Ekkert sem bannar dæmdum barnaníðingum að fara með forsjá barns Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2020 18:45 Ekkert í lögum kveður á um að barnaníðingar fari ekki með forsjá barna að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Hún vill meira eftirlit og utanumhald með barnaníðingum hér á landi. Í Bretlandi fái dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, ekki að ganga lausir séu börn á heimilinu. Þá segir Heiða að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðru barni sínu, starfi engin hætta af því að búa með föður sínum. Maðurinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í október en hann fer einn með forsjá barnsins. Lögmaður móður sagði hana hafa miklar áhyggjur af barni sínu sem nú býr með dæmdum barnaníðingi. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, getur aðeins tjáð sig almennt um mál af þessum toga en hún telur þörf á að bæta lagaumhverfið. „Það er ekkert í lögum sem kveður á um það að einstaklingur sem hefur brotið gegn barni fái ekki að hafa forsjá barna, jafnvel sömu barna,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fái barnaverndarnefnd upplýsingar um að barnaníðingur búi með barni getur hún að ákveðið að láta gera áhættumat. „Það hefur því miður ekki verið sett inn í lög að það sé gerð krafa um að einstaklingar sem séu dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum gangist undir svona áhættumat, við hefðum vilja sjá það og höfum talað fyrir því í áratug,“ segir Heiða Björg. Fréttastofa hefur upplýsingar um að áhættumat hafi farið fram í máli mannsins og niðurstaðan að barninu stafaði ekki hætta af því að búa með föður sínum - þrátt fyrir að hann hafi brotið gegn eldra systkini þess sem er af sama kyni, þegar það var á svipuðum aldri. „Rannsóknir sýna það að það eru ekki allir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot líklegir til að brjóta af sér aftur eða áfram,“ segir Heiða Björg og bætir við að því sé mikilvægt að fram fari áhættumat. Þá segir Heiða Björg að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. „Þeir fái búsetu og atvinnu og annað við hæfi því við vitum það að það dregur ur líkum á því að gera þá hættulega,“ segir Heiða Björg. Bretar hafi til dæmis sett ákveðinn skilyrði fyrir því að dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, gangi lausir. „Til dæmis að menn neyti ekki vímuefna og að menn séu ekki búsettir með börnum,“ segir Heiða Björg. Barnavernd Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ekkert í lögum kveður á um að barnaníðingar fari ekki með forsjá barna að sögn forstjóra Barnaverndarstofu. Hún vill meira eftirlit og utanumhald með barnaníðingum hér á landi. Í Bretlandi fái dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, ekki að ganga lausir séu börn á heimilinu. Þá segir Heiða að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðru barni sínu, starfi engin hætta af því að búa með föður sínum. Maðurinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í október en hann fer einn með forsjá barnsins. Lögmaður móður sagði hana hafa miklar áhyggjur af barni sínu sem nú býr með dæmdum barnaníðingi. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, getur aðeins tjáð sig almennt um mál af þessum toga en hún telur þörf á að bæta lagaumhverfið. „Það er ekkert í lögum sem kveður á um það að einstaklingur sem hefur brotið gegn barni fái ekki að hafa forsjá barna, jafnvel sömu barna,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Fái barnaverndarnefnd upplýsingar um að barnaníðingur búi með barni getur hún að ákveðið að láta gera áhættumat. „Það hefur því miður ekki verið sett inn í lög að það sé gerð krafa um að einstaklingar sem séu dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum gangist undir svona áhættumat, við hefðum vilja sjá það og höfum talað fyrir því í áratug,“ segir Heiða Björg. Fréttastofa hefur upplýsingar um að áhættumat hafi farið fram í máli mannsins og niðurstaðan að barninu stafaði ekki hætta af því að búa með föður sínum - þrátt fyrir að hann hafi brotið gegn eldra systkini þess sem er af sama kyni, þegar það var á svipuðum aldri. „Rannsóknir sýna það að það eru ekki allir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot líklegir til að brjóta af sér aftur eða áfram,“ segir Heiða Björg og bætir við að því sé mikilvægt að fram fari áhættumat. Þá segir Heiða Björg að á Íslandi sé ekkert eftirlit né utanumhald með dæmdum barnaníðingum, hvorki eftir að þeir fá dóm né eftir að afplánun lýkur. „Þeir fái búsetu og atvinnu og annað við hæfi því við vitum það að það dregur ur líkum á því að gera þá hættulega,“ segir Heiða Björg. Bretar hafi til dæmis sett ákveðinn skilyrði fyrir því að dæmdir barnaníðingar, sem metnir eru hættulegir, gangi lausir. „Til dæmis að menn neyti ekki vímuefna og að menn séu ekki búsettir með börnum,“ segir Heiða Björg.
Barnavernd Fjölskyldumál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að 13 ára barni manns, sem dæmdur var fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum, stafi engin hætta af því að búa með föður sínum. Lögfræðingur móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá barns. 5. janúar 2020 19:38