Kolbeinn í botnbaráttu í fyrsta sinn: „Erfitt að vera utan vallar“ Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 16:30 Kolbeinn Sigþórsson í leiknum við Östersund í fyrrakvöld. VÍSIR/GETTY Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson sneri aftur til keppni í gær en náði ekki að koma í veg fyrir enn eitt tap AIK sem er einu stigi frá botnsæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Kolbeinn hafði verið frá keppni í rúman mánuð þegar hann lék seinni hálfleikinn í 1-0 tapi gegn Östersund í gær. Í fjarveru Kolbeins hefur AIK gengið allt í óhag, enn verr en fyrr á leiktíðinni, en liðið vann aðeins einn leik af níu þá daga sem Kolbeins naut ekki við. Kolbeinn segir í samtali við Fotbollskanalen að það hafi verið afar erfitt að fylgjast með sínu liði síðustu vikur. „Já, auðvitað. Ég vil vera á vellinum og reyna að hjálpa til og nýta mína reynslu. Þegar þú getur ekki sinnt þínu starfi, ert á hliðarlínunni og sérð að liðið nær ekki að gera það sem að allir vilja, þá er erfitt að vera utan vallar. Það er allt auðveldara þegar hlutirnir ganga vel en svona er boltinn og við verðum að átta okkur á þeirri stöðu sem við erum í. Við verðum að snúa genginu við eins fljótt og hægt er,“ sagði Kolbeinn, feginn að vera farinn að geta spilað aftur. „Það var frábært að komast aftur inn á völlinn. Ég hefði viljað gera það fyrr því ég hef misst af níu leikjum, en ég er ánægður með að vera kominn aftur og vonandi get ég staðið fyrir mínu,“ sagði Kolbeinn. Ný reynsla fyrir mig Kolbeinn kom til AIK í fyrravor eftir leiðindatíma hjá Nantes í Frakklandi þar sem meiðsli og deilur við eiganda félagsins urðu til þess að hann spilaði varla fótbolta í tvö og hálft ár. Hann hefur einnig spilað með Ajax og AZ í Hollandi, þar sem hann raðaði inn mörkum, og aldrei leikið með liði í eins slæmri stöðu og AIK er nú. „Ég hef aldrei verið í botnbaráttu áður svo þetta er ný reynsla fyrir mig. Það hefur samt gengið upp og niður, og pressa verið til staðar, hvar sem ég hef verið en með öðrum hætti en núna. Við erum með nógu gott lið til að snúa genginu við,“ segir Kolbeinn sem er ekki viss um að hann sé kominn í líkamlegt ástand til að byrja leikinn við Falkenberg á sunnudag. „Við verðum að sjá til. Ég spilaði mínar fyrstu mínútur núna og hafði bara viku til að undirbúa mig fyrir þennan leik. Við sjáum til hvernig ég jafna mig en ef það gengur vel eru allar líkur á að ég verði klár í slaginn.“ Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. ágúst 2020 19:02 Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. 12. ágúst 2020 16:10 Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson sneri aftur til keppni í gær en náði ekki að koma í veg fyrir enn eitt tap AIK sem er einu stigi frá botnsæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Kolbeinn hafði verið frá keppni í rúman mánuð þegar hann lék seinni hálfleikinn í 1-0 tapi gegn Östersund í gær. Í fjarveru Kolbeins hefur AIK gengið allt í óhag, enn verr en fyrr á leiktíðinni, en liðið vann aðeins einn leik af níu þá daga sem Kolbeins naut ekki við. Kolbeinn segir í samtali við Fotbollskanalen að það hafi verið afar erfitt að fylgjast með sínu liði síðustu vikur. „Já, auðvitað. Ég vil vera á vellinum og reyna að hjálpa til og nýta mína reynslu. Þegar þú getur ekki sinnt þínu starfi, ert á hliðarlínunni og sérð að liðið nær ekki að gera það sem að allir vilja, þá er erfitt að vera utan vallar. Það er allt auðveldara þegar hlutirnir ganga vel en svona er boltinn og við verðum að átta okkur á þeirri stöðu sem við erum í. Við verðum að snúa genginu við eins fljótt og hægt er,“ sagði Kolbeinn, feginn að vera farinn að geta spilað aftur. „Það var frábært að komast aftur inn á völlinn. Ég hefði viljað gera það fyrr því ég hef misst af níu leikjum, en ég er ánægður með að vera kominn aftur og vonandi get ég staðið fyrir mínu,“ sagði Kolbeinn. Ný reynsla fyrir mig Kolbeinn kom til AIK í fyrravor eftir leiðindatíma hjá Nantes í Frakklandi þar sem meiðsli og deilur við eiganda félagsins urðu til þess að hann spilaði varla fótbolta í tvö og hálft ár. Hann hefur einnig spilað með Ajax og AZ í Hollandi, þar sem hann raðaði inn mörkum, og aldrei leikið með liði í eins slæmri stöðu og AIK er nú. „Ég hef aldrei verið í botnbaráttu áður svo þetta er ný reynsla fyrir mig. Það hefur samt gengið upp og niður, og pressa verið til staðar, hvar sem ég hef verið en með öðrum hætti en núna. Við erum með nógu gott lið til að snúa genginu við,“ segir Kolbeinn sem er ekki viss um að hann sé kominn í líkamlegt ástand til að byrja leikinn við Falkenberg á sunnudag. „Við verðum að sjá til. Ég spilaði mínar fyrstu mínútur núna og hafði bara viku til að undirbúa mig fyrir þennan leik. Við sjáum til hvernig ég jafna mig en ef það gengur vel eru allar líkur á að ég verði klár í slaginn.“
Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. ágúst 2020 19:02 Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. 12. ágúst 2020 16:10 Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Kolbeinn lék sinn fyrsta leik í rúman mánuð Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. ágúst 2020 19:02
Kolbeinn loksins með AIK sem er í fallbaráttu Kolbeinn Sigþórsson, annar markahæstu landsliðsmanna Íslands frá upphafi, verður á ný í leikmannahópi AIK gegn Östersund annað kvöld. 12. ágúst 2020 16:10
Þjálfari Kolbeins rekinn Rikard Norling hefur verið rekinn sem þjálfari sænska knattspyrnufélagsins AIK, innan við tveimur árum eftir að hafa gert liðið að meistara. Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson mun því fá nýjan þjálfara. 27. júlí 2020 12:00