Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2020 19:30 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir að margítrekað hafi verið bent á vanda bráðadeildar. vísir/egill Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans tekur undir með þeim sem hafa vakið athygli á alvarlegri stöðu bráðadeildar spítalans. „Ástandið á deildinni er mjög alvarlegt og við höfum ítrekað bent á það. Það eru alltof margir sjúklingar þar og flæði þaðan er alltof hægt inná aðrar deildir og aðrar stofnanir,“ segir hún. Hún segir að spítalinn hafi gripið til aðgerða eins og að efla samstarf við heilsugæsluna, deildir hafi verið endurskipulagðar, og tvær nýjar deildir hafi verið opnaðar á síðustu árum. Þá sé verið að vinna að lausnum með nýjum forstöðumönnum. Þetta eigi að skila árangri. „Ég vona að okkur lánist að sjá ummerki þess fljótlega,“ segir hún. Það þurfi hins vegar að hraða öðrum aðgerðum. „Það þarf að efla heimaþjónustu og hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og hjúkrunarrýma svo að sjúklingar geti útskrifast af spítalanum,“ segir Guðlaug. Hún segir bráðadeildina í raun endurspegla vel mikið álag á spítalann í heild. Skráð alvarleg tilvik á síðasta ári séu níu en það er þegar sjúklingur verður fyrir- eða hefði getað orðið fyrir varanlegum miska eða dauða. Tillvikunum hafi fækkað aðeins frá því í hittifyrra. „Þau voru aðeins fleiri árið 2018, að minnsta kosti yfir tíu,“ segir Guðlaug að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans tekur undir með þeim sem hafa vakið athygli á alvarlegri stöðu bráðadeildar spítalans. „Ástandið á deildinni er mjög alvarlegt og við höfum ítrekað bent á það. Það eru alltof margir sjúklingar þar og flæði þaðan er alltof hægt inná aðrar deildir og aðrar stofnanir,“ segir hún. Hún segir að spítalinn hafi gripið til aðgerða eins og að efla samstarf við heilsugæsluna, deildir hafi verið endurskipulagðar, og tvær nýjar deildir hafi verið opnaðar á síðustu árum. Þá sé verið að vinna að lausnum með nýjum forstöðumönnum. Þetta eigi að skila árangri. „Ég vona að okkur lánist að sjá ummerki þess fljótlega,“ segir hún. Það þurfi hins vegar að hraða öðrum aðgerðum. „Það þarf að efla heimaþjónustu og hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og hjúkrunarrýma svo að sjúklingar geti útskrifast af spítalanum,“ segir Guðlaug. Hún segir bráðadeildina í raun endurspegla vel mikið álag á spítalann í heild. Skráð alvarleg tilvik á síðasta ári séu níu en það er þegar sjúklingur verður fyrir- eða hefði getað orðið fyrir varanlegum miska eða dauða. Tillvikunum hafi fækkað aðeins frá því í hittifyrra. „Þau voru aðeins fleiri árið 2018, að minnsta kosti yfir tíu,“ segir Guðlaug að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira