Ráku alla landsliðsþjálfarana sína á einu bretti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 10:30 James Kwesi Appiah var að stýra landsliði Gana í annað skiptið en hann var búinn að vera þjálfari liðsins frá 2017. Appiah var líka landsliðsþjálfari frá 2012 til 2014. EPA/Marius Becke Það er óhætt að segja að yfirmenn knattspyrnusambands Gana hafi ákveðið að taka til í landsliðsstarfi sínu um áramótin. Landsliðsþjálfarinn Kwesi Appiah þurfti að taka pokann sinn en hann var langt frá því að vera sá eini. Knattspyrnusamband Gana ákvað nefnilega að reka alla landsliðsþjálfara sína, hvort sem þeir voru með sautján ára, nítján ára, 21 árs eða A-landslið og þá skipti ekki máli hvort þeir þjálfuðu karlalið eða kvennalið. Það voru ekki aðeins landsliðsþjálfarnir sem fuku heldur einnig allir þeir sem höfðu komið að þjálfarateymunum og líka þeir sem voru í tækninefndum landsliðanna. Ghana's Football Association has got rid of all its national team coaches - at all levels of the game!https://t.co/fUhPM76yVrpic.twitter.com/NXEgOwJD0P— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Í stuttu máli er um algjöra hreinsun að ræða og það ættu því að vera nokkur starfsviðtöl á næstunni hjá forráðamönnum knattspyrnusambands Gana. Nýr stjórn tók við hjá knattspyrnusambandi Gana í október og hún hefur heldur betur látið til sín taka. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi Kwesi Appiah var með þrjá fyrrum landsliðsmenn með sér í teyminu en það voru þeir Richard Kingson, Charles Akunnor og Stephen Appiah. Það bjuggust margir við að Kwesi Appiah myndi taka pokann sinn eftir að Gana datt út strax í annarri umferð í síðustu Afríkukeppni landsliða. Það kemur hins vegar mikið á óvart að engum var hlíft í þessum risastóru aðgerðum. Fótbolti Gana Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira
Það er óhætt að segja að yfirmenn knattspyrnusambands Gana hafi ákveðið að taka til í landsliðsstarfi sínu um áramótin. Landsliðsþjálfarinn Kwesi Appiah þurfti að taka pokann sinn en hann var langt frá því að vera sá eini. Knattspyrnusamband Gana ákvað nefnilega að reka alla landsliðsþjálfara sína, hvort sem þeir voru með sautján ára, nítján ára, 21 árs eða A-landslið og þá skipti ekki máli hvort þeir þjálfuðu karlalið eða kvennalið. Það voru ekki aðeins landsliðsþjálfarnir sem fuku heldur einnig allir þeir sem höfðu komið að þjálfarateymunum og líka þeir sem voru í tækninefndum landsliðanna. Ghana's Football Association has got rid of all its national team coaches - at all levels of the game!https://t.co/fUhPM76yVrpic.twitter.com/NXEgOwJD0P— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Í stuttu máli er um algjöra hreinsun að ræða og það ættu því að vera nokkur starfsviðtöl á næstunni hjá forráðamönnum knattspyrnusambands Gana. Nýr stjórn tók við hjá knattspyrnusambandi Gana í október og hún hefur heldur betur látið til sín taka. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi Kwesi Appiah var með þrjá fyrrum landsliðsmenn með sér í teyminu en það voru þeir Richard Kingson, Charles Akunnor og Stephen Appiah. Það bjuggust margir við að Kwesi Appiah myndi taka pokann sinn eftir að Gana datt út strax í annarri umferð í síðustu Afríkukeppni landsliða. Það kemur hins vegar mikið á óvart að engum var hlíft í þessum risastóru aðgerðum.
Fótbolti Gana Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira