Samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð: Björgunarsveitarmenn komnir að fólkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. janúar 2020 01:05 Fyrstu hópar björgunarsveitarmanna eru komnir að fólkinu. Vísir/Jóhann K. Samhæfingarmiðstöðin í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna fólksins sem fast er undir Langjökli. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri í almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að hlutverk samhæfingarmiðstöðvarinnar sé að styðja við aðgerðarstjórn sem er á Selfossi. Rögnvaldur segir málið alvarlegra en menn héldu í upphafi. Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. En það var í skipulagðri vélsleðaferð um svæðið. Beiðni um aðstoð barst fyrr í kvöld þegar fólkið var að grafa sig í fönn vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Þrjátíu og níu ferðamenn eru í hópnum og er sá yngsti 6 ára gamall. Með þeim eru tíu leiðsögumenn. Vegna veðursins er fólkið orðið blautt og kalt og mikil hætta á ofkælingu. Greiningarsveit send að Gullfossi og sjúkrabílar á Selfoss Rögnvaldur segir að greiningarsveit Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé nú á leið í þjónustuskálann við Gullfoss. Í henni eiga sæti hjúkrunarstarfsfólk og sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og starfsfólk áfallateymis Rauða krossins á Íslandi. Þar verði tekið á móti fólkinu. Óskað hefur verið eftir því að sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins verði sendir á Selfoss til þess að vera til taks því allir sjúkraflutningamenn á því svæði eru að sinna útkallinu. Veður á svæðinu er mjög vont og á eftir að versna í nótt. Rögnvaldur segir að það sé í raun kapphlaup við tímann að koma fólkinu í skjól. 39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Björgunarsveitir Bláskógabyggð Sjúkraflutningar Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Samhæfingarmiðstöðin í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna fólksins sem fast er undir Langjökli. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri í almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að hlutverk samhæfingarmiðstöðvarinnar sé að styðja við aðgerðarstjórn sem er á Selfossi. Rögnvaldur segir málið alvarlegra en menn héldu í upphafi. Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. En það var í skipulagðri vélsleðaferð um svæðið. Beiðni um aðstoð barst fyrr í kvöld þegar fólkið var að grafa sig í fönn vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Þrjátíu og níu ferðamenn eru í hópnum og er sá yngsti 6 ára gamall. Með þeim eru tíu leiðsögumenn. Vegna veðursins er fólkið orðið blautt og kalt og mikil hætta á ofkælingu. Greiningarsveit send að Gullfossi og sjúkrabílar á Selfoss Rögnvaldur segir að greiningarsveit Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sé nú á leið í þjónustuskálann við Gullfoss. Í henni eiga sæti hjúkrunarstarfsfólk og sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og starfsfólk áfallateymis Rauða krossins á Íslandi. Þar verði tekið á móti fólkinu. Óskað hefur verið eftir því að sjúkrabílar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins verði sendir á Selfoss til þess að vera til taks því allir sjúkraflutningamenn á því svæði eru að sinna útkallinu. Veður á svæðinu er mjög vont og á eftir að versna í nótt. Rögnvaldur segir að það sé í raun kapphlaup við tímann að koma fólkinu í skjól.
39 bjargað á Langjökli Almannavarnir Björgunarsveitir Bláskógabyggð Sjúkraflutningar Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. 8. janúar 2020 00:10
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08