Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Sylvía Hall skrifar 5. janúar 2020 18:14 Carlos Ghosn. Vísir/Getty Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmanns Nissan og renault, frá landinu. Ghosn náði að flýja til Líbanon rétt fyrir áramót eftir að honum hafði verið sleppt úr haldi gegn tryggingu í apríl gegn því skilyrði að hann myndi ekki fara úr landi. Þetta eru fyrstu viðbrögð yfirvalda við flóttanum en Ghosn beið réttarhalda í Japan. Ghosn hafði verið handtekinn á síðasta ári grunaður um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Hann er sagður hafa flúið vegna þess að hann taldi sig ekki fá sanngjörn réttarhöld í Japan. Engin gögn sýna fram á ferðalag frá Japan Interpol hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Ghosn þar sem segir að hann hafi komið ólöglega til landsins. Enn er óljóst hvort Ghosn verði kallaður til yfirheyrslu í Líbanon en ríkisborgarar landsins eru ekki framseldir annarra ríkja. Ghosn er með franskan, líbanskan og brasilískan ríkisborgararétt. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast eftir nokkra mánuði. Engu að síður tókst Ghosn að flýja og er hann sagður hafa yfirgefið land með einkaþotu og á hann að hafa falið sig í hljóðfæratösku. Eiginkona Ghosn, Carole, segir þetta þó ekki vera rétt.Sjá einnig: Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Ghosn komst frá Japan á frönsku vegabréfi en dómstóll í Japan hafði leyft honum að halda öðru af tveimur frönskum vegabréfum sínum. Vegabréfið átti að vera geymt í læstum skáp sem einungis lögmenn hans myndu hafa lykil að. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japan, sagði flótta Ghosn vera ólöglegan og það væri miður að hann hafi náð að flýja land. Engin gögn væru til sem sýndu fram á að hann hafi yfirgefið landið en hún sagðist heita því að málið yrði rannsakað til hlítar. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45 Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58 Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmanns Nissan og renault, frá landinu. Ghosn náði að flýja til Líbanon rétt fyrir áramót eftir að honum hafði verið sleppt úr haldi gegn tryggingu í apríl gegn því skilyrði að hann myndi ekki fara úr landi. Þetta eru fyrstu viðbrögð yfirvalda við flóttanum en Ghosn beið réttarhalda í Japan. Ghosn hafði verið handtekinn á síðasta ári grunaður um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins til eigin hagsmuna. Hann er sagður hafa flúið vegna þess að hann taldi sig ekki fá sanngjörn réttarhöld í Japan. Engin gögn sýna fram á ferðalag frá Japan Interpol hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Ghosn þar sem segir að hann hafi komið ólöglega til landsins. Enn er óljóst hvort Ghosn verði kallaður til yfirheyrslu í Líbanon en ríkisborgarar landsins eru ekki framseldir annarra ríkja. Ghosn er með franskan, líbanskan og brasilískan ríkisborgararétt. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast eftir nokkra mánuði. Engu að síður tókst Ghosn að flýja og er hann sagður hafa yfirgefið land með einkaþotu og á hann að hafa falið sig í hljóðfæratösku. Eiginkona Ghosn, Carole, segir þetta þó ekki vera rétt.Sjá einnig: Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Ghosn komst frá Japan á frönsku vegabréfi en dómstóll í Japan hafði leyft honum að halda öðru af tveimur frönskum vegabréfum sínum. Vegabréfið átti að vera geymt í læstum skáp sem einungis lögmenn hans myndu hafa lykil að. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japan, sagði flótta Ghosn vera ólöglegan og það væri miður að hann hafi náð að flýja land. Engin gögn væru til sem sýndu fram á að hann hafi yfirgefið landið en hún sagðist heita því að málið yrði rannsakað til hlítar.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45 Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58 Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Vill að óafsakanlegur flótti Ghosn verði rannsakaður Dómsmálaráðherra Japan Masako Mori hefur fyrirskipað að rannsókn á flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformann Nissan, frá landinu til Líbanon fari í hönd. Í Japan bíða Ghosn réttarhöld vegna meiriháttar misferlis í starfi. 5. janúar 2020 11:45
Carlos Ghosn mættur á Twitter og „boðar sannleikann“ í málinu Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann hefur boðað til blaðamannafundar og segist forstjórinn fyrrverandi vera að undirbúa sig undir það að segja sannleikann um hvað sé "að gerast“. 3. apríl 2019 13:58
Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. 2. janúar 2020 10:45