Erlent

Faðir og níu ára dóttir skotin til bana þegar þau voru talin vera hjartardýr

Eiður Þór Árnason skrifar
Slysið átti sér stað á nýársdag.
Slysið átti sér stað á nýársdag. Unsplash/Andreas Schantl

Faðir og níu ára dóttir hans létust þegar þau voru skotin af skotveiðimanni í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum síðasta miðvikudag. Maðurinn er sagður hafa talið þau vera hjartardýr þegar hann skaut í áttina að þeim með skelfilegum afleiðingum.

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum liggur ekki fyrir hvort að þau hafi verið klædd í tilætlaðan öryggisfatnað þegar atvikið átti sér stað nálægt borginni Walterboro.

Hinn þrjátíu ára gamli Kim Drawdy og dóttir hans voru hluti af fjögurra manna veiðihóp sem var þar einnig að veiða hjartardýr. Lauren Drawdy var nemandi í fjórða bekk grunnskóla en nafn skotmannsins hefur ekki verið birt.

Dánardómstjóri segir að feðginin hafi verið skotin með haglabyssu en krufning fer fram í dag. Hann greindi The New York Times frá því að skotvopnin hafi verið hlaðin stórum höglum sem eru gjarnan notuð við slíka veiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×