„Þetta er ekkert Davíð og Golíat“ Sylvía Hall skrifar 11. ágúst 2020 19:49 Þorsteinn Már Baldvinsson segir Samherja hafa farið út í þáttagerðina til þess að varpa ljósi á vinnubrögð RÚV. VÍSIR/VILHELM Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að upplýsa um vinnubrögð hjá „starfsmanni RÚV“ og fara efnislega yfir þau en ekki „hjóla í manninn“. Hann telur Ríkisútvarpið hafa leyft sér að ráðast á Samherja vegna stærðar fyrirtækisins. Í þættinum, sem birtur var í dag, er fjallað um skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010 sem var þungamiðjan í umfjöllun Kastljóss um meint brot Samherja. Þátturinn ber heitið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ og fullyrðir Samherji að þeir hafi fengið staðfestingu á því að skýrslan hafi aldrei verið gerð. „Þetta mál er búið að standa yfir mjög lengi og það er kannski ekki rétt að Kastljós-þátturinn hafi verið rótin að húsleitinni. Það voru gögn að hluta til sem þeir lögðu fyrir Seðlabankann,“ sagði Þorsteinn Már í Reykjavík síðdegis í dag. „Við teljum okkur bara vera upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV. Við teljum okkur ekki vera að fara í manninn, við erum að fara í þessu vinnubrögð til að lýsa því hvernig við vorum ranglega ásökuð, sem leiddi til gríðarlegs tjóns fyrir fyrirtækið og starfsmenn.“ Þrátt fyrir fullyrðingar Samherja um að skýrslan hafi aldrei verið gerð sagði Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna í samtali við Stundina í dag að hann hefði fengið sömu gögn í hendurnar. Þá hafnar RÚV því að þeir hafi farið út með rangar upplýsingar; skýrslan sé til og aðeins hafi verið átt við hana svo að persónugreinanlegar upplýsingar væru ekki sýnilegar til þess að halda trúnaði við heimildarmenn. Þorsteinn spyr hvers vegna Ríkisútvarpið birtir ekki skýrsluna ef hún er til. „Mér finnst mjög sérstakt núna að þeir vaða í manninn, þeir vilja ekki ræða vinnubrögðin. Þau segja bara: Samherji er stórt fyrirtæki og þess vegna má ráðast á fyrirtækið og fólkið sem vinnur hjá Samherja vegna þess að fyrirtækið er tiltölulega stórt.“ RÚV hafi viljað valda Samherja tjóni Þorsteinn segir niðurstöðu sérstaks saksóknara á sínum tíma hafa sýnt fram á að Samherji hafi skilað gjaldeyri „af mikilli kostgæfni og umfram skilaskyldu“. Það sé niðurstaða málsins og fólk þurfi að sætta sig við það. „Ég ætla bara að benda á það að það er búið að rannsaka Samherja hægri vinstri og ég ætla að benda á niðurstöður sérstaks saksóknara – þó að það sé mjög erfitt fyrir marga að kyngja því.“ Hann segir markmið RÚV hafa verið að valda Samherja tjóni; húsleit Seðlabankans hafi verið gerð í samvinnu við RÚV og nánast í beinni útsendingu. Samherji vilji aðeins varpa ljósi á þau vinnubrögð. Ríkisútvarpið hefur fordæmt vinnubrögð Samherja í kjölfar þáttarins. „Við erum bara að sýna núna vinnubrögð RÚV. Við erum ekki að fara í manninn, við erum að fara í vinnubrögðin. RÚV fer alveg öfugt í þetta og segir: Við erum svo litlir, það er einhver stór að ráðast á okkur, við erum lítilmagni. Þetta eru bara rök sem ganga ekki upp,“ segir Þorsteinn. „RÚV er ekkert lítilmagi. RÚV er langstærsti fjölmiðillinn á Íslandi […] Þetta er ekkert Davíð og Golíat.“ Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fordæmir vinnubrögð Samherja Fréttastjóri RÚV fordæmir ásakanir Samherja um að fréttamaður stofnunarinnar hafi falsað gögn í umfjöllun um fyrirtækið. Sjaldan eða aldrei hafi verið seilst svo langt í að skjóta sendiboðann. 11. ágúst 2020 19:00 Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segist hafa fengið í hendurnar sömu gögn og fréttamaðurinn Helgi Seljan 11. ágúst 2020 18:00 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að upplýsa um vinnubrögð hjá „starfsmanni RÚV“ og fara efnislega yfir þau en ekki „hjóla í manninn“. Hann telur Ríkisútvarpið hafa leyft sér að ráðast á Samherja vegna stærðar fyrirtækisins. Í þættinum, sem birtur var í dag, er fjallað um skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs frá árinu 2010 sem var þungamiðjan í umfjöllun Kastljóss um meint brot Samherja. Þátturinn ber heitið „Skýrslan sem aldrei var gerð“ og fullyrðir Samherji að þeir hafi fengið staðfestingu á því að skýrslan hafi aldrei verið gerð. „Þetta mál er búið að standa yfir mjög lengi og það er kannski ekki rétt að Kastljós-þátturinn hafi verið rótin að húsleitinni. Það voru gögn að hluta til sem þeir lögðu fyrir Seðlabankann,“ sagði Þorsteinn Már í Reykjavík síðdegis í dag. „Við teljum okkur bara vera upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV. Við teljum okkur ekki vera að fara í manninn, við erum að fara í þessu vinnubrögð til að lýsa því hvernig við vorum ranglega ásökuð, sem leiddi til gríðarlegs tjóns fyrir fyrirtækið og starfsmenn.“ Þrátt fyrir fullyrðingar Samherja um að skýrslan hafi aldrei verið gerð sagði Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna í samtali við Stundina í dag að hann hefði fengið sömu gögn í hendurnar. Þá hafnar RÚV því að þeir hafi farið út með rangar upplýsingar; skýrslan sé til og aðeins hafi verið átt við hana svo að persónugreinanlegar upplýsingar væru ekki sýnilegar til þess að halda trúnaði við heimildarmenn. Þorsteinn spyr hvers vegna Ríkisútvarpið birtir ekki skýrsluna ef hún er til. „Mér finnst mjög sérstakt núna að þeir vaða í manninn, þeir vilja ekki ræða vinnubrögðin. Þau segja bara: Samherji er stórt fyrirtæki og þess vegna má ráðast á fyrirtækið og fólkið sem vinnur hjá Samherja vegna þess að fyrirtækið er tiltölulega stórt.“ RÚV hafi viljað valda Samherja tjóni Þorsteinn segir niðurstöðu sérstaks saksóknara á sínum tíma hafa sýnt fram á að Samherji hafi skilað gjaldeyri „af mikilli kostgæfni og umfram skilaskyldu“. Það sé niðurstaða málsins og fólk þurfi að sætta sig við það. „Ég ætla bara að benda á það að það er búið að rannsaka Samherja hægri vinstri og ég ætla að benda á niðurstöður sérstaks saksóknara – þó að það sé mjög erfitt fyrir marga að kyngja því.“ Hann segir markmið RÚV hafa verið að valda Samherja tjóni; húsleit Seðlabankans hafi verið gerð í samvinnu við RÚV og nánast í beinni útsendingu. Samherji vilji aðeins varpa ljósi á þau vinnubrögð. Ríkisútvarpið hefur fordæmt vinnubrögð Samherja í kjölfar þáttarins. „Við erum bara að sýna núna vinnubrögð RÚV. Við erum ekki að fara í manninn, við erum að fara í vinnubrögðin. RÚV fer alveg öfugt í þetta og segir: Við erum svo litlir, það er einhver stór að ráðast á okkur, við erum lítilmagni. Þetta eru bara rök sem ganga ekki upp,“ segir Þorsteinn. „RÚV er ekkert lítilmagi. RÚV er langstærsti fjölmiðillinn á Íslandi […] Þetta er ekkert Davíð og Golíat.“
Samherji og Seðlabankinn Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fordæmir vinnubrögð Samherja Fréttastjóri RÚV fordæmir ásakanir Samherja um að fréttamaður stofnunarinnar hafi falsað gögn í umfjöllun um fyrirtækið. Sjaldan eða aldrei hafi verið seilst svo langt í að skjóta sendiboðann. 11. ágúst 2020 19:00 Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segist hafa fengið í hendurnar sömu gögn og fréttamaðurinn Helgi Seljan 11. ágúst 2020 18:00 Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Fordæmir vinnubrögð Samherja Fréttastjóri RÚV fordæmir ásakanir Samherja um að fréttamaður stofnunarinnar hafi falsað gögn í umfjöllun um fyrirtækið. Sjaldan eða aldrei hafi verið seilst svo langt í að skjóta sendiboðann. 11. ágúst 2020 19:00
Segist hafa fengið sömu gögn og Helgi Seljan Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segist hafa fengið í hendurnar sömu gögn og fréttamaðurinn Helgi Seljan 11. ágúst 2020 18:00
Samherjaþátturinn birtur Helgi Seljan fréttamaður er borinn þungur sökum í fyrsta vefþætti Samherja. 11. ágúst 2020 09:31