Telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt til lengdar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2020 14:00 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt hér á landinu til lengdar. Þar sé komið að vissum þolmörkum. Þá batni lífskjör almennings vegna sögulegra lágra vaxta og minni verðbólgu en áður. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi gripið til aðgerða eftir fall WOWair og lækkað vexti. Þeir séu nú í sögulegu lágmarki hér á landi en muni lækka meira ef þörf sé á. „Það sem við viljum sjá núna er að hagkerfið sýni viðnám og við erum að sjá merki þess. Það eru merki þess að við séum að taka miklu betur á móti samdrættinum í ferðaþjónustunni en við var búist.“ „Við viljum tryggja það að það verði veitt útlán á þessum lágu vöxtum.“ Munu halda áfram að lækka vexti ef samdráttur eykst „Við munum halda áfram að lækka vexti ef að verðbólga hjaðnar meira, en hún er núna á markmiði 2,5%, og ef það verður meiri samdráttur í landinu.“ „Núna getum við séð lífskjör almennings batna á Íslandi með lægri verðbólgu og lægra vaxtarstigi.“ Ásgeir segir lága vexti veita ríkisstjórninni sögulegt tækifæri. „Ég held að það sé sögulegt tækifæri til að fara í innviðafjárfestingar vegna lágs vaxtarstigs í landinu.“ Sér fyrir sér samdrátt í fjárfestingum í ferðaþjónustu Ásgeir telur að ferðaþjónustan ekki geta leitt hagvöxt til lengdar. „Allur fókusinn á Íslandi á undanförnum árum hefur verið á ferðaþjónustu. Þar hafa miklar fjárfestingar verið. Ég hef trú á greininni en tel að við förum ekki í miklar fjárfestingar þar í bili.“ „Ég sé ekki að ferðaþjónustan geti leitt landið til lengdar það er talað um það að það geti verið áþján að hafa of marga ferðamenn.“ Það þurfi að leggja áherslu á aðrar greinar atvinnulífsins. Hafi nú skýrara umboð til að grípa til aðgerða Eftir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er einn aðili sem ber ábyrgð á fjármálastöðugleika í landinu að sögn Ásgeirs . Það sé kostur því það hafi sýnt sig í bankahruninu 2008 að of margar stofnanir hafi borið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það sem vantaði á árum áður var að það var ekki einn aðili sem bar ábyrgð á fjármálastöðugleikanum heldur margir sem endar á því að engin ber ábyrgð. Engum fannst hann hafa umboð til að grípa til aðgerða. Hvorki fjármálaeftirlitið né Seðlabankinn en núna er það þannig að einn aðili er með ábyrgð og tæki.“ Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Seðlabankastjóri telur að ferðaþjónustan geti ekki leitt hagvöxt hér á landinu til lengdar. Þar sé komið að vissum þolmörkum. Þá batni lífskjör almennings vegna sögulegra lágra vaxta og minni verðbólgu en áður. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri segir að bankinn hafi gripið til aðgerða eftir fall WOWair og lækkað vexti. Þeir séu nú í sögulegu lágmarki hér á landi en muni lækka meira ef þörf sé á. „Það sem við viljum sjá núna er að hagkerfið sýni viðnám og við erum að sjá merki þess. Það eru merki þess að við séum að taka miklu betur á móti samdrættinum í ferðaþjónustunni en við var búist.“ „Við viljum tryggja það að það verði veitt útlán á þessum lágu vöxtum.“ Munu halda áfram að lækka vexti ef samdráttur eykst „Við munum halda áfram að lækka vexti ef að verðbólga hjaðnar meira, en hún er núna á markmiði 2,5%, og ef það verður meiri samdráttur í landinu.“ „Núna getum við séð lífskjör almennings batna á Íslandi með lægri verðbólgu og lægra vaxtarstigi.“ Ásgeir segir lága vexti veita ríkisstjórninni sögulegt tækifæri. „Ég held að það sé sögulegt tækifæri til að fara í innviðafjárfestingar vegna lágs vaxtarstigs í landinu.“ Sér fyrir sér samdrátt í fjárfestingum í ferðaþjónustu Ásgeir telur að ferðaþjónustan ekki geta leitt hagvöxt til lengdar. „Allur fókusinn á Íslandi á undanförnum árum hefur verið á ferðaþjónustu. Þar hafa miklar fjárfestingar verið. Ég hef trú á greininni en tel að við förum ekki í miklar fjárfestingar þar í bili.“ „Ég sé ekki að ferðaþjónustan geti leitt landið til lengdar það er talað um það að það geti verið áþján að hafa of marga ferðamenn.“ Það þurfi að leggja áherslu á aðrar greinar atvinnulífsins. Hafi nú skýrara umboð til að grípa til aðgerða Eftir sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er einn aðili sem ber ábyrgð á fjármálastöðugleika í landinu að sögn Ásgeirs . Það sé kostur því það hafi sýnt sig í bankahruninu 2008 að of margar stofnanir hafi borið ábyrgð á stöðugleikanum. „Það sem vantaði á árum áður var að það var ekki einn aðili sem bar ábyrgð á fjármálastöðugleikanum heldur margir sem endar á því að engin ber ábyrgð. Engum fannst hann hafa umboð til að grípa til aðgerða. Hvorki fjármálaeftirlitið né Seðlabankinn en núna er það þannig að einn aðili er með ábyrgð og tæki.“
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira