Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Kristján Már Unnarsson skrifar 8. janúar 2020 21:15 Floti veiðiskipa yfir loðnutorfu. Mynd/Úr frétt Stöðvar 2. Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þau samfélög sem mest treysta á loðnuveiðar, enda er áætlað að loðnuvertíð geti skilað fimmtán til tuttugu milljarða króna útflutningsverðmæti. Þetta eru tekjur sem einkum lenda í þeim byggðum sem vinna loðnuna; með heilfrystingu, hrognavinnslu og loðnubræðslu. Drekkhlaðin loðnuskip koma að landi í Vestmannaeyjahöfn. Myndin var tekin á loðnuvertíð fyrir áratug.Mynd/Óskar. Þar vega Vestmannaeyjar þyngst ásamt Austfjarðabyggðum. Bæir eins og Hornafjörður, Fáskrúðsfjörður, Norðfjörður, Eskifjörður, Seyðisfjörður, Vopnafjörður og Þórshöfn eiga allir mikið undir því að loðna finnist. Tap þjóðarbúsins vegna missis loðnuvertíðar í fyrra reiknaðist 0,6 prósent af landsframleiðslu. Svo víðtæk eru áhrif loðnunnar að fækkun farþega í innanlandsflugi í fyrravetur var meðal annars skýrð með því að loðnuveiðar hafi brugðist. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson fer fyrir loðnuleitinni.Mynd/Hafrannsóknastofnun. En núna hefur náðst samkomulag milli Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að hefja skipulega leit að loðnu og er stefnt að því að hún hefjist á mánudag, ef veður leyfir. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson fer fyrir leitinni og munu útgerðir uppsjávarskipa leggja til tvö til þrjú skip. Jens Garðar Helgason, formaður SFS, áætlar að ríkið greiði um helming leitarkostnaðar útgerðanna. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Jens Garðar segir það skipta mjög miklu máli að hefja leitina en kveðst þó ekki vilja gera sér of miklar vonir um árangur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Meðal aðgerða er að fresta lækkun bankaskatts Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt. 30. maí 2019 18:42 Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52 100 milljóna tap hjá Vestmannaeyjabæ vegna loðnubrests Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. 31. mars 2019 13:05 Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. 26. apríl 2016 05:00 Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42 Öllu tjaldað til við leit að loðnu austur fyrir landi Búið er að finna um 300 þúsund tonn af loðnu. Fimm skip eru við loðnuleit, þar af eitt grænlenskt og tvö norsk fyrir austan land. Ekki enn búið að finna nægilegt magn til að hægt sé að gefa út kvóta. Vertíðin gæti því orðið sn 16. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist í gærkvöldi um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þau samfélög sem mest treysta á loðnuveiðar, enda er áætlað að loðnuvertíð geti skilað fimmtán til tuttugu milljarða króna útflutningsverðmæti. Þetta eru tekjur sem einkum lenda í þeim byggðum sem vinna loðnuna; með heilfrystingu, hrognavinnslu og loðnubræðslu. Drekkhlaðin loðnuskip koma að landi í Vestmannaeyjahöfn. Myndin var tekin á loðnuvertíð fyrir áratug.Mynd/Óskar. Þar vega Vestmannaeyjar þyngst ásamt Austfjarðabyggðum. Bæir eins og Hornafjörður, Fáskrúðsfjörður, Norðfjörður, Eskifjörður, Seyðisfjörður, Vopnafjörður og Þórshöfn eiga allir mikið undir því að loðna finnist. Tap þjóðarbúsins vegna missis loðnuvertíðar í fyrra reiknaðist 0,6 prósent af landsframleiðslu. Svo víðtæk eru áhrif loðnunnar að fækkun farþega í innanlandsflugi í fyrravetur var meðal annars skýrð með því að loðnuveiðar hafi brugðist. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson fer fyrir loðnuleitinni.Mynd/Hafrannsóknastofnun. En núna hefur náðst samkomulag milli Hafrannsóknastofnunar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að hefja skipulega leit að loðnu og er stefnt að því að hún hefjist á mánudag, ef veður leyfir. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson fer fyrir leitinni og munu útgerðir uppsjávarskipa leggja til tvö til þrjú skip. Jens Garðar Helgason, formaður SFS, áætlar að ríkið greiði um helming leitarkostnaðar útgerðanna. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Jens Garðar segir það skipta mjög miklu máli að hefja leitina en kveðst þó ekki vilja gera sér of miklar vonir um árangur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Meðal aðgerða er að fresta lækkun bankaskatts Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt. 30. maí 2019 18:42 Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49 Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52 100 milljóna tap hjá Vestmannaeyjabæ vegna loðnubrests Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. 31. mars 2019 13:05 Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. 26. apríl 2016 05:00 Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42 Öllu tjaldað til við leit að loðnu austur fyrir landi Búið er að finna um 300 þúsund tonn af loðnu. Fimm skip eru við loðnuleit, þar af eitt grænlenskt og tvö norsk fyrir austan land. Ekki enn búið að finna nægilegt magn til að hægt sé að gefa út kvóta. Vertíðin gæti því orðið sn 16. febrúar 2019 08:30 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Meðal aðgerða er að fresta lækkun bankaskatts Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um sjö milljörðum lakari en stefnt var að. Fall WOW Air og loðnubrestur eru helstu ástæður þess að fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til endurskoðunar. Með aðgerðum verður reynt að verja þá uppbyggingu sem þegar hefur verið kynnt. 30. maí 2019 18:42
Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15
Flugfélag Íslands fækkar flugvélum niður í fjórar Flugfélag Íslands hefur ákveðið að skera flugflota sinn niður um þriðjung og fækka flugvélum úr sex niður í fjórar. Tíu prósenta samdráttur er í farþegafjölda frá áramótum. 7. ágúst 2019 21:49
Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52
100 milljóna tap hjá Vestmannaeyjabæ vegna loðnubrests Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. 31. mars 2019 13:05
Óhefðbundin loðnuvertíð skilar um nítján milljörðum króna Reiknað er með að nýafstaðin loðnuvertíð geti skilað um nítján milljörðum í útflutningsverðmætum sem er mun minna en vertíðin á undan skilaði. Íslensk skip veiddu aðeins um 100 þúsund tonn en erlend skip 73 þúsund tonn. 26. apríl 2016 05:00
Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42
Öllu tjaldað til við leit að loðnu austur fyrir landi Búið er að finna um 300 þúsund tonn af loðnu. Fimm skip eru við loðnuleit, þar af eitt grænlenskt og tvö norsk fyrir austan land. Ekki enn búið að finna nægilegt magn til að hægt sé að gefa út kvóta. Vertíðin gæti því orðið sn 16. febrúar 2019 08:30