Hænan Hildur tekin af lífi í Húsdýragarðinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:32 Hænurnar hans Vífils á öxlum hans. Hildur stendur ofan á höfðinu á Vífli. aðsend Hænan Hildur var í dag tekin af lífi í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum eftir að hún hafði velkst um Langholtshverfið í nokkra klukkutíma. Hildur hafði villst úr garðinum sínum en eigandi hennar, Vífill Sigurðsson, er veðurtepptur í Noregi og gat því ekki komið henni til bjargar. Hildur hefur fylgt Vífli síðastliðin átta ár en Vífill fékk hana í afmælisgjöf árið 2012 ásamt tveimur örðum hænum. Hann segir að þær hafi ekki verið langlífar en hann hafi svo fengið þrjár hænur til viðbótar að gjöf síðar. Hildur hafi þó verið uppáhalds hænan og sú eina sem hafi verið nefnd. Hænurnar hans Vífils eru vanar því að vera úti á veturna.aðsend Hildur vakti mikla athygli í dag þar sem hún hélt sér við Langholtsveg og vildi helst vera úti á miðri götu. Þar olli hún umferðarteppu þar sem hún virtist ekkert kippa sér upp við bílana sem keyrðu um vegin, eða þegar bílstjórar flautuðu á hana. „Hænur eru nú pínulítið vitlausar, þótt hún væri sprellfjörug þá myndi hún ekkert endilega bregðast við, þetta er ekki hundur,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu Vísis. Hildi virtist þó borgið þegar fimmta bekk Langholtsskóla bar að garði en bekkurinn var á leiðinni heim úr vettvangsferð þegar hann mætti henni. Henni var þá fylgt í Húsdýragarðinn, enda var hún orðin lúin eftir ævintýri dagsins, en þar beið hennar ekkert gott. Hænurnar eiga það til að sofa uppi í tré.aðsend Svo fór að Hildur var tekin af lífi í Húsdýragarðinum. Síðasta ævintýri Hildar „Hildur er dauð. Hún villtist úr garðinum heima en ég er veðurtepptur í Ósló og gat ekkert gert. Góð kona bjargaði henni og setti í Húsdýragarðinn. Þeir drápu hana til öryggis. Minnir á sögu úr Víetnam,“ skrifar Vífill á Facebook. „Ég er samt ekkert að pönkast í karlgreyjunum í Húsdýragarðinum, en mér fannst þetta hálfleiðinlegt,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu. Hildur var uppáhalds hænan hans Vífils.aðsend Þetta var ekki fyrsta ævintýri Hildar en Vífill segir að hún hafi oft áður farið út úr garðinum og villst heim aftur. „Hún var ábyggilega orðin köld, hænunum er alltaf svakalega illa við slyddudrullu þá vilja þær alltaf bara fara inn í kofa.“ Hún hafi þó verið vön því að vera úti á veturna og hafi verið það síðastliðin átta ár. „Hún var nær dauða en lífi og var varla með lífsmarki þegar hún kom til okkar og hún var aflífuð þar sem það var fyrirséð að hún myndi ekki lifa þetta af. Við gerum þetta í samræmi við dýraverndunarlög og síðan tilkynnum við það til Matvælastofnunar,“ sagði Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins í samtali við fréttastofu Vísis. „Það er mjög mikilvægt að fólk haldi húsdýrunum sínum inni í svona veðri og það er skýrt tekið fram í reglugerðum og lögum um dýravernd,“ sagði Þorkell. „Við höfum nú allgóða reynslu af því að halda hænur í Húsdýragarðinum og þær þola ekki mikið volk, það getur náttúrulega verið eitthvað annað að þeim, þessi hæna skilst mér var orðin býsna gömul.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hænan Hildur var í dag tekin af lífi í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum eftir að hún hafði velkst um Langholtshverfið í nokkra klukkutíma. Hildur hafði villst úr garðinum sínum en eigandi hennar, Vífill Sigurðsson, er veðurtepptur í Noregi og gat því ekki komið henni til bjargar. Hildur hefur fylgt Vífli síðastliðin átta ár en Vífill fékk hana í afmælisgjöf árið 2012 ásamt tveimur örðum hænum. Hann segir að þær hafi ekki verið langlífar en hann hafi svo fengið þrjár hænur til viðbótar að gjöf síðar. Hildur hafi þó verið uppáhalds hænan og sú eina sem hafi verið nefnd. Hænurnar hans Vífils eru vanar því að vera úti á veturna.aðsend Hildur vakti mikla athygli í dag þar sem hún hélt sér við Langholtsveg og vildi helst vera úti á miðri götu. Þar olli hún umferðarteppu þar sem hún virtist ekkert kippa sér upp við bílana sem keyrðu um vegin, eða þegar bílstjórar flautuðu á hana. „Hænur eru nú pínulítið vitlausar, þótt hún væri sprellfjörug þá myndi hún ekkert endilega bregðast við, þetta er ekki hundur,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu Vísis. Hildi virtist þó borgið þegar fimmta bekk Langholtsskóla bar að garði en bekkurinn var á leiðinni heim úr vettvangsferð þegar hann mætti henni. Henni var þá fylgt í Húsdýragarðinn, enda var hún orðin lúin eftir ævintýri dagsins, en þar beið hennar ekkert gott. Hænurnar eiga það til að sofa uppi í tré.aðsend Svo fór að Hildur var tekin af lífi í Húsdýragarðinum. Síðasta ævintýri Hildar „Hildur er dauð. Hún villtist úr garðinum heima en ég er veðurtepptur í Ósló og gat ekkert gert. Góð kona bjargaði henni og setti í Húsdýragarðinn. Þeir drápu hana til öryggis. Minnir á sögu úr Víetnam,“ skrifar Vífill á Facebook. „Ég er samt ekkert að pönkast í karlgreyjunum í Húsdýragarðinum, en mér fannst þetta hálfleiðinlegt,“ sagði Vífill í samtali við fréttastofu. Hildur var uppáhalds hænan hans Vífils.aðsend Þetta var ekki fyrsta ævintýri Hildar en Vífill segir að hún hafi oft áður farið út úr garðinum og villst heim aftur. „Hún var ábyggilega orðin köld, hænunum er alltaf svakalega illa við slyddudrullu þá vilja þær alltaf bara fara inn í kofa.“ Hún hafi þó verið vön því að vera úti á veturna og hafi verið það síðastliðin átta ár. „Hún var nær dauða en lífi og var varla með lífsmarki þegar hún kom til okkar og hún var aflífuð þar sem það var fyrirséð að hún myndi ekki lifa þetta af. Við gerum þetta í samræmi við dýraverndunarlög og síðan tilkynnum við það til Matvælastofnunar,“ sagði Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins í samtali við fréttastofu Vísis. „Það er mjög mikilvægt að fólk haldi húsdýrunum sínum inni í svona veðri og það er skýrt tekið fram í reglugerðum og lögum um dýravernd,“ sagði Þorkell. „Við höfum nú allgóða reynslu af því að halda hænur í Húsdýragarðinum og þær þola ekki mikið volk, það getur náttúrulega verið eitthvað annað að þeim, þessi hæna skilst mér var orðin býsna gömul.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira