Vill skoða hvort beita ætti sektum þar sem brunavörnum er ábótavant Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. ágúst 2020 20:00 Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu vill skoða hvort beita ætti sektum þar sem brunavörnum er ábótavant. Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa kveikt í húsi að Bræðraborgarstík í lok júní var í vikunni úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. september að kröfu lögreglu í þágu rannsóknar málsins. Í kjölfar brunans upphófst mikil umræða um brunavarnir og bágan aðbúnað margra sem búa í gömlu- og jafnvel ósamþykktu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Til skoðunar er hvort breyta þurfi regluverki. Slökkviliðsstjóri vill skoða möguleikann á því að hægt verði að beita sektum. „Dæmi, ef þú átt að vera með brunaviðvörunarkerfi í húsinu. Það er skylda að hafa það. Þá áttu að vera með reglubundið eftirlit með því. Ef þú ert ekki með það gæti það þá þýtt sekt. Það er í mínum huga ekkert léttvægara brot en að brjóta til dæmis umferðarreglur,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur nú að úttekt í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg. „Þar er staðan sú að það er að vænta niðurstaða á haustmánuðum. Veit ekki nákvmælega hvar þetta er statt en vonandi koma niðurstöður því fyrr því betra,“ sagði Jón Viðar. Aðspurður hverju sé helst tekið eftir í úttektinni segir hann að spurningar hafi vaknað um brunavarnir á leigumarkaði. „Hvernig tæklum við leigumarkaðinn. Langtímaleigu, skammtímaleigu. Það er ágætis umgjörð í kringum gistiheimili og hótel er langtímaleiga kannski öðruvísi vaxin heldur en gistiheimili.“ Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu vill skoða hvort beita ætti sektum þar sem brunavörnum er ábótavant. Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa kveikt í húsi að Bræðraborgarstík í lok júní var í vikunni úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. september að kröfu lögreglu í þágu rannsóknar málsins. Í kjölfar brunans upphófst mikil umræða um brunavarnir og bágan aðbúnað margra sem búa í gömlu- og jafnvel ósamþykktu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Til skoðunar er hvort breyta þurfi regluverki. Slökkviliðsstjóri vill skoða möguleikann á því að hægt verði að beita sektum. „Dæmi, ef þú átt að vera með brunaviðvörunarkerfi í húsinu. Það er skylda að hafa það. Þá áttu að vera með reglubundið eftirlit með því. Ef þú ert ekki með það gæti það þá þýtt sekt. Það er í mínum huga ekkert léttvægara brot en að brjóta til dæmis umferðarreglur,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur nú að úttekt í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg. „Þar er staðan sú að það er að vænta niðurstaða á haustmánuðum. Veit ekki nákvmælega hvar þetta er statt en vonandi koma niðurstöður því fyrr því betra,“ sagði Jón Viðar. Aðspurður hverju sé helst tekið eftir í úttektinni segir hann að spurningar hafi vaknað um brunavarnir á leigumarkaði. „Hvernig tæklum við leigumarkaðinn. Langtímaleigu, skammtímaleigu. Það er ágætis umgjörð í kringum gistiheimili og hótel er langtímaleiga kannski öðruvísi vaxin heldur en gistiheimili.“
Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira