Wade fær þriggja daga hátíð þegar Miami Heat hengir upp treyjuna hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 13:00 LeBron James fékk áritaða treyju frá Dwyane Wade á lokatímabili Wade í NBA. Getty/Harry How NBA körfuboltafélagið Miami Heat ætlar ekki að fara hefðbundna leið þegar treyja Dwyane Wade verður hengd upp í rjáfur á American Airlines Arena. Dwyane Wade gerði mjög mikið fyrir félagið á sínum ferli og forráðamenn Miami Heat vilja hylla hann með mikilli hátíð. Dwyane Wade spilaði þrettán tímabil með Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA meistari með liðinu. Hann á líka mjög mikið af alls kyns félagsmetum hjá Miami Heat enda frábær leikmaður sem spilaði með Miami Heat í langan tíma. Venjulega fá leikmenn eitt kvöld þar sem treyju þeirra er hengd upp með viðhöfn en það var ekki nóg að mati forráðamanna Miami Heat. The Miami Heat will retire Dwyane Wade's No. 3 jersey during a three-day ceremony, Feb. 21-23.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 7, 2020 Treyjuhátið Dwyane Wade mun standa yfir í þrjá daga eða frá 21. til 23. febrúar næstkomandi. Þessir þrír dagar eru táknrænir fyrir Dwyane Wade og Miami Heat því hann spilaði alltaf í treyju númer þrjú og vann einnig þrjá meistaratitla með félaginu. En hvað gerist á þessum þremur dögum? Á föstudeginum verður sérstök hátíðarstund fyrir útvalda aðila þar sem verður minnst þess sem Dwyane Wade gerði með Miami Heat og hvaða áhirf hann hafði á Miami borg. Þeir sem mega mæta þar eru ársmiðahafar, þeir sem eiga lúxussæti og svo styrktaraðilar félagsins. Á laugardeginum verður síðan hefðbundin athöfn í tengslum við leik Miami Heat og Cleveland Cavaliers þar sem treyja Dwyane Wade fer upp í rjáfur. Á sunnudeginum verður síðan sýnd mynd í American Airlines Arena en þessi mynd er byggð á ævi Dwyane Wade. Tekjur af sölu miða á myndina fara til góðgerðasamtaka Dwyane Wade. Dwyane Wade will have his jersey retired by the @MiamiHEAT on Feb. 22, the team announced. pic.twitter.com/WR8eC3GzxF— SportsCenter (@SportsCenter) January 7, 2020 NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
NBA körfuboltafélagið Miami Heat ætlar ekki að fara hefðbundna leið þegar treyja Dwyane Wade verður hengd upp í rjáfur á American Airlines Arena. Dwyane Wade gerði mjög mikið fyrir félagið á sínum ferli og forráðamenn Miami Heat vilja hylla hann með mikilli hátíð. Dwyane Wade spilaði þrettán tímabil með Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA meistari með liðinu. Hann á líka mjög mikið af alls kyns félagsmetum hjá Miami Heat enda frábær leikmaður sem spilaði með Miami Heat í langan tíma. Venjulega fá leikmenn eitt kvöld þar sem treyju þeirra er hengd upp með viðhöfn en það var ekki nóg að mati forráðamanna Miami Heat. The Miami Heat will retire Dwyane Wade's No. 3 jersey during a three-day ceremony, Feb. 21-23.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 7, 2020 Treyjuhátið Dwyane Wade mun standa yfir í þrjá daga eða frá 21. til 23. febrúar næstkomandi. Þessir þrír dagar eru táknrænir fyrir Dwyane Wade og Miami Heat því hann spilaði alltaf í treyju númer þrjú og vann einnig þrjá meistaratitla með félaginu. En hvað gerist á þessum þremur dögum? Á föstudeginum verður sérstök hátíðarstund fyrir útvalda aðila þar sem verður minnst þess sem Dwyane Wade gerði með Miami Heat og hvaða áhirf hann hafði á Miami borg. Þeir sem mega mæta þar eru ársmiðahafar, þeir sem eiga lúxussæti og svo styrktaraðilar félagsins. Á laugardeginum verður síðan hefðbundin athöfn í tengslum við leik Miami Heat og Cleveland Cavaliers þar sem treyja Dwyane Wade fer upp í rjáfur. Á sunnudeginum verður síðan sýnd mynd í American Airlines Arena en þessi mynd er byggð á ævi Dwyane Wade. Tekjur af sölu miða á myndina fara til góðgerðasamtaka Dwyane Wade. Dwyane Wade will have his jersey retired by the @MiamiHEAT on Feb. 22, the team announced. pic.twitter.com/WR8eC3GzxF— SportsCenter (@SportsCenter) January 7, 2020
NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira