Guðni Axelsson nýr forstöðumaður Jarðhitaskólans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2020 15:08 Guðni Axelsson tók við stöðunni 1. janúar síðastliðinn. orkustofnun/vísir/vilhelm Jarðeðlisfræðingurinn Dr. Guðni Axelsson tók um áramótin við starfi forstöðumanns Jarðhitaskólans. Frá þessu er greint á vef Orkustofnunar þar sem fram kemur að skólinn hafi fram á síðasta ár verið tengdur Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU), en sé frá þessu ári tengdur Menningarmálastofnun þeirra (UNESCO). Guðni var ráðinn í október 2019 til að taka við stöðunni 1. janúar 2020, eftir umfjöllun og mat sérstakrar dómnefndar á umsækjendum um stöðuna. Áður hafði Lúðvík S. Georgsson gegnt starfi forstöðumanns frá árinu 2013. Guðni lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1978 og MSc-prófi í jarðeðlisfræði frá Department of Geophysics/School of Oceanography, Oregon State University, Corvallis, Oregon, 1980. Þá lauk hann doktorsprófi (PhD) í jarðeðlisfræði með sérhæfingu í forðafræði jarðhita frá sama skóla 1985, undir leiðsögn Gunnars heitins Böðvarssonar. Frá því hann lauk námi hefur Guðni starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) í Reykjavík og forverum þeirra, Jarðhitadeild og Rannsóknasviði Orkustofnunar, sem sérfræðingur í forðafræði jarðhita og verkefnisstjóri. Árin 2003-2014 var hann deildarstjóri eðlisfræðideildar ÍSOR og frá 2014 sviðsstjóri kennslu og þróunar á ÍSOR. Guðni hefur starfað við forðafræðirannsóknir á Íslandi og víða um heim, með áherslu á líkanreikninga, vinnslueftirlit, stýringu langtímavinnslu, niðurdælingu, sjálfbærni og áreiðanleikakannanir. Hann hefur komið að rannsóknum allra háhitasvæða á Íslandi, sem nú eru nýtt, að rannsóknum langflestra lághitasvæða, sem nýtt eru fyrir hitaveitur á Íslandi, auk þess að vinna við og/eða stýra rannsóknarverkefnum í Kína, Tyrklandi, Kenýa, Austur-Evrópu, Mið-Ameríku og víðar. Hann hefur kennt við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna auk þess að hafa verið gestaprófessor í jarðhitavísindum við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og kennt við Háskólann í Reykjavík. Guðni er kvæntur Svanfríði Franklínsdóttur kennara og bókasafns- og upplýsingafræðingi og eiga þau þrjú börn. Lúðvík S. Georgsson, sem nú lætur af störfum sem forstöðumaður Jarðhitaskólans, lauk námi sem verkfræðingur í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi 1975 og hóf störf hjá Orkustofnun sama ár. Lúðvík hefur starfað hjá Jarðhitaskólanum síðan áramótin 1989-1990 fyrst sem aðstoðarforstöðumaður Jarðhitaskólans og síðar sem forstöðumaður Jarðhitaskólans frá árinu 2013. Lúðvík hefur tekið þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu starfi skólans og átt þátt í uppbyggingu á starfsemi hans á umliðnum árum og er honum þakkað farsælt starf sem eflt hefur skólann umtalsvert. Frá árinu 1979, þegar Jarðhitaskólinn var settur á laggirnar, fyrstur skólanna fjögurra sem starfað hafa undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, hafa 718 sérfræðingar frá 63 þróunarríkjum útskrifast frá skólanum og á annað þúsund sótt námskeið á vegum hans í nokkrum samstarfsríkjum. Framlag Íslands gegnum starfsemi Jarðhitaskólans hefur haft umtalsverð áhrif á uppbyggingu endurnýjanlegrar orkunýtingar í fjölda þróunarlanda, jafnt til raforkuframleiðslu sem til hitunar húsa með jarðvarma. Skóla - og menntamál Vistaskipti Þróunarsamvinna Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Jarðeðlisfræðingurinn Dr. Guðni Axelsson tók um áramótin við starfi forstöðumanns Jarðhitaskólans. Frá þessu er greint á vef Orkustofnunar þar sem fram kemur að skólinn hafi fram á síðasta ár verið tengdur Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU), en sé frá þessu ári tengdur Menningarmálastofnun þeirra (UNESCO). Guðni var ráðinn í október 2019 til að taka við stöðunni 1. janúar 2020, eftir umfjöllun og mat sérstakrar dómnefndar á umsækjendum um stöðuna. Áður hafði Lúðvík S. Georgsson gegnt starfi forstöðumanns frá árinu 2013. Guðni lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1978 og MSc-prófi í jarðeðlisfræði frá Department of Geophysics/School of Oceanography, Oregon State University, Corvallis, Oregon, 1980. Þá lauk hann doktorsprófi (PhD) í jarðeðlisfræði með sérhæfingu í forðafræði jarðhita frá sama skóla 1985, undir leiðsögn Gunnars heitins Böðvarssonar. Frá því hann lauk námi hefur Guðni starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) í Reykjavík og forverum þeirra, Jarðhitadeild og Rannsóknasviði Orkustofnunar, sem sérfræðingur í forðafræði jarðhita og verkefnisstjóri. Árin 2003-2014 var hann deildarstjóri eðlisfræðideildar ÍSOR og frá 2014 sviðsstjóri kennslu og þróunar á ÍSOR. Guðni hefur starfað við forðafræðirannsóknir á Íslandi og víða um heim, með áherslu á líkanreikninga, vinnslueftirlit, stýringu langtímavinnslu, niðurdælingu, sjálfbærni og áreiðanleikakannanir. Hann hefur komið að rannsóknum allra háhitasvæða á Íslandi, sem nú eru nýtt, að rannsóknum langflestra lághitasvæða, sem nýtt eru fyrir hitaveitur á Íslandi, auk þess að vinna við og/eða stýra rannsóknarverkefnum í Kína, Tyrklandi, Kenýa, Austur-Evrópu, Mið-Ameríku og víðar. Hann hefur kennt við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna auk þess að hafa verið gestaprófessor í jarðhitavísindum við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og kennt við Háskólann í Reykjavík. Guðni er kvæntur Svanfríði Franklínsdóttur kennara og bókasafns- og upplýsingafræðingi og eiga þau þrjú börn. Lúðvík S. Georgsson, sem nú lætur af störfum sem forstöðumaður Jarðhitaskólans, lauk námi sem verkfræðingur í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi 1975 og hóf störf hjá Orkustofnun sama ár. Lúðvík hefur starfað hjá Jarðhitaskólanum síðan áramótin 1989-1990 fyrst sem aðstoðarforstöðumaður Jarðhitaskólans og síðar sem forstöðumaður Jarðhitaskólans frá árinu 2013. Lúðvík hefur tekið þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu starfi skólans og átt þátt í uppbyggingu á starfsemi hans á umliðnum árum og er honum þakkað farsælt starf sem eflt hefur skólann umtalsvert. Frá árinu 1979, þegar Jarðhitaskólinn var settur á laggirnar, fyrstur skólanna fjögurra sem starfað hafa undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, hafa 718 sérfræðingar frá 63 þróunarríkjum útskrifast frá skólanum og á annað þúsund sótt námskeið á vegum hans í nokkrum samstarfsríkjum. Framlag Íslands gegnum starfsemi Jarðhitaskólans hefur haft umtalsverð áhrif á uppbyggingu endurnýjanlegrar orkunýtingar í fjölda þróunarlanda, jafnt til raforkuframleiðslu sem til hitunar húsa með jarðvarma.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Þróunarsamvinna Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira