Flugi aflýst vegna veðurs Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 10:36 Farþegum er bent á að fylgjast með flugáætlun á vef Isavia. Flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthansa hafa aflýst öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag vegna veðurs. Þá hefur Icelandair einnig ákveðið að aflýsa flugi sínu í fyrramálið, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Enn sem komið er eru flugferðir flugfélaganna Norwegian og Wizz Air á áætlun. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir í samtali við fréttastofu að flugi hafi verið aflýst eftir hádegi í dag. Farþegum er bent á að fylgjast með stöðu flugferða frá Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Í tilkynningu frá Icelandair segir að gert sé ráð fyrir að raskanirnar muni hafa áhrif á yfir átta þúsund farþega. Búið sé að upplýsa alla farþega um málið og unnið að endurbókunum. Upplýsingaskilti í Keflavík í dag.Vísir/JóiK „Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Flugi sem aflýst verður vegna veðurs Öllu flugi frá Evrópu í dag verður aflýst en um er að ræða 15 flug. Öllum brottförum frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag aflýst en um er að ræða 11 brottfarir og þá jafnmargar komur aftur frá Norður Ameríku. Öllu flugi til Evrópu frá Keflavík í fyrramálið verður aflýst en það eru 14 brottfarir. Þá segir í tilkynningu að nokkur hundruð farþegar sem áttu flug frá Íslandi seinnipartinn í dag hafi nýtt sér boð Icelandair um að ferðast degi fyrr. Um 700 erlendir farþegar verða áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eru að ferðast á milli Evrópu og Norður Ameríku með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er gert ráð fyrir að flug verði á áætlun frá Keflavík seinnipartinn á morgun, miðvikudag. Innanlandsflugi einnig aflýst Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag og útlit fyrir leiðindaveður víðast hvar á landinu. Gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum síðdegis. Hríð verður norðvestantil á landinu í dag og suðvestan stormur og él í öðrum landshlutum seinni partinn og í kvöld. Gert er ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu og lélegu skyggni á Suður- og Vesturlandi. Þá hefur innanlandsflugi Air Iceland Connect verið aflýst að mestu í dag, sem og flugi félagsins til Grænlands. Þegar þetta er ritað er áætlunarflug til og frá Egilsstöðum um hádegisbil þó enn á áætlun. Upplýsingar um flugáætlun Air Iceland Connect má finna hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthansa hafa aflýst öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag vegna veðurs. Þá hefur Icelandair einnig ákveðið að aflýsa flugi sínu í fyrramálið, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Enn sem komið er eru flugferðir flugfélaganna Norwegian og Wizz Air á áætlun. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia staðfestir í samtali við fréttastofu að flugi hafi verið aflýst eftir hádegi í dag. Farþegum er bent á að fylgjast með stöðu flugferða frá Keflavíkurflugvelli á vef Isavia. Í tilkynningu frá Icelandair segir að gert sé ráð fyrir að raskanirnar muni hafa áhrif á yfir átta þúsund farþega. Búið sé að upplýsa alla farþega um málið og unnið að endurbókunum. Upplýsingaskilti í Keflavík í dag.Vísir/JóiK „Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Flugi sem aflýst verður vegna veðurs Öllu flugi frá Evrópu í dag verður aflýst en um er að ræða 15 flug. Öllum brottförum frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag aflýst en um er að ræða 11 brottfarir og þá jafnmargar komur aftur frá Norður Ameríku. Öllu flugi til Evrópu frá Keflavík í fyrramálið verður aflýst en það eru 14 brottfarir. Þá segir í tilkynningu að nokkur hundruð farþegar sem áttu flug frá Íslandi seinnipartinn í dag hafi nýtt sér boð Icelandair um að ferðast degi fyrr. Um 700 erlendir farþegar verða áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eru að ferðast á milli Evrópu og Norður Ameríku með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er gert ráð fyrir að flug verði á áætlun frá Keflavík seinnipartinn á morgun, miðvikudag. Innanlandsflugi einnig aflýst Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag og útlit fyrir leiðindaveður víðast hvar á landinu. Gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum síðdegis. Hríð verður norðvestantil á landinu í dag og suðvestan stormur og él í öðrum landshlutum seinni partinn og í kvöld. Gert er ráð fyrir vindi allt að 25 metrum á sekúndu og lélegu skyggni á Suður- og Vesturlandi. Þá hefur innanlandsflugi Air Iceland Connect verið aflýst að mestu í dag, sem og flugi félagsins til Grænlands. Þegar þetta er ritað er áætlunarflug til og frá Egilsstöðum um hádegisbil þó enn á áætlun. Upplýsingar um flugáætlun Air Iceland Connect má finna hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira