kári hafnar þessari söguskýringu í grein sinni og segir brotthvarf fyrirtækisins ekki hafa verið fyrirvaralaust. Íslensk erfðagreining hafi þannig séð alfarið um skimun á landamærunum í tvær vikur - „og hjálpaði Landspítalanum að taka við henni með því að þjálfa fyrir hann átján starfsmenn og gefa honum heimasmíðaðan hugbúnað sem er algjör forsenda þess að spítalinn geti sinnt verkefninu. Það er því alrangt að við höfum hlaupist á brott,“ skrifar Kári. Þar að auki hafi fyrirtækið haldið áfram að raðgreina veiruna úr öllum sýnum sem greinst hafa á landinu, getan til þess sé hvergi annars staðar en hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir umrædda raðgreiningu hafa verið nauðsynlega til þess að rekja smit. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga „Svo er það staðreynd að tæknilega hefur skimun á landamærum gengið vel og ekki síður hjá Landspítalanum en okkur. Nokkrir sýktir einstaklingar hafa komist í gegn án þess að veiran fyndist en í öllum tilfellum hefur verið hægt að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu utan einu,“ skrifar Kári og vísar þar til þess afbrigðis veirunnar sem stjórnvöld glíma nú við. Eins og fram hefur komið á upplýsingafundum almannavarna að undanförnu þá hafi sýkingar síðustu daga sýnt fram á að tvær gerðir veirunnar hafi farið á flug hér á landi. Búið sé að ná tökum á annarri þeirra en önnur sé ennþá að skjóta upp kollinum. „Það er smit af veirunni með mynstur stökkbreytinga sem er mjög sjaldgæft og gæti ekki verið frá einu af „öruggu“ löndunum sem eru undanþegin skimun,“ skrifar Kári. Öruggu löndin eru sex: Danmörk, Noregur, Þýskaland, Finnland, Færeyjar og Grænland. Kári segir Íslenska erfðagreiningu því ekki hafa hætt skimun á landamærum fyrr en fyrirtækið var búið að sjá til þess að Landspítalinn gæti tekið við að skima í sama magni og af jafn miklum gæðum. „Þegar maður leggur saman reynslu af skimun ÍE og Landspítalans er ljóst að það komast mjög fáir smitaðir inn í landið þegar það er skimað en þó einstaka. Það er líka ljóst að oftast er hægt að koma í veg fyrir að þeir sem sleppa inn valdi miklum skaða en ekki alltaf.“ Grein Kára má nálgast í heild með því að smella hér.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Sjá meira
Hagsmunir Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverkið almannatengla sem er gjarnan ætlað að leiða mönnum fyrir sjónir þær hliðar á málefnum sem ekki eru auðsæjar, stundum vegna þess að þær eru einfaldlega ekki til 11. ágúst 2020 11:00