Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að HÍ og HR geta boðið nemendum upp á meira staðnám en útlit var fyrir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2020 20:00 Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. Í nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á morgun er kveðið á um eins metra fjarlægðrarreglu í skólum. Rektor Háskólans í Reykjavík segir eins metra regluna veita skólum aukið svigrúm, en flestir voru byrjaðir að undirbúa skólahald vetrarins með tilliti til tveggja metra reglunnar. Sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands tekur undir þetta. „Þetta auðveldar þetta verulega fyrir okkur. Við vorum búin að reikna með að það væri sirka þrjátíu prósent af nemendum sem við kæmum fyrir í skólanum en nú eru þeir um 40 prósent,“ sagði Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands. „Munurinn verður hversu margir komast að á sama tíma. Hversu mikið þarf að vera stafrænt og hversu oft við þurfum að bjóða upp á verklega tíma eftir því hverjar fjarlægðarreglurnar eru í hverrt skipti,“ sagði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Þetta breytist aðallega þannig að við getum aukið staðnám,“ sagði Róbert. Lagt er upp með að fyrirlestrar verði á rafrænu formi í skólunum. „Fyrir verklega tíma, fyrir samræður og allt þetta sem krefst þess að vera á staðnum. Þar ætlum við að nota húsnæðið til að hleypa nemendum eins mikið á staðinn og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. „Við setjum nýnema í forgang og við setjum líka í forganga að allir nemendur skólans fái einhverja staðkennslu,“ sagði Róbert. Vegna fjöldatakmarkanna þurfa báðir skólar að brjóta bekki upp í smærri hópa. Slíku fylgir aukinn kostnaður. „Aukinn kostnaður, aukin vinna og aukið umstang. Við þurfum að kenna stærri hluta dagsins. Nýta húsnæðið eins vel og mögulegt er. Þetta er alls ekki einfalt verkefni,“ sagði Ari Kristinn. „Það er alveg á hreinu að við munum lenda í meiri kostnaði út af þessu. Það eru viðræður á milli rektors og menntamálayfirvalda um aukið fjármagn,“ sagði Róbert. „Þannig að við treystum á gott samstarf við stjórnvöld þannig að háskólarnir beri ekki skertan hlut frá borði og við getum haldið áfram að sinna okkar starfi eins vel og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. Ekki er komið í ljós hve mikils fjárstuðnings er þörf á. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. Í nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á morgun er kveðið á um eins metra fjarlægðrarreglu í skólum. Rektor Háskólans í Reykjavík segir eins metra regluna veita skólum aukið svigrúm, en flestir voru byrjaðir að undirbúa skólahald vetrarins með tilliti til tveggja metra reglunnar. Sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands tekur undir þetta. „Þetta auðveldar þetta verulega fyrir okkur. Við vorum búin að reikna með að það væri sirka þrjátíu prósent af nemendum sem við kæmum fyrir í skólanum en nú eru þeir um 40 prósent,“ sagði Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands. „Munurinn verður hversu margir komast að á sama tíma. Hversu mikið þarf að vera stafrænt og hversu oft við þurfum að bjóða upp á verklega tíma eftir því hverjar fjarlægðarreglurnar eru í hverrt skipti,“ sagði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Þetta breytist aðallega þannig að við getum aukið staðnám,“ sagði Róbert. Lagt er upp með að fyrirlestrar verði á rafrænu formi í skólunum. „Fyrir verklega tíma, fyrir samræður og allt þetta sem krefst þess að vera á staðnum. Þar ætlum við að nota húsnæðið til að hleypa nemendum eins mikið á staðinn og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. „Við setjum nýnema í forgang og við setjum líka í forganga að allir nemendur skólans fái einhverja staðkennslu,“ sagði Róbert. Vegna fjöldatakmarkanna þurfa báðir skólar að brjóta bekki upp í smærri hópa. Slíku fylgir aukinn kostnaður. „Aukinn kostnaður, aukin vinna og aukið umstang. Við þurfum að kenna stærri hluta dagsins. Nýta húsnæðið eins vel og mögulegt er. Þetta er alls ekki einfalt verkefni,“ sagði Ari Kristinn. „Það er alveg á hreinu að við munum lenda í meiri kostnaði út af þessu. Það eru viðræður á milli rektors og menntamálayfirvalda um aukið fjármagn,“ sagði Róbert. „Þannig að við treystum á gott samstarf við stjórnvöld þannig að háskólarnir beri ekki skertan hlut frá borði og við getum haldið áfram að sinna okkar starfi eins vel og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. Ekki er komið í ljós hve mikils fjárstuðnings er þörf á.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu