NBA stjarna sér eftir því að hafa hegðað sér eins og þrettán ára strákur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 18:00 Kevin Love í leik með Cleveland Cavaliers en samningur hans rennur ekki út fyrr en sumarið 2022. Getty/ Jason Miller Bandaríski körfuboltamaðurinn Kevin Love er orðinn mjög pirraður á ástandinu hjá Cleveland Cavaliers en fyrr í vetur komu fréttir af því að félagið var að skoða það að skipta honum til annars liðs í NBA-deildinni. Ekkert hefur orðið að þeim skiptum ennþá og það gengur lítið hjá liði Cleveland Cavaliers inn á vellinum. Pirringur Love og slæmt gengi var greinilega farið að hafa mikil áhrif á leikmanninn. Kevin Love brann síðan tvisvar sinnum yfir á dögunum, fyrst á bekknum í leik í Toronto og svo í tapi á móti Oklahoma City Thunder á sunnudaginn. Hann reifst líka við framkvæmdastjóri Cavaliers, Koby Altman, fyrir Thunder leikinn. Kevin Love apologized for his recent "childish" outbursts. pic.twitter.com/ARpP6S8ufM— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 7, 2020 Í leiknum sjálfum veifaði Love margoft höndunum til að sýna óánægju sína með liðsfélagana, snéri síðan baki í andstæðing í varnarleiknum og henti boltanum í liðsfélaga. Kevin Love baðst afsökunar á hegðun sinni fyrir leikinn á móti Detorit Pistons í nótt þar sem Love var með 30 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 80 prósent skotnýtingu (12 af 15) en lið hans tapaði enn einum leiknum. in one week Kevin Love got fined for talking shit, dared GM to do it again bc he's too rich to care, posted a cryptic IG Joker pic, threw a tantrum in front of coach, then pledged loyalty to his teammates. this trade demand rules we are so close to him scoring on his own basket.— Rob Perez (@WorldWideWob) January 5, 2020 „Ég hegðaði mér ekki eins og 31 árs karlmaður heldur eins og 13 ára krakki. Þetta skrifast bara á mig,“ sagði Kevin Love. Kevin Love appeared to be visibly frustrated with Collin Sexton. pic.twitter.com/NKA02hBOt4— SportsCenter (@SportsCenter) January 5, 2020 Kevin Love vildi ekki gera mikið úr rifrildinu við Koby Altman og segir að það sé allt í góðu á milli þeirra. Þeir hafi ekki verið að öskra á hvorn annan heldur aðeins rætt málin af hreinskilni. Skömmu eftir að LeBron James yfirgaf Cleveland Cavaliers sumarið 2018 þá skrifaði Kevin Love nýjan fjögurra ára samning sem skilaði honum 120 milljónum dollara eða 14,8 milljörðum íslenskra króna. Love segist ekki sjá eftir því að hafa skrifað undir þennan samning og segist hafa alla tíð viljað vera hjá Cleveland Cavaliers. Hann talaði einnig um að það gæti eitthvað gerst á næstu vikum en menn verði bara að bíða og sjá Love hefur einnig rætt áður opinberlega um baráttu sína við þunglyndi. Kevin Love was fined $1,000 by the Cavs for this outburst on the bench, per @ShamsCharania Kevin Love reportedly told Cavs GM Koby Altman, “Go ahead. I have plenty of money.” after Altman threatened to fine him last season after a similar outburst.pic.twitter.com/4StYaWJIbq— NBA Central (@TheNBACentral) January 5, 2020 NBA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn Kevin Love er orðinn mjög pirraður á ástandinu hjá Cleveland Cavaliers en fyrr í vetur komu fréttir af því að félagið var að skoða það að skipta honum til annars liðs í NBA-deildinni. Ekkert hefur orðið að þeim skiptum ennþá og það gengur lítið hjá liði Cleveland Cavaliers inn á vellinum. Pirringur Love og slæmt gengi var greinilega farið að hafa mikil áhrif á leikmanninn. Kevin Love brann síðan tvisvar sinnum yfir á dögunum, fyrst á bekknum í leik í Toronto og svo í tapi á móti Oklahoma City Thunder á sunnudaginn. Hann reifst líka við framkvæmdastjóri Cavaliers, Koby Altman, fyrir Thunder leikinn. Kevin Love apologized for his recent "childish" outbursts. pic.twitter.com/ARpP6S8ufM— NBA on ESPN (@ESPNNBA) January 7, 2020 Í leiknum sjálfum veifaði Love margoft höndunum til að sýna óánægju sína með liðsfélagana, snéri síðan baki í andstæðing í varnarleiknum og henti boltanum í liðsfélaga. Kevin Love baðst afsökunar á hegðun sinni fyrir leikinn á móti Detorit Pistons í nótt þar sem Love var með 30 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 80 prósent skotnýtingu (12 af 15) en lið hans tapaði enn einum leiknum. in one week Kevin Love got fined for talking shit, dared GM to do it again bc he's too rich to care, posted a cryptic IG Joker pic, threw a tantrum in front of coach, then pledged loyalty to his teammates. this trade demand rules we are so close to him scoring on his own basket.— Rob Perez (@WorldWideWob) January 5, 2020 „Ég hegðaði mér ekki eins og 31 árs karlmaður heldur eins og 13 ára krakki. Þetta skrifast bara á mig,“ sagði Kevin Love. Kevin Love appeared to be visibly frustrated with Collin Sexton. pic.twitter.com/NKA02hBOt4— SportsCenter (@SportsCenter) January 5, 2020 Kevin Love vildi ekki gera mikið úr rifrildinu við Koby Altman og segir að það sé allt í góðu á milli þeirra. Þeir hafi ekki verið að öskra á hvorn annan heldur aðeins rætt málin af hreinskilni. Skömmu eftir að LeBron James yfirgaf Cleveland Cavaliers sumarið 2018 þá skrifaði Kevin Love nýjan fjögurra ára samning sem skilaði honum 120 milljónum dollara eða 14,8 milljörðum íslenskra króna. Love segist ekki sjá eftir því að hafa skrifað undir þennan samning og segist hafa alla tíð viljað vera hjá Cleveland Cavaliers. Hann talaði einnig um að það gæti eitthvað gerst á næstu vikum en menn verði bara að bíða og sjá Love hefur einnig rætt áður opinberlega um baráttu sína við þunglyndi. Kevin Love was fined $1,000 by the Cavs for this outburst on the bench, per @ShamsCharania Kevin Love reportedly told Cavs GM Koby Altman, “Go ahead. I have plenty of money.” after Altman threatened to fine him last season after a similar outburst.pic.twitter.com/4StYaWJIbq— NBA Central (@TheNBACentral) January 5, 2020
NBA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira