Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2020 16:10 Kolbeinn Sigþórsson og félagar hans þurfa að snúa við afar döpru gengi AIK. vísir/getty Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. Kolbeinn hefur ekki spilað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta frá því 2. júlí. Í frétt Fotbollskanalen í dag er bent á að meiðsli og veikindi hafi sett mikinn svip á veru Kolbeins hjá AIK eftir að hann kom til félagsins í fyrravor. Á meðan að Kolbeinn hefur verið frá keppni hefur AIK verið á hraðri niðurleið en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex leikjum sínum. AIK er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi frá neðsta sæti, eftir að hafa barist um titilinn fram á síðustu stundu í fyrra. Forráðamenn AIK ráku þjálfarann Rikard Norling og réðu Bartosz Grzelak um síðustu mánaðamót, en það virðist litlu hafa skilað. Grzelak er ánægður með að geta nú teflt Kolbeini fram en vildi ekkert gefa uppi um hvort framherjinn væri í nægilega góðu ástandi til að byrja leikinn á morgun. „Ef hann væri ekki jákvæður og liði vel fyrir þennan leik þá væri hann jú ekki í hópnum. Hann hefur fengið sitt uppbyggingartímabil sem er núna lokið. Það er gott að geta fengið inn mann með þá reynslu og hæfileika sem hann hefur,“ sagði Grzelak. Endurkoma Kolbeins gefur fyrirheit um að hann geti látið til sín taka með íslenska landsliðinu í haust. Ísland mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni 5. og 8. september en leikurinn mikilvægi við Rúmeníu, í umspili um sæti á EM, er svo 8. október. Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35 Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. Kolbeinn hefur ekki spilað í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta frá því 2. júlí. Í frétt Fotbollskanalen í dag er bent á að meiðsli og veikindi hafi sett mikinn svip á veru Kolbeins hjá AIK eftir að hann kom til félagsins í fyrravor. Á meðan að Kolbeinn hefur verið frá keppni hefur AIK verið á hraðri niðurleið en liðið hefur aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex leikjum sínum. AIK er í 13. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, stigi frá neðsta sæti, eftir að hafa barist um titilinn fram á síðustu stundu í fyrra. Forráðamenn AIK ráku þjálfarann Rikard Norling og réðu Bartosz Grzelak um síðustu mánaðamót, en það virðist litlu hafa skilað. Grzelak er ánægður með að geta nú teflt Kolbeini fram en vildi ekkert gefa uppi um hvort framherjinn væri í nægilega góðu ástandi til að byrja leikinn á morgun. „Ef hann væri ekki jákvæður og liði vel fyrir þennan leik þá væri hann jú ekki í hópnum. Hann hefur fengið sitt uppbyggingartímabil sem er núna lokið. Það er gott að geta fengið inn mann með þá reynslu og hæfileika sem hann hefur,“ sagði Grzelak. Endurkoma Kolbeins gefur fyrirheit um að hann geti látið til sín taka með íslenska landsliðinu í haust. Ísland mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni 5. og 8. september en leikurinn mikilvægi við Rúmeníu, í umspili um sæti á EM, er svo 8. október.
Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35 Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00
Kolbeinn kom inn af bekknum í sigri Kolbeinn Sigþórsson hóf leik á varamannabekk AIK þegar liðið heimsótti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 21. júní 2020 17:35
Kolbeinn ekki í ástandi til að byrja leiki AIK, lið Kolbeins Sigþórssonar, tapaði illa í öðrum leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og ljóst er að breytingar verða gerðar á liðinu fyrir grannaslaginn mikla við Hammarby í dag. Kolbeinn þarf þó að bíða um sinn eftir sæti í byrjunarliðinu. 21. júní 2020 11:00