Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 16:45 Björgunarmaður á vettvangi flugslyssins í Shahedshahr, suðvestur af Teheran í dag. AP/Ebrahim Noroozi Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, segir að stjórnvöld í Kænugarði ætli að senda teymi sérfræðinga til Írans til að rannsaka orsakir þess að úkraínsk farþegaþota fórst með 176 manns við Teheran í morgun. Írönsk flugmálayfirvöld hafa sagt að tæknileg vandamál hafi líklega grandað vélinni. „Forgangsmál okkar er að komast að sannleikanum og þeim sem bera ábyrgð á þessum hræðilega harmleik,“ sagði Zelenskíj eftir fund með ráðuneyti sínu í dag. Ellefu Úkraínumenn eru sagðir hafa verið um borð í vélinni, auk 82 Írana og 63 Kanadamanna. Flugvélin hrapaði og eldur kviknaði í henni skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. Slysið varð skömmu eftir að tilkynnt var að írönsk stjórnvöld hefðu gert flugskeytaárás á herstöð í Írak sem hýsir bandaríska hermenn. Það var hefndaraðgerð eftir morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad á föstudag. Íranski herinn vísaði því á bug að flugskeyti gæti hafa grandað farþegaflugvélinni úkraínsku. Vélin var þriggja og hálfs ára gömul af gerðinni Boeing 737. Upphaflega sögðust úkraínskir embættismenn sammála mati íranskra flugmálayfirvalda um að tæknileg vandamál hefðu leitt til slyssins en þeir drógu síðar í land og sögðust ætla að bíða niðurstöðu rannsóknar. Flestir farþeganna voru á leið til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. AP-fréttastofan segir að íranskir námsmenn í Úkraínu og Kanadamenn af írönskum uppruna eða ættum nýti sér þessa flugleið oft í vetrarfríi. Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, segir að stjórnvöld í Kænugarði ætli að senda teymi sérfræðinga til Írans til að rannsaka orsakir þess að úkraínsk farþegaþota fórst með 176 manns við Teheran í morgun. Írönsk flugmálayfirvöld hafa sagt að tæknileg vandamál hafi líklega grandað vélinni. „Forgangsmál okkar er að komast að sannleikanum og þeim sem bera ábyrgð á þessum hræðilega harmleik,“ sagði Zelenskíj eftir fund með ráðuneyti sínu í dag. Ellefu Úkraínumenn eru sagðir hafa verið um borð í vélinni, auk 82 Írana og 63 Kanadamanna. Flugvélin hrapaði og eldur kviknaði í henni skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. Slysið varð skömmu eftir að tilkynnt var að írönsk stjórnvöld hefðu gert flugskeytaárás á herstöð í Írak sem hýsir bandaríska hermenn. Það var hefndaraðgerð eftir morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad á föstudag. Íranski herinn vísaði því á bug að flugskeyti gæti hafa grandað farþegaflugvélinni úkraínsku. Vélin var þriggja og hálfs ára gömul af gerðinni Boeing 737. Upphaflega sögðust úkraínskir embættismenn sammála mati íranskra flugmálayfirvalda um að tæknileg vandamál hefðu leitt til slyssins en þeir drógu síðar í land og sögðust ætla að bíða niðurstöðu rannsóknar. Flestir farþeganna voru á leið til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. AP-fréttastofan segir að íranskir námsmenn í Úkraínu og Kanadamenn af írönskum uppruna eða ættum nýti sér þessa flugleið oft í vetrarfríi.
Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36