Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2020 10:15 Mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaja, er af landskjörstjórn sögð hafa fengið um 10 prósent atkvæða. Getty Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn Svetlana Tikhanovskaja hefur hvatt landsmenn sína til að skrifa undir undirskriftarsöfnun þar sem endurtalningar í forsetakosningum síðustu helgar er krafist. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga eftir að landskjörstjórn tilkynnti að forsetinn Aleksandr Lúkasjenkó, hafi fengið um 80 prósent atkvæða. Lögregla hefur handtekið tæplega sjö þúsund mótmælendur í vikunni en talsmenn yfirvalda segja að þeim verði sleppt í dag. Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar kosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og hafa komið fram ásakanir um víðtækt kosningasvindl. Ræða viðskiptaþvinganir Erlendir fjölmiðlar segja Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, nú hafa lagt til að beita skuli Hvíta-Rússlandi viðskiptaþvingunum vegna framkvæmdar kosninganna, en utanríkisráðherrar aðildarríkja sambandsins koma saman til fundar í dag til að ræða málið. Áður hafði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, sagt að kosningarnar í Hvíta-Rússlandi hafi hvorki verið sanngjarnar né frjálsar. Lúkasjenkó hefur stýrt landinu frá árinu 1994 og hefur hann lengi verið kallaður síðasta einræðisherra Evrópu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Nóbelsverðlaunahafi biðlar til Lúkasjenkó um að láta af embætti Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað, til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. 13. ágúst 2020 11:36 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn Svetlana Tikhanovskaja hefur hvatt landsmenn sína til að skrifa undir undirskriftarsöfnun þar sem endurtalningar í forsetakosningum síðustu helgar er krafist. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga eftir að landskjörstjórn tilkynnti að forsetinn Aleksandr Lúkasjenkó, hafi fengið um 80 prósent atkvæða. Lögregla hefur handtekið tæplega sjö þúsund mótmælendur í vikunni en talsmenn yfirvalda segja að þeim verði sleppt í dag. Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar kosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og hafa komið fram ásakanir um víðtækt kosningasvindl. Ræða viðskiptaþvinganir Erlendir fjölmiðlar segja Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, nú hafa lagt til að beita skuli Hvíta-Rússlandi viðskiptaþvingunum vegna framkvæmdar kosninganna, en utanríkisráðherrar aðildarríkja sambandsins koma saman til fundar í dag til að ræða málið. Áður hafði Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, sagt að kosningarnar í Hvíta-Rússlandi hafi hvorki verið sanngjarnar né frjálsar. Lúkasjenkó hefur stýrt landinu frá árinu 1994 og hefur hann lengi verið kallaður síðasta einræðisherra Evrópu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Nóbelsverðlaunahafi biðlar til Lúkasjenkó um að láta af embætti Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað, til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. 13. ágúst 2020 11:36 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32
Nóbelsverðlaunahafi biðlar til Lúkasjenkó um að láta af embætti Hvít-rússneski Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievitsj hefur biðlað til Aleksandr Lúkasjenkó að láta af embætti forseta þegar í stað, til að koma megi í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í landinu. 13. ágúst 2020 11:36