Segir stjórnvöld fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 12:39 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna. Undanfarna daga hefur umræða skapast um opnun og lokun landamæra vegna kórónuveirunnar nú þegar landsmenn standa frammi fyrir, að því er virðist, annarri bylgju faraldursins. Í umræðunni hafa hagræn áhrif verið vegin og metin og ólíkir hagsmunir togast á. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, sagði í grein sem hann birti í nýjasta tölublaði Vísbendingar að stjórnvöld hefðu gert mistök með því að opna landið fyrir ferðamönnum og ofmetið kosti þess að opna það. Þau hafi sömuleiðis vanmetið þá hættu sem opnunin skapaði fyrir efnahagslífið. Þá gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að hafa látið hjá líða að ráðast í heildstæða athugun á hagrænum áhrifum við undirbúning opnun landsins. Aukin útbreiðsla veirunnar hér á landi hefur í för með sér sýkingarvarnir á borð við tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir sem setur innlenda atvinnustarfsemi og menntun í uppnám. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ríkisstjórnin hafi með opnun landsins fórnað minni hagsmunum fyrir meiri. „Það er verið að reyna að fá smá ferðaþjónustu inn – Það ekki nándar nærri sama ferþjónusta og var. Við náum því aldrei - en áhættan á sama tíma er að það lamist einmitt allt eins og gerðist hérna fyrr á árinu. Það eru stóru hagsmunirnir á móti. Efnahagslífið innanlands getur einmitt blómstrað mjög vel með aðkomu hins opinbera að nýsköpun þar sem ný störf koma í staðinn fyrir þau glötuðu í ferðaþjónustunni þangað til, mögulega, að ástandið í heiminum er orðið þannig að ferðaþjónustan geti komið inn á ný.“ Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 45.600 í júlí eða um 80,3% færri en í sama mánuði fyrir ári. Björn segir að þegar einkageirinn dregst saman vegna faraldursins fari fjöldi fólks á atvinnuleysisbætur og framleiðslugeta samfélagsins dregst verulega saman. Björn segir að framleiðnimöguleikarnir og mannauðurinn sé enn til staðar, það sé bara ekki verið að nýta það. Í staðinn fyrir þau störf sem glatast í ferðamennsku vegna veirunnar séu tækifæri í boði til nýsköpunar. „Fall í ferðaþjónustu býr til atvinnuleysi og þegar hið opinbera kemur ekki með eitthvað í staðinn þá verður minni framleiðni. Þá eru stjórnvöld að hunsa þá möguleika sem þau hafa til að laga efnahagslífið.“ Björn Leví birti í dag grein um málið á vefsvæði sínu sem hægt er að lesa hér. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ríkisstjórnina fórna meiri hagsmunum fyrir minni með núverandi fyrirkomulagi á landamærunum. Það geti orðið til að lama innlent efnahagslíf. Að sögn þingmannsins felst lausnin í nýsköpun sem hið opinbera myndi fjármagna. Undanfarna daga hefur umræða skapast um opnun og lokun landamæra vegna kórónuveirunnar nú þegar landsmenn standa frammi fyrir, að því er virðist, annarri bylgju faraldursins. Í umræðunni hafa hagræn áhrif verið vegin og metin og ólíkir hagsmunir togast á. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, sagði í grein sem hann birti í nýjasta tölublaði Vísbendingar að stjórnvöld hefðu gert mistök með því að opna landið fyrir ferðamönnum og ofmetið kosti þess að opna það. Þau hafi sömuleiðis vanmetið þá hættu sem opnunin skapaði fyrir efnahagslífið. Þá gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að hafa látið hjá líða að ráðast í heildstæða athugun á hagrænum áhrifum við undirbúning opnun landsins. Aukin útbreiðsla veirunnar hér á landi hefur í för með sér sýkingarvarnir á borð við tveggja metra regluna og fjöldatakmarkanir sem setur innlenda atvinnustarfsemi og menntun í uppnám. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að ríkisstjórnin hafi með opnun landsins fórnað minni hagsmunum fyrir meiri. „Það er verið að reyna að fá smá ferðaþjónustu inn – Það ekki nándar nærri sama ferþjónusta og var. Við náum því aldrei - en áhættan á sama tíma er að það lamist einmitt allt eins og gerðist hérna fyrr á árinu. Það eru stóru hagsmunirnir á móti. Efnahagslífið innanlands getur einmitt blómstrað mjög vel með aðkomu hins opinbera að nýsköpun þar sem ný störf koma í staðinn fyrir þau glötuðu í ferðaþjónustunni þangað til, mögulega, að ástandið í heiminum er orðið þannig að ferðaþjónustan geti komið inn á ný.“ Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 45.600 í júlí eða um 80,3% færri en í sama mánuði fyrir ári. Björn segir að þegar einkageirinn dregst saman vegna faraldursins fari fjöldi fólks á atvinnuleysisbætur og framleiðslugeta samfélagsins dregst verulega saman. Björn segir að framleiðnimöguleikarnir og mannauðurinn sé enn til staðar, það sé bara ekki verið að nýta það. Í staðinn fyrir þau störf sem glatast í ferðamennsku vegna veirunnar séu tækifæri í boði til nýsköpunar. „Fall í ferðaþjónustu býr til atvinnuleysi og þegar hið opinbera kemur ekki með eitthvað í staðinn þá verður minni framleiðni. Þá eru stjórnvöld að hunsa þá möguleika sem þau hafa til að laga efnahagslífið.“ Björn Leví birti í dag grein um málið á vefsvæði sínu sem hægt er að lesa hér.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45 Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53 Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Til greina komi að herða tökin á landamærunum Engin ein leið muni þó koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ráðherra hefur lagt höfuðáherslu á að halda skólum, íþróttum, frístundum og menningarlífi sem mest gangandi. 10. ágúst 2020 18:45
Kári vill loka landinu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur vænlegast að loka landinu alveg til þess að hægt sé að ná utan um hópsmitið sem blossað hefur upp á undanförnum dögum. Hann segir ekki nóg að skimað sé á landamærum ef koma eigi í veg fyrir að veiran breiðist út hér innanlands. 9. ágúst 2020 10:53
Sprengisandur: Þórólfur og Kári ræða stöðuna Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson verða fyrstu gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst strax að loknum tíufréttum. 9. ágúst 2020 09:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent